Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Ástæðan fyrir atvinnuleysi í ESB.
Allir NEI sinnar segja að Evran sé ástæða atvinnuleysis. Ég hef alltaf sagt að það sé ekki evrunni að kenna heldur reglur á vinnumarkaði.
Þetta myndband útskýrir mína afstöðu á fyrstu fimm mínútum.
hvells
![]() |
Ekki einfalt að ganga úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En samt heldur þú að verðtryggingin, gjaldeyrishöftin og hátt verðlag á Íslandi sé krónunni að kenna? Er ekki tvískinnungur í þessu hjá þér?????
Jóhann Elíasson, 28.2.2013 kl. 20:29
Nei ég hef aldrei sagt það.
Verðtrygging er verðbólgunni að kenna sem dæmi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 20:47
Hinn bloggarinn sem hér talar (Sleggjan) hefur haldið fram að það sé krónunni að kenna að það sé:
Gjaldeyrishöft.
Hátt verð á innfluttum vörum (miklar sveiflur, erfitt að gera langtímaáætlanir fyrir fyrirtæki hér á landi).
Verðtrygging (ekki bein krónunni að "kenna" , en með krónunni er mikill óstöðugleiki sem ekki er hægt að búa við, Verðtryggingin er deyfilyfið sem þarf að losna við).
Með þessum skoðunum mínum er ég ekki með tvískinnung.
Í lokin vil ég blenda lesendum á að hver bloggfærsla og hver athugasemd er undirritað annaðhvort Hvells eða Sleggjan. Eftir því hver ritar. Enda erum við tveir með þetta blogg.
Kær kveðja
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 21:04
Af öllum mönnum sjálfur Van Roumpoy þessi þurr prumpulega forseta nefna Evrókrata skrifræðis valdsins í Brussel, sem enginn almenningur kaus nokkurn tíman til þessara áhrifa og valda hefur nú í hótunum við Breta.
Það er sem sagt enginn leið út.
Ágætt fyrir okkur að íslendinga vita þetta.
Því að ef einhvern tíma á einhverjum einum tímapunkti skildi verða naumur meirhluti sem kysi okkur þarna inn, þá væri enginn leið til baka, "one way ticket" og það yrði aldrei kosið aftur og tæknilegt búrokratískt flækjustigið svo yfirþymandi að kommandi kynslóðir íslendinga yrðu að sætta sig við forræði Brussel valdsins um aldur og ævi alveg sama þó svo að þau kærðu sig ekkert um það !
Eina leiðin væri að þetta bákn hryndi um sjálft sig eins og USSR skrifræðisvaldið gerði !
Gunnlaugur I., 28.2.2013 kl. 21:20
Reglur eru mismunandi á milli ESB landa.
Ef þú hefðir hoft á myndbandið fyrstu fimm mín þá hefður þú ekki þurft að gera þig að fífli með fávisku hér á blogginu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 21:39
Hvellur vill ekki að menn séu að alhæfa um skoðanir Hvells og Sleggju en alhæfir svo sjálfur um alla "Nei-sinna". Örlítil hræsni í því þykir mér.
Pétur Harðarson, 28.2.2013 kl. 22:24
Allir NEI sinna kenna evrunni um atvinnuleysi.
Ég hef ekki heyrt í neinum NEI sinna sem hefur ekki gert það.
Og ég hef verið að munnhöggvast við þetta lið núna í 6ár
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 22:30
Jaá, þetta er nú ansi frjálshyggjuleg framsetning.
arðandi þennan dóm ECJ sem þeir vísa í um frítíma og veikindi, þá er það byggt á dírektífi 2003/88/EC og það er í gildi hér og var mikil réttarbót fyrir verkamenn m.a. á Íslandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 23:18
Grafðu aðeins dýpra, ég tel mig vera svokallaðan NEI sinna, ég hef ALDREI sagt að atvinnuleysi væri evrunni að kenna. Því miður er þessi evru umræða og einnig umræðan um krónuna á miklum villigötum og er hvorugum hópnum til sóma, vort sem um er að ræða INNLIMUNARSINNA eða NEI sinna.......
Jóhann Elíasson, 28.2.2013 kl. 23:19
Þetta var vissulega réttarbót fyrir starfandi fólk. En hræðilegt fyrir atvinnulaust fólk.
Einsog segir í fosíðu myndbandsins "good intenstion gone wrong"
Ég efast ekki um að þetta var sett á útaf einhverskonar góðsemi... en þetta hefur valdið meiri atinnuleysi.
Þú sérð það Ómar. Með því að veita fólki frí á launum þá er það kostnaður.
Verkamenn fá bara lægri laun í staðinn.
Einsog frjálshyggjumaðurinn mikli sagði
One of the great mistakes is to judge policies and programs by their intentions rather than their results.
Interview with Richard Heffner on The Open Mind (7 December 1975)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 23:49
Jóhann
Segðu okkur þá afhverju þú telur að það sé mikið atvinnuleysi í ESB.
Þú veist mína skýringu.
Hver er þín?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.2.2013 kl. 23:50
Jú jú, það er ýmsar hliðar á þessu - en þetta ákv. atriði, rétt til sumarfrís og veikindi dragist frá - mér finnst þetta ekki rétta atriðið til að benda á eins og þau gera í þættinum. þetta meikar alveg sens. Ef maður er veikur - þá er það ekkert sumarfrí.
þarna vekur athygli að það var spænskur einstakling um að ræða og í fyrstu hafði undirréttur á spáni dlmt honum þessi réttindi. Einhver atvinnurekandasamtök á spáni áfrýjuðu til hæstaréttar sem aftur leituðu til ECJ sem staðfesti dóm undirréttar.
þessi réttindi hljóta alveg að gilda hér þá líka því Ísland hefur innleitt dírektífið. Efast um að nokkur ísendingur hefði hugmyndaflug til að fylgja eftir þessum rétti.
En þá kemur að Spáni sko, að réttindi þar eru að sumu leiri, sýnist mér, umtalsvert sterkari á sumum sviðum og sumum geirum atvinnulífs en þekkist á íslandi. þar hefur verið náð fram ýmsu varðandi starfsöryggi oþh. sem þætti skrítið her. Varðandi uppsagnarétt og slíkt. Að afar erfitt er að segja fólki umm í sumum tilfellum og þessvegna vilja menn meina að atvinnukaupendur forðist að ráða fólk til skams tíma eða hlutastörf eins og algengt er hér og þykir sjálfsagt. Slíkt atriði er etv. relevant varðandi atvinnuleysi á Spáni.
En að mínu mati er það ekki alveg afgerandi og ekkert úrslitaatriði. þ.e. réttindi starfsfólks. Mikið atvinnuleysi á Spáni er ekki alveg ný tíðindi. Var að rífast við einhvern um þetta fyrir stuttu og útúr því kom að það er ekkert mjög langt síðan að álíka atvinnuleysi var á Spáni og núna. það er fátt nýtt undir sólinni. það sem er áberandi við Spá er hátt atvinnuleysisstig ungmennaundir 25 ára. þar ber að hafa í huga menninguna. Menningin er soldið öðruvisi en hér. það þykir ekkert svo mikið mál að ungmenni séu atvinnulaus og búi heima hjá foreldrum. Við erum að tala um soldið öðruvísi menningu. Auk þess sem ógerlegt er að segja til um svarta vinnu ungmenna. það er mjög algengt að unglingar vinni hjá frændum og frænkum oþh. svart. Eg sá það meir að segja í virðulegri fræðilegri skýrslu. það er margt í þessu sko. Svo er allt annað veðurfar. Bara hiti og sól langtímum saman og fólk bara að chilla og sona.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2013 kl. 00:47
Ef það væri engin lágmarkslaun á spáni þá væri þetta unga fólk í vinnu.
Enda er það rétt hjá þér. Þau eru á svörtu kaupi sem barþjónar á benidorm (tek svona til orða) á launum sem er langt undir lágmarkslaunum.
Settu á 4:20 á myndbandinu
Heyrðir þú ekki dæmið með Ítalíu. Ef fyrirtæki fer yfir 10 starfsmenn verðuru að að fylgja öllum reglum um t.d stress um aldur og kyn og annað rugl.
ef það fer yfir 16 þarftu að hafa verkalýðskóng sem þarf að vera á launum 8 tíma á mánuði bara að sinna verkalýðsstöffi.
og næsti eftir 16 þarf að vera fatlaður
50 starmenn verða 7% að vera fatlaðar
Er þetta á Íslandi?
Einsog ég sagði.... þá eru reglur mismunandi eftir löndum ESB.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2013 kl. 01:10
Á Spáni þar máttu ekki reka starfsmann án þess að hafa hann á launum í 2ár. Hvaða atvinnurekandi mundi ekki hika við að ráða fólk? Kannski ráða svart í staðinn?
Ómar
Við höfum verið "vopnabræður" á þessu moggabloggi í langan tíma en ef þú telur að þessar reglur hafi ekkert áhrif á atvinnuleysi í þessum löndum þá ertu alveg útá þekju í þessu máli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2013 kl. 01:16
Jú, eg tek það fram, að í vissum tilfellum gæti þetta haft áhrif. Sérstaklega þegar samdráttur kemur. það hafa viss lönd verið nefnd til sögunnar í S-Evrópu. Að vandamálið sé þegar samdrátturinn kemur - að þá verði erfiðara að eiga við atvinnuleysið eða það taki lengri tíma vegna ósveigjanleika kerfisins. á þetta hafa ýmsir bent.
En þetta er samt, að mínu mati, ekki úrslitafaktor. Nema að því leiti að hugsanlega væri rétt að reyna að efla sveygjanleika vinnumarkaðarins í viðkomandi löndum til að reyna að koma hreifingu á dæmið.
En það er samt margt í þessu. Margar hliðar. Sumt er ekki alveg alslæmt og þetta kerfi í sumum S-Evrópu ríkjum á náttúrulega sína sögu og ástæður.
það sem kemur kannski íslendingum á óvart er - hve réttindi í vissum geirum eru sterk í S-Evrópu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2013 kl. 01:51
"vissum tilfellum gæti þetta haft áhrif"
Voða var þetta eitthvað aum játning hjá þér
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2013 kl. 08:06
Þarna er hann Hermann "Göring" þeirra í ESB, farinn að sýna Bretum hnefana. "Þið skuluð ekki voga ykkur að hóta úrsögn".
Og er nokkur furða þótt Bretar vilji út úr þessu ESB þar sem allt logar í illdeilum, sundrungu og spillingu, og þar sem tugir milljóna manna eru atvinnulausir, - sumsstaðar meira en helmingur manna, - og ástandið versnar stöðugt.
Dettur einhverjum í hug að Ísland eigi eitthvert erindi inn í þetta hörmungar ástand í ESB ?
Tryggvi Helgason, 1.3.2013 kl. 16:17
,,Voða var þetta eitthvað aum játning hjá þér".
Já. Enda var þetta ekki játning. Eg teku undir þitt sjónarmið þessu viðvíkjandi að vissu leiti - en alls ekki algjörlega. Alls ekki. það er punktur í þessu hjá þér.
Málið er að eg hef unnið verkamannavinnu. Eg er af verkamannafólki og bændum og kominn. Eg geri mér grein fyrir að ef ekki eru formleg réttindi til staðar handa verkseljendum - þá ganga verkkaupar bara á lagið.
Eg hef líka kynnt mér sögu verkamannabaráttu. það þurfti bókstaflega að berjast við þá Sjalla fyrir hverjum staf í réttindunum sem fengust eftir dúk og disk og ótal bardaga.
Eg vil ekki, alls ekki, tala niður réttindi verkamanna. Alls ekki. það er að sumu leiti afturför í verkamannabaráttu á Íslandi. Evrópudírektíf á síðari árum hafa verið mikil réttarbót.
En hitt er svo annað að réttindin sem um ræðir í S-Evrópuríkjum eru ekki beinlínis vegna Evrópureglugerða.
Eins og eg minnist áður á, þá er maður hálfundrandi yfir hve langt þeir hafa náð í réttindum sumsstaðar í S-Evrópu. Maður veltir fyrir sér hvernig í andskotanum þeir fóru að ná þessu fram.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2013 kl. 16:35
S-Evrópa hafa átt stjórnmálamenn sem eru ekki með pólitiskt frek og kjósendur sem eru veik fyrir líðskrumi og þekkja ekki efnahagsmál. Þannig fengu þeir þetta fram.
Það sem þú kallar "réttindi" eru eitthvað sem ég kalla good intentions gone wrong. Þessi réttindi bitna mest á ungu fólki og minnihlutagrúppum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2013 kl. 16:47
Ætla ekki í umræðuna í heild hér.
Vill stíga inn þar sem talað er um sumarfrí og veikindadaga.
Mér finnst það vera jákvætt fyrir starfsmenn. Við lifum bara einu sinni. Eigum okkar fjölskyldur sem við viljum verja tíma með. Svo verða allir veikir öðru hverju.
Þó frjáshyggjuhagfræðin segir að það auki á atvinnuleysi , þá segi ég bara so be it.
Við erum öll manneskjur þrátt fyrir allt.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2013 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.