Framsókn vill í ESB

Mér sýnist Framsókn vilja í ESB. Þar detta niður tollar á landbúnaðarvörum við inngöngu. Getum þá flutt til ESB landa.

Að flytja mjólk til Kína er draumsýn? Vita Framsóknarmenn að það neyslutími mjólks er ekki langur?

kv

Sleggjan


mbl.is Vilja stóraukna matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

rétt rétt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 14:44

2 identicon

Neyslutími mjólkur er stuttur hjá sumum og lengri hjá öðrum.

En Geymslutími er mismunandi. Hann getur verið langur.

Stefán (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 14:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jújú, við náttúrulega siglum Norðurskautsleiðinna með olíunni úr Drekasvæðinu beint til Kína. Allt á næsta kjörtímabili. Þurfum bara að kjósa Framsókn svo þetta sér gerlegt.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 14:51

4 Smámynd: Sigurður Helgason

þurrmjólk fyrir börn til dæmis :)

Sigurður Helgason, 2.3.2013 kl. 14:52

5 identicon

G mjólk? Það er nokkuð greiðfært að sigla norður fyrir rússland og flytja síðan með lest yfir álfuna. Það þarfnast smá hugsunar og það er enginn búinn að skipuleggja þetta fyrirfram fyrir okkur, svo ég skil að latur maður myndi forðast þetta, en einhverntíman þarf að opna þessa flutningaleið, ef ísland á að geta þróast.

Siggi67 (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 14:53

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eða bara ganga í ESB og hætta með Kínadraumsýn sem er bara einhver átylla til þess að hætta að fjalla um ESB.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 15:10

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Líka alltaf gaman þegar stjórnmálamenn tala einsog viðskiptamenn

" jarðarbúum fjölgi um 200 þúsund á hverjum degi og að matvælaþörf heimsins verði 70% meiri árið 2050 heldur en hún er í dag. Þá muni til að mynda vanta mjólk á kínverskan markað sem nemi heildarframleiðslu Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna.
 
Ennfremur kemur fram að í ljósi fyrirsjáanlegrar þróunar matvælaverðs í heiminum, loftslagsbreytinga og takmörkuðu aðgangi að auðlindum til matvælaframleiðslu felist miklir möguleikar í að stórauka slíka framleiðslu hér á landi."

Ef þetta er svona bulletproof. Afhverju hætta þeir ekki á þingi og fari í atvinnurekstur og græða milljarða.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 15:49

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir pössuðu sig að nefna Kína. Og ekki nefna USA útaf ESB er að fara að gera samning við USA. Nú er Kína okkar helsti vinur.

Kúabændur hafa hækkað mjólkina gríðarlega eftir hrun. Samt segja þeir að þeir eru meira og minna á hausnum og þurfa að hækka verð.

Þeir eru í fullu barsli að selja mólk á hvað? 200kr líterinn?

Hvernig eiga Kínverjar sem eru með brot af kaupmætti Íslendinga að borga 400kr fyrir mjólkurlítrann (lagði flutningskotnaðinn ofan á)?

Fínt að snillingarnir í XB útskýrir það.

væri ekki betra að selja mjólk til Skotlands þar sem er styttri siglingaleið og meiri kaupmáttur?

En þá þarf að ganga í ESB. Alveg rétt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 15:55

9 identicon

Jarðabúum fjölgar um 200þúsund á dag árið 2013. Svo bara gefa sér það að engin breyting verði þar á næstu 40 árin.

Frekar einfald excel verkefni þarna á bæ. Hægt að reikna þessa snilli í huganum.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 16:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þeir hljóta að hafa verið blindfull í partýji einhversstaðar á Suðurlandi þegar þeim datt þetta í hug. Til Kína? Flytja íslenska mjólk til Kína?? Hahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2013 kl. 19:43

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er kómískt... en það sem er mest kómískt er að þessi flokkur er á fljúgandi siglingu

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2013 kl. 20:25

12 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Með tækni sem nú þegar er til er hægt að drekka mjólk sem komin er að minsta kosti þrjá mánuði yfir síðasta söludag.

Næg kæling og hreyfing á mjólkinni er nóg og ættu þeir að þekkja sem hafa farið á sjó og unnið ærlega vinnu...

Sjálfur hef ég drukið mjólk sem komin var þrjá mánuði framyfir síðasta söludag og ekki vottaði fyrir súru bragði eða kekkjum.

Svo vil ég bæta við að best er fyrir land og þjóð að halda sig fyrir utan esb, það eru ráðleggingar allra þeirra íbúa esb landa sem ég hef talað við... 

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 2.3.2013 kl. 22:36

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Selja mjólk sem er komin 3 mánuði fram yfir síðasta söludag? Ólafur, ertu framsóknarmaður?

En ok. segjum að þð sé hægt að koma venjulegri mjólk frá íslandi til kína þokkalega drykkjarhæfri - að heldur framsóknarfólk að það yrði gróði af því? Hvað er flutningskostnaður mikill?

Jafnframt, að þó við gefum okkur að einhver eftirspurn sé í Kína eftir mjólk tímabundið (vegna þess að framleiðsla innanlands í Kína er lengi bregðast við þessari eftirspurn því sögulega hefur lítill áhugi verið á mjólk í Kína) - að halda þeir þá að íslensk mjólkurframleiðsla sé samkeppnishæf við stórþjóðir í mjólkurframleiðslu?

Hafa þeir reiknað út hve ríkið þyrfti að styrkja slíkan útflutning mikið ÞESSI SNILLINGAR!

(Auðvitað eru þeir ekki búnir að reikna út hver á að borga þetta. Ekki frekar en þeir eru búnir að reikna út hver á að borga fyrir atkvæðin sem þeir ætla að kaupa í komandi kosningum.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2013 kl. 23:48

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ólafur þetta með Ómar Bjarka, hann hefur aldrei mígið í saltan sjó, þess vegna skilur hann ekki hvað þú ert að benda á í þinni athugasemd.

ESB og evru veit Ómar Bjarki allt um það finnst honum. En Ísland á að ganga í þetta hvort sem það er gott fyrir landið eða ekki.

Það síðasta sem ESBsinnar vilja er að Ísland leyti eftir sölumörkuðum annarsstaðar en í ESB ríki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband