Forgangsmál næstu ríkisstjórnar


 

Ríkisstjórnin tók við slæmu búi. Hafa svo reynt að minnka halla ríkissjóðs með óvinsælum skattahækkunum og niðurskurði.

Það er nauðsynlegt því miður.

Vara við innantómum loforðum fyrir næstu kosningar.

Þegar talað eru um skuldaniðurfellingar þá skal ávalt spurja hvar peningurinn á að koma.

Þegar talað er um skattalækkanir skal spurja um hæl hvar á að skera niður í staðin.

 

Við þurfum að vera sjálfbær þegar kemur að rekstri ríkissjóðs. Geta ekki allir verið sammála um það? Svo má rífast um leiðirnar.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er klárlega forgangsmál

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2013 kl. 16:15

2 identicon

sl (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 16:57

3 identicon

Sæll.

Það var aldrei þörf á því að hækka skatta og það er alltaf rangt að hækka skatta, segja átti upp opinberum starfsmönnum þess í stað og lækka opinberar álögur.

Það er empírísk staðreynd að ef skattprósenta er lækkuð aukast umsvifin í efnahagskerfinu og tekjur aukast. Einfalt dæmi héðan má tína til: Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í skrefum úr 45% í 18%. Eftir þetta skilaði þessi skattstofn ríkissjóði þrefalt meiri tekjum en fyrir lækkun!!!

Það sem vinstri menn skilja ekki og munu sennilega aldrei skilja er að efnahagslífið jafnar sig alltaf sjálft ef það er látið í friði og því ekki íþyngt af hálfu hins opinbera með slæmum reglum/lögum og sköttum/álögum.

Helgi (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 23:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skattalækkun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið til lags tíma. Það er engin spurning.

Ef töfraformúlan fyrir hæstu skatttekjum fyrir ríkissjóð allra landa í heiminum sé skattalækkun. Þá ætti að sjálfsögðu skatturinn vera um 10-20% allstaðar ekki satt?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2013 kl. 17:25

5 identicon

Því miður eru Íslendingar með opinbert kerfi og þjónuskerfi sem er ofvaxið efnahag þjóðarinnar.  Það er ekkert sem segir að þjóðartekjur vaxi í sama mæli og skattalækkanir og klárlega er ekkert svigrúm til skattalækkanna á lánum eða á VISA raðgreiðslum við erum þegar komin langt út fyrir þann ramma.

Það þarf að blóðmjólka íslenska hagkerifið í áraraðir og öll opinber þjónusta og velferðarkerfi er fjármögnuð af skattlagningu á landsmenn sem og þjónusta sem er búið að veita þeas lántaka.

Útgjaldahliðin:

Það þyrfti að skera niður um 60-80 miljarða. Lækka skatta aðeins og borga niður lán

Heildarskattekjur eru um 500 miljarðar (plús) og það þarf að komast niður fyrir núllið og greiða niður lánastabbam. Eins eru lífeysirskuldbindingar ríkisins stór baggi og það þarf að færa niður lífeyrisgreiðslur ríkisstarfsmanna. Því fyrr sem sá slagur er tekinn því betra. Ofureftirlaunaþegar, svo sem æðstu embættismenn, ráðherrar, forsetar sem og óbreyttir það munu stórar upphæðir sparast en þetta verður varið með kjafti og klóm og verkföll en þar þarf stöðuga hönd. Ef þetta tapast lendir nær allur niðurskurðurinn á heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu og velferðarkerinu. Ef ekki A þá B eða C.

Heilbrigðiskerfið:
Það þýðir í raun lækka standardinn og hann er ekkert sérstaklega hár. Skera niður sjúkratrygginar og auka á greiðslur einstaklinga, skerða aðgengi minnka þjónustu, koma fram með það sem á að gera. Hvaða krabbamein eiga ekki að fá fulla meðferð og einungis líknandi meðferð. Hverja á að púkka upp á og hverjir eiga að sigla sinn sjó eða því næst.  Það er eina leiðin því að það er gígantísk auknin á heilbrigðisútgjöldum vegna bættrar tækni og aukins meðalaldurs. Útboð á verkþáttum en tiltrúin á íslenska ríkið og sjúkrahúsa sem greiðanda er lítil og ekkert víst að áhuginn sé neitt gríðarlegur. Það eru markaðir sem borga betra og meira og eru miklu miklu stærri en eitthvað krónu og klínik hokur.   Verðum að búa okkur undir framtíð með færri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk.  Þegar eru heilbrigðisútgjöld Íslands lág. Heimilislækningar eru í raun að gufa upp sem sérgrein og það kvarnast úr sérfræðiþjónustinni enda margir sérfræðingar að loka sínum stofum og fara frekar í afleysingstörf erlendis.

Atvinnulausir þurfa að taka inn sína ættingja frá elliheimilum eða vinna þar sama með dagheimili  þetta var gert í Finnlandi.

Atvinnuleysisbætur, fylgja fast eftir að þeir sem eru á bótum þurfa að mæta einhvers staðar og þanning hrista burtu þá sem eru á þessu samfara að vinna á svört.

Skólakerfið.
Fækka skólum, háskólum, þrengja nám sníða það að þörfum atvinnulífsins, stytta menntaskóla í 3 ár.  Þrengja háskólamenntun, auka kröfur. Skera niður LÍN og taka á fót árangurstengdan bónus, þeir sem ekki standa sig fá að svíða og borga. Ekkert land í heimi greiðir eins mikið með grunnskólanum og ég get ekki séð að það sé sérstaklega mikið sem við fáum úr þessu.

Reyna að ná niður vaxtagreiðslum.  Væntanlega vara gjaldeyrishöftin  fram ár en með grimmri haggstórn má aflétta þessu eftir 7-10 ár.

Tekjur:

Kvótaleiga 10 miljarðar á ári. Skattleggja alla kvótaleigu í topp. Þeir sem ekki veiða eiga ekkert að hafa upp úr þessu þanning að þeir neyðist til að selja og þar á ríkið að kaupa og leigja og nota þetta sem mjólkurkú.  Þeir sem kunna að gera út báta græða á þvi en kvótbraskið það á ríkið að græða á meðan annað kvótabrask er skattlagt í topp. Kreista þanning út úr þessu eins mikið og hægt er. Útgerðarmenn verða menn í vaðstígvélum með vinnuhanska. 

Styrkir til bænda/landbúnaðar. Þar fara allt að 16 miljarðar kanski ennþá meira.

Alls kyns millifærslur þarf að skera niður og tekjutngja.

Vaxtagjöld ríkisins með gríðarlegri samhaldsamri efnahagsstjórn mun verða hægt að kremja þetta niður.  Klárlega mun verða atgerfisflótti ákveðinna stétta en meginhlutinn getur ekki flutt sig. Noregur flytur inn ógrynni af iðnmenntuðu og ómenntuðu fólki og það verður lítið þangað að sækja, hvað þá annað.

kv.

Ragnar

Ragnar (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 21:18

6 identicon

Vinstrimenn á Íslandi og margir sem halda að þeir séu á hægrivængnum haldi það að það sé hægt að reka land í gegnum galtóman ríkiskassa og drögum á eftir okkur gríðarlegan skuldahala og erum með eigin gjalmiðil.

Við erum augljóslega komin algjörlega út í horn og skellt dyrunum á hagkerfi heimsins og það nálgast 5 ára einangrun með höftum sem við komust ekki út í bráð. Það er augljóslega áhyggjuefni að enginn stjórnmálaflokkur hefur komið með vitræna leið úr höftunu. Það sem kallast tillögur stjórnmálaflokka, já allra. Þetta að megninu óskalistar eins og börnin senda til jólasveinsins sem oft er framreitt af fjölmiðlafulltrúum.  Það virðist enginn vera einu sinni reiknað út kostnað, hver á að borga og greina afleiðingarnar á hagkerfið.  Að megninu virðast þessar hugmyndir lýðskrum og óskhyggja. 

Við erum með gríðarlegan fjármálageira sem þarf að skera niður 2/3 og lækka kostnað.  Við erum með offramboð á verslunarhúsnæði og allt of stóran þjónustu og verslunargeira og hugsanlega of langan opnunartíma sem augljóslga bitnar á neytendum sem borga þetta í auknu vöruverði.

Það þarf að auka framlegð í ferðamannageiranum og skipuleggja okkur betur í stað þess að traðka á tánum á hverjum öðrum vinna saman og ná markvissari áhrifaríkara kynningarstarfi.

Það þarf að koma íslenska þjóðfélaginu í framleiðslumodus en það verður ekki gert af stjórnmálamönnum eða embættismönnum sem geta einungis byggt ramma undir þetta. Íslendingar eru núna að tapa frumkvöðlum til Norðurlandanna og að hluta til Bandaríkjanna. Fjármögnun, styrkir, bankakerfi, hlutabréfamarkaður, alvöru bankakerfi og ekki minnast á menntakerfið sem að miklum hluta hefur brugðist og er í að fela atvinnuleysi og moka út fólki með innnihaldslitla menntun með litlum kröfum og litlum tilkosnaði.

Ragnar (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 08:33

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Algjörlega sammála mörgum niðurskurðartillögum sem Ragnar leggur fram.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 14:22

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ein með kvótann.

Hef barist fyrir því á þessari síðu í mörg ár.

Ríkið gefur kvótann.

A tekur á móti honum.

A leigir B og B veiðir.

A græðir hlægjandi á Kanaríeyjum á Klörubar..

Ég vill kötta út A og leigja út beint til B.

Réttmætur peningur í ríkiskassann. Óþarfi að styrkja Klörubar þegar við þurfum að borga okkar ríkisssjóoðsskuldir

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2013 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband