Miðvikudagur, 6. mars 2013
Svik við þjóðinna ef þetta verður ekki klárað
Stjórnmálamenn segja alltaf að þjóðin á að ráða.
Segja alltaf að það skal leggja þetta í þjóðaratkvæði.
Hætta ESB viðræðum og leggja í þjóðaratkvæði hvort byrja eigi aftur að ræða.
Icesave alltaf í þjóðaratkvæði.
Það var þjóðaratkvæðagreiðsla um nýju stjórnarskránna. Þjóðin sagði JÁ TAKK.
Þá skulu alþingismenn kvitta undir líka. Annað er svik.
Að fara á svig við þjóðaratkvæðagreiðslu er alvarlegt mál.
http://www.dv.is/frettir/2013/3/6/vilja-heimila-stjornarskrarbreytingar-naesta-kjortimabili/ ÞEtta er t.d. sorglegasta yfirklór sem ég hef lesið í langan tíma.
kv
Sleggjan
![]() |
Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Eins og svo oft áður hefur sleggjan rétt fyrir sér.
Hörður (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 14:39
Þriðjungur af þjóðinni sagði "já takk" Tveir þriðju gerðu það ekki. Það er vandamálið og eins gott að Sleggjan og Samfó fari nú að fatta þetta og komi með réttar tölur.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 14:49
"þú ert ekki þjóðin".
Þjóðinni er nákvæmlega sama um þetta mál, margt þarfara og brýnna sem þjóðin kallar eftir.
Og m.v. skoðanakönnunina sem sumir vilja kalla þjóðaratkvæðagreiðslu þá einmitt kom það skýrt fram að það mátti EKKI nota tillögurnar óbreyttar.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:02
Örn þarf að skoða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðlsunnar.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 15:25
Örn, 2/3 þeirra sem mættu sögðu já og það telur, hvort sem þú vilt viðurkenna það eða ekki. Mjög góður punktur hjá Sleggjunni og merkilegt að þeir sem talað hvað mest fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum neita að horfast í augu við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. okt sl. Annars er Alþingi alveg búið að klúðra þessu eins og við var að búast...
Skúli (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:58
Hér er hausinn af Auglýsingu um þessa þjóðarathvæðagreiðslu fenginn af vef Innanríkisráðuneytisins, þar kemur fram að Athvæðagreiðslan er "ráðgefandi" sem þýðir væntanlega að hún er ekki bindandi fyrir Alþingi.
Auglýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Með vísan til 5. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012, skal fara fram hinn 20. október 2012 ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 16:04
Merkilegt að þeir sem harðast hafa barist GEGN þjóðaratkvæði hingað til, skuli nú ítrekað vitna í einhverja atkvæðagreiðslu sem fyrirfram var ákveðið að niðurstaðan skipti engu, nema hún hentaði.
Hræsni?
Sigurður (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 16:21
Því miður strákar. Svikin voru lögð strax fram með því að hafa kosninguna
"RÁÐGEFANDI". Vegna þessa ákvæðis hafði þessi kosning enga bindingu
og því ekki svik við þjóðina svo þið áttið ykkur á því. Skrípaleikur frá
upphafi til enda. Tek samt fram að ég hefði viljað sjá nýja stjórnarskra.
M.b.kv
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 17:23
Ráðgefandi eða bindandi.
Þegar þjóðin talar , þá skal þingið taka mark á því.
Fyrir hvern eru þingenn að vinna?
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 17:31
Sleggja,
Það er ekki sjálfgefið að fólk nenni að ómaka sig að keyra niður í bæ til að taka þátt í skoðanakönnun sem er búið að lýsa yfir fyrirfram að niðurstaðan bindur engan.
"þjóðin" ákvað að sitja heima, frekar en að láta spila með sig í svona vitleysu.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 17:34
ESB kosningin verður ekki lagalega bindandi
En þingið mun samt fara eftir þessari þjóðaratkvæðisgreiðslu (nema vigdís hauks sem hefur gefið út að hún mun segja NEI sama hvað)
Gefa skít í þjóðina
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 17:55
Örn, 2/3 þeirra sem mættu sögðu já og það telur, hvort sem þú vilt viðurkenna það eða ekki. Mjög góður punktur hjá Sleggjunni og merkilegt að þeir sem talað hvað mest fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum neita að horfast í augu við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. okt sl. Annars er Alþingi alveg búið að klúðra þessu eins og við var að búast...
Skúli (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 18:48
Afsakið, athugasemdin átti ekki að koma aftur:)
Skúli (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 18:48
þetta er auðvita rétt. það er alveg hróplegt ósamræmi í afstöðu margra íslendinga gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslum. Athyglisvert að sjá sigga sjalla koma hérna og tala niður þjóðaratkvæagreiðslu af því að sjallaflokkur ákvað frá byrjun að standa fyrir skemdarverkum varðandi nýja stjórnarskrá. Fylgir flokkslínu 100%.
það að sjallar fóru í hrunfýlu og ákváðu frá byrjun að vera á móti - það er bara þeirra prívatmál. þjóðaratkvæðagreiðslan talar. Hún ræður. þannig virka þjóðaratkvæðagreiðslur.
Hitt er svo annað, að augljóslega eru fáir búnir að hugsa til enda, hvaða afleiðingar það hefur að þjóðin eigi að ráða öllum málum í þjóðaratkvæði. Fólk er almennt ekkert búið að hugsa útí það. Margir öskra: þjóðartakvæði, þjóðaratkvæi, meira lýðræði etc. - en það er eins og það hugsi ekkert útí hvað það þýðir. það er eins og fólk haldi eða vilji meina, að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi aðeins að gilda - ef það persónulega er sammála því. það er engu líkara en afstaða sumra sé þannig. Að ef það persónulega sé ekki sammála eða sammála niðurstöðunni - þá sé þjóðaratkvæðagreiðsla marklaus.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 19:08
@Sigurður
Þú getur sagt fyrir sjálfan þig.
En þú getur ekki talað fyrir hönd allra sem sátu heima, það er nú bara þannig. Þeir sem sátu heima missstu sína rödd.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 19:21
Sleggja: Þú veist ekki frekar en ég hversu margir af þessum 70þ. sem lýstu stuðningi við drög stjórnalagaráðs í október styðja plaggið í núverandi mynd.
Það er t.d búið að skella inn klausu um fullveldisframsal án þjóðaratkvæðagreiðslu, svo ein efnisbreyting sé nefnd.
Það er ástæða fyrir því að það tíðkast ekki í lýðræðisríkjum að kjósa um hálfkláruð drög.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:39
Hreyfingin hefur aldrei sýnt jafn mikla uppgerðar-sorgartilburði, eins og í dag.
Þau Hreyfingarkrakkarnir grétu ekki Laxnes-tárum yfir útburði fólks af heimilum sínum, sundrungu bankarændra fjölskyldna, né útflutningi á vinnufærum íslandsbúum og innflutningi láglaunaþræla frá ESB-ríkjum, heldur grétu þau yfir að ekki tókst að klára valdarán ESB-veldisins á Íslandi, þar sem þau voru í forystusæti!
Vinstri-Græna liðið sem sveik sitt stærsta kosningaloforð á fyrsta degi, tala nú eins og enginn í þeirra liði hafi nokkurn tíma svikið eitt eða neitt! Lýðræðislegar alþingiskosningar? Hvað er það?
Ef Íslandsbúar eru svo gleymnir að þeir trúa svona bulli frá VG-svikurum og Hreyfingunni, (Dögun, Bjartri Framtíð og Pírötum), þá eiga þeir íslandsbúar ekkert betra skilið en að lenda á atvinnuleysis-skrá ESB!
Ekki einu sinni þegar var haldið áfram að henda fólki út af sínum heimilum vegna ólöglegrar og glæpsamlegrar bankaræningjastarfsemi, þótti þeim Hreyfingar-liðhlaupum trúðsins: Harðar Torfasonar, í lagi að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina, til stuðnings rændra landsmanna, heldur gengu þeir einungis erinda ESB-stjórnarskrár-bankaræningjanna!
Er einhver sem getur útskýrt svona 100% stjórnsýslu/lýðræðissvik, og réttlætt það með lýsingarorðum eins og: lýðræði og mannréttindi? Eru það mannréttindi að vera atvinnulaus og bankarændur ESB-þræll, sem er 100% hundsaður daginn eftir alþingiskosningar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.3.2013 kl. 21:56
Það er allt of algengt að íslendingar reyni að dreifa umræðu hist og her þegar málefni ber á góma. það er alveg hægt að taka skuldamálaumræðu annarsstaðar.
það atriði er eg minnist á á í sambandi við þjóðaratkvæði, þ.e. ekkert samræmi í afstöðu sumra eða margra íslendinga til umrædds fyrirbrigðis.
Hérna hefur nánast maður gengið undir manns hönd við að heita þjóðaratkvæði. ,,Beint lýðræði" o.s.frv. Kannanir hafa sýnt að fólk vill það. Nánast 100%. það sýndi sig líka í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Man ekki, alveg, 80-90% villdi að hægt væri að fara fram á þjóðaratkvæði um öll mál.
Hvernig heldur fólk að slíkt virki? Að þjóðaratkvæðagreiðslur séu irrelevant ef sjallar fara í fýlu og/eða ákveða að reyna að skemmileggja?
Sjáiði til, ef þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að ráða öllu - þá er algjörlega merkingarlaust þó sjallar séu ekki sáttir við það. Skiptir engu. það er niðurstaðan úr þjóðaratkvæðinu sem gildir.
það er eins og fólk sumt hafi barasta ekkert hugsað útí þetta.
það að í þessu tilfelli atkvæðagreiðslan hét ráðgefandi er eingöngu vegna þess að núverandi stjornarskrá gerir ekki ráð fyrir slíku fyrirkomulagi. Núverandi stjórnarskrá gerir ekki ráð fyrir að slíkar atkvæðagreiðslur bindi hendur þingsins. þessvegna gat atkvæðagreiðslan ekki annað en heitið ,,ráðgefandi" formlega séð.
það barasta skiptir engu því ljóst er að vilji þjóðarinnar er að slíkar greiðslur séu bindandi. Og gert ráð fyrir því í nýju skránni og búið um það á þar til gerðan hátt.
(Hinsvegar er eg algjörlega á móti því að þjóðaratkvæðagreiðslur verði ríkjandi hérna. Tel það varasamt.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 22:17
Borgarahreyfingin var aldrei á móti ESB. Anna , muna lesa stefnumálin þeirra áður en þú gagnrýnir.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 22:20
Edit: ,,Hérna hefur nánast maður gengið undir manns hönd við að réttur til að beita þjóðaratkvæði sé til staðar. það er grunnkrafan í dag og þessi misserin."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 22:20
Finnst ykkur alveg sjálfsagt að fundur með frekjuhundum eins og Þorvaldi Gylfasyni búi til plagg sem kallast á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og þetta fólk situr í skjóli Ríkisstjórnar Íslands í ráði sem búið er að dæma ómark af Hæstarétti?
Hvað þarf eiginlega til þess að vekja vitund hjá fólki, sem segir "svik við lýðræðið", "svik við þjóðina"?
Sindri Karl Sigurðsson, 6.3.2013 kl. 22:34
Svona tal er merkingalaust. Hefur alls ekkert efnisinnihald.
það liggur nú alveg fyrir hvernig ferlið var. það gátu barasta allir boðið sig fram. Niðurstaða kosninga var að ákveðinn fjöldi manna var valin til að semja stjórnarskrá. (Eitthvert álit hæstaréttar um kosninguna skipti akkúrat engu því vegna þess hve margir buðu sig fram og hve persónukosning var nýstárlegt var bókstaflega kjanalegt að fara að hengja sig á einhver formsatriði sem áttu við þegar landpósturinn fór með kjörgögn á 19.öld)
þetta stjórnskrárferli er lýðræðislegast ferli sem um getur á Íslandi og sennilega í öllum heiminum. Trekk í trekk hefur þjóðinni verið veitt valdið þessu viðvikjandi.
Eg endurtek: það að sjallar fóru í fýlu og ætluðu að skemmileggja - það skiptir engu. það er bara það sem kom uppúr kjörkössunum sem skiptir máli.
Hvernig í ósköpunum heldur fólk að þetta verði þegar þjóðin fer að greiða atkvæði um öll mál? Að niðustaðan sé aðeins gild - ef sjallar samþyggi það??
Er fólk nokkuð búið að hugsa útí hvernig þjóðaratkvæði virkar? Eg held ekki. Eg held að margir skilji ekki hvað felst í þjóðaratkvæði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 22:41
Hvað meinar þú með þessu Ómar?
Hvaða kosningar? Þær sem voru dæmdar ómark? Er þá bara allt í lagi að fara yfir á rauðu ljósi af því bara...
Hvað vald? Þjóðin býr ekki til lög, hvað þá stjórnarskrá, það er Alþingi sem það gerir. Það stendur í núverandi stjórnarskrá og hún gildir, ekki eitthvað annað.
Sjallagrýla og Rússagrýla er trúlega það sama í sumra augum.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.3.2013 kl. 22:52
LÍÚ mun aldrei samþykkja auðlindarákvæðið og LÍÚ stjórnar öllu hér á landi. Svo mörg voru þau orð.
Margrét (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 23:30
Hvaða dómur? það var einhvert álit ofan úr skakka húsinu uppá hólnum um einhvern formgalla á smíði á kjörkössum minnir mig. Átti að vera 10 tommu raftur í þeim en var 4 tommu galvaniseraður nagli venjulegur keyptur í Byko. þetta bara skipti engu máli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2013 kl. 23:46
Alveg er það merkilegt hversu mjög þið og fleiri leggið á ykkur til að styðja handónýtt plagg. Þessi svokallaða stjórnarskrá "þjóðarinnar" hefur hvergi af neinum þeim sem þekkja til laga eða stjórnskipunar fengið annað en falleinkunn. Jafnvel allar þær sérfræðinganefndir sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur skipað til að fara yfir plaggið hafa gert verulegar og alvarlegar athugasemdir við það. Og síðasta nefndin þessi svokallaða Feneyjarnefnd sem skipuð er erlendum sérfræðingum (þ.e. engum íslending sem telur sig eiga hagsmuna að gæta) gaf henni falleinkunn.
En nei það skiptir ykkur víst engu, það skal troðið handónýtri stjórnarskrá ofan í hina einu sönnu þjóð. Við skulum ekkert fara í grafgötur með það að það er fjöldinn allur af góðum punktum sem kom frá stjórnlagaráðinu, þótt skiptan þess hafi verið klúður. Ég t.d. greiddi atkvæði með því að það skjal skyldi lagt til grundvallar við endurskoðun stjórnarskrárinnar, en ég greiddi því aldrei atkvæði að hún yrði að stjórnarskrá.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 00:33
þetta er ekki rétt. Spurt var:
,,Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?"
þetta er ekki túlkanlegt og allir vissu hvað þetta þýddi og það var enginn vafi á því þegar kosið var.
Jafnframt var kosið sérstaklega um nokkur krúsíalt atriði og niðurstaðan kristaltær.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 01:32
Eg held að málið sé þetta aðallega:
Eg hallast að því að Sjallaflokkur, sem nb. er frá lýðveldisstofnun langstærsti flokkurinn og valdamesti og nánast einráður legst af, sé með mikinn varhug á þjóðaratkvæðisatriðinu. Eg held honum lítist ekkert á það.
Ekki þannig að skilja að allir þingmenn sjalla séu endilega á móti því - en veigamiklir aðilar á bakvið tjöldin.
Vegna þess einfaldlega - að þetta atriði, þjóðaratkvæði um nánast öll mál - er alveg gíga breyting á stjórnfyrirkomulagi.
Vissulega er óumdeilt að þjóðaratkvæði á alveg rétt á sér og getur verið jákvætt - en það á sér líka galla. það á sér nefnilega veigamikla galla. Slíkt ákvæði getur bókstaflega verið hættulegt löndum.
Mér finnst fólk ekki hafa tekið umræðuna um hugsanlega galla slíks fyrirkomulags.
Fólk sá nú niðurstöðu kannanna um listamannalaun bara í gær. Hvað? Nánast 100% á móti listamannalaunum! Ha?? Á móti listamannalaunum! Svo kom annarsstaðar að nánast 100% voru á móti að áfengiskaupaaldur yrði færður niður í 18 ár.
það er þetta er svo alarming og er viðurkenndur galli þjóðaratkvæðagreiðslna. þeim fylgir mikið afturhald.
Hvernig heldur fólk þetta geti farið varðandi atriði er snúa td. að útlendingum hérna? þar sem landlæg og alræmd þjóðremba er til staðar? Eg vara við þessu.
Ef við lítum td. til Sviss þar sem mikil hefð er fyrir slíkum greiðslum, aldagömul hefð og mikil reynsla komin á það og kynslóðir hafa vaxið upp með slíku fyrirkomulagi - konur fengu kosningarétt bara í gær! Í gær. Karlarnir sögðu alltaf nei!
Ennfremur geymir sagan slæmar afleiðingar af svokölluðu ,,beinu lýðræði".
Hérna uppi undanfarin misseri er eins og hálfgerð histería í sambandi við þetta ,,beina lýðræði". Já og nei spurningar. Fólk virðist líta á sem ,,beint lýðræði" sé einhvernveginn = meira lýðræði. Að það að ,,meirihlutinn ráði" sé eitthvað heilagt atriði. Trúaratriði.
þetta er í raun alrangt og röng nálgun. það góða og sniðuga við vestrænt lýðræði er - að það er ekki alltaf meirihlutinn sem ræður! Trikkið við vestrænt lýðræði er samningar. Að tekið sé tillit til minnihlutans. Að meirihlutinn knýji ekki sitt fram haldeur fái mál framgang með því að tekið sé tillit til sjónarmiða minnihluta o.s.frv.
En vissulega er framkvæmd vestræns lýðræðis flókin. það geta komið upp mál sem nauðsynegt er að taka afgerandi afstöðu og það þurfi að hafa hrinar línur í framkvæmd ýmissa mála - en það er ekkert ófrávíkjanlegt að meirihlutinn ráði alltaf í lýðræðisfyrirkomulagi. þ.e.a.s. í þeim skilningi að sjónarmið meirihlutans eigi eingöngu að fá framgang en sjónarmið minnihluta hundsuð. Trikkið er samningar. Og oft fara mál þá leið í vestrænu lýðræði. þetta má ekki vanmeta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 01:48
Ég er ekkert að tala fyrir sjálfan mig þegar ég segi að þjóðin hafi setið heima.
Hún gerði það.
Þeir sem hins vegar tóku þátt í þessari skoðanakönnun tóku það alveg skýrt fram að það mætti EKKI nota tillögurnar óbreyttar.
Þannig að það er bara tómt bull að þjóðin vilji þessa tillögu sem stjórnarskrá, það hefur aldrei gerst.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 08:47
Stjórnarskrárfrumvarpsþjóðaratkvæðisgreiðslan var kostnaðarsöm skoðunarkönnun fjármögnuð af Ríkinu sem átti að nota sem propagandaverkfæri ef úrslitin féllu í geð latte lepjandi lýðsins 101 Reykjavík.
Þess vegna var ekki farið í bindandi kosningu, því það var vitað mál að stjórnaskrárfrumvarpið yrði fellt ef meirihluti landsmanna færi á kjörstað.
Þar fyrir utan þá er ekkert hægt að setja Alþingi neinar skorður um hvernig drög að breytingum Stjórnarskrár eru gerðar.
Ef menn/konur kynna sér þetta þá er það Alþingi sem hefur lagalegt leifi til að breyta Stjórnarskránni samkvæmt settum reglum, en ekki Þorvaldur Gylfason, Ómar Ragnarsson og þeir sem dáleiddust af ljóma þeirra Þorvalds og Ómars.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.3.2013 kl. 16:33
Ég myndi nú ekki segja að þetta séu svik við þjóðina, þjóðin hafði voðalega lítinn áhuga á þessu öllu saman (samanber þátttöku er kosið var í ráðið og líka þegar kosið var um tillögurnar).
En þrátt fyrir það var niðurstaðan hjá þeim sem tóku þátt skýr.
Þeir sem hins vegar tóku þátt í þessari skoðanakönnun tóku það alveg skýrt fram að það mætti EKKI nota tillögurnar óbreyttar.
Ég man ekki eftir því að hafa fengið þann möguleika þegar ég kaus, mér bauðst að hafa plaggið frá stjórnlagaráðinu til hliðsjónar að breytingum eða ekki til hliðsjónar, hvergi var boðið upp á það að hafa plaggið án breytinga eða hreinlega að hafna öllum breytingum á stjórnarskránni yfir höfuð.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2013 kl. 21:34
Halldór Björgvin.
Niðurstaðan úr þessu þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá var að nota hugmyndir stjórnlagaráðs til grundvallar.
Í sama þjóðaratkvæði var það samt niðurstaðan að hafna tillögum stjórnlagaráðs að taka þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá.
Þannig að niðurstaðan var að ekki mætti nota tillögurnar óbreyttar því þjóðkirkjan átti að fara aftur inn, þvert á vilja stjórnlagaráðs.
Við höfum síðan enga ástæði til að ætla að þetta sé eina ákvæðið sem þjóðaratkvæðagreiðsla myndi hafna.
Þau gætu hæglega verið miklu fleiri ef spurt væri.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.