Laugardagur, 2. mars 2013
Eygló Harðar tekur Bjarna Ben á þetta
Eignarrétturinn skiptir ekki máli í augum Eyglóar (XB) og Bjarna Ben (XD).
Vilja bæði gera upptækar eignir annarra og "skipta á milli þjóðarinnar og kröfuhafa".
Ef vogunarsjóðirnir hefðu tapað á því að kaupa kröfur íslensku bankanna, væri Eygló og Bjarni að berjast fyrir því að "skipta tapinu milli þjóðarinnar og kröfuhafa" ?
Þetta þvílíkt rugl í þeim báðum. XD og XB er líklegt stjórnarmynstur. Ef þeir gera alvöru úr þessum hótunum þá bara getum við skemmt okkur vel einangruð.
kv
Sleggjan
![]() |
Gagnrýnir hugmyndir um sölu bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Athugasemdir
Fyrirsjáanlegt að Eygló segir þetta... kemur á óvart að Bjarni Ben sé í þessu
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 15:51
Það þarf alvarlega að fara yfir raunverulega eignarstöðu bankanna sem fyrst, hvernig stendur á því að þeir nýju séu að hagnast á skuldabréfum sem að eru en á kennitölu gömlu bankanna. hver á hvað og hver ekki og hvers vegna er FME ennþá sofandi. Hvernig er hægt að vera að afskrifa og samt skila hagnaði vegna eignasafna sem að eru ekki í raunverulegri eign nýju bankanna og á meðan eru sömu vanhæfu endurskoðendurnir og voru fyrir hrun að skrifa upp á þetta helvítis kjaftæði.
Hvers vegna eru líka nýju bankarnir að gefa út sértryggð skuldabréf vitandi að veðin eru í eign gömlu þrotabúanna sem að eiga ekki fyrir skuldum og eru með ríkisábyrgð, sem þýðir að sértryggðu skuldabréfin eru í raun í ríkisábyrgð
valli (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:54
Það er sjálfsagt mál að hafa allt upp á borðunum.
Hvet bankanna að gera það.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 17:32
Valli hefur þú lesið ársreikning bankana?
Kemur allt fram þar.
Svo hefur FME stóreflst. Það eru endalausar skýrslur sem bankarnir þurfa að senda FME í hverjum mánuði. Ásamt skýrslum til Seðlabanka. Svo er fólk a furða sig á háum rekstrarkostnaði bankana.
Já... lestu reikningana og síðan máttu tjá þig.
Í fyrsta lagi er enginn banki að hagnast á skuldabréfi sem er í eigu gömlu bankana.
Í öðru lagi er auðvelt að afskrifa og skila hagnaði. Bankar afskrifa á hverju ári... en skila hagnaði.
Sem dæmi afskrifaði Landsbankinn 45milljarða vegna gengislánanna árið 2011(skoðaðu ársreikninginn 2011)en hann skilaði samt hagnaði. Hann var ekki eins mikill. Þessir 45milljarðar átu mikið af hagnaðinum upp.
Kynntu þér málið.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 18:25
Vogunarsjóðir hvað?
Erum við ekki að tala um heimilin?
Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2013 kl. 21:34
Getum talað um heimilin Guðmundur.
En þú veist mín afstöðu og þú veist mína.
Fyrir mitt leyti er að þessi afskrift mun kosta ríkissjóð milljarða en þín skoðun er að þú getur látið suldirnar hverfa hókus pókus.
Ég er raunsær en þú lifir í draumaheim.
En ég er þreyttu á að munnhöggvast við þig
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2013 kl. 13:14
meinti að ég veit þína og þú veist mína afstöðu
Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2013 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.