Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Breiðu bökin
Samkvæmt Framsóknarflokknum er þetta fólk "breiðu bökin".
Með því að afskrifa verðtryggðu lánin þá þurfa lífeyrissjóðirnir að skerða lífeyrisgreiðslurnar vegna þess að lífeyrissjóðirnir eiga húsbréfin/skuldabréfin.
Takk Framsóknarflokkur.
Og XB er á fljúgandi siglingu.
Það er greinilegt að almenningur er alveg sama um eldri borgara.
hvells
![]() |
Krefjast leiðréttingar fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 06:29 | Facebook
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir töpuðu margfalt því sem nemur niðurfærslu verðbóta af íbúðalánum bæði í beinum lánum til sjóðsfélaga og íbúðalánasjóðs. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ryksuga sjóðina innan frá með ofurlaunum og vafasömum fjárfestingum. Það er regin misskilningur að lífeyrir sé verðtryggður því annars vegar sífelldar skerðingar (ekkert með hrunið að gera, heldur ekkert síður áður) sem og allskyns skerðingar í almannatryggingakerfinu og lífeyrissjóðakerfinu vegna áhrifa fjármagnstekna fólks, annarra tekna og samspils almannatryggingakerfisins, almenna lífeyrissjóðakerfis og séreignarlífeyrissjóðakerfisins, hreinsa burt allar vísitölubreytingar lífeyrisins og skerða hann.
Hvernig má það t.d. vera að maður sem unnið hefur fyrir góðum (almennum) launum og fékk yfirlit 1998 um hvers hann mætti vænta úr sínum sjóði fékk núna nýverið yfirlit frá sama sjóði og væntanleg greiðsla hafði ekkert hækkað á þessum 14 árum ? Greinilega enginn verðtrygging þar.
Hvaða vit er í því að taka út séreignarlífeyrissjóðinn og skerða þannig fjárráð framtíðarinnar til þess að geta greitt af stökkbreyttum verðtryggðum lánum sem m.a. eru fjármögnuð af lífeyrissjóðunum ?
Heildræn áhrif af því að leiðrétta verðtryggingu lána og/eða jafnframt afnema verðtryggingu til framtíðar mun hafa óveruleg áhrif á núverandi lífeyrisþega og gera framtíðarfjárhagsstöðu fólks á vinnumarkaðsaldri mun betri þegar kemur að þeirra lífeyristöku.
Lífeyrisþegar eru margir enn að greiða af húsnæðislánum og leiðrétting kemur þeim vel sem og öðrum. Án breytinga á verðtryggingu lána verða hins vegar stórir hópar fólks á komandi árum stórskuldugir þegar að töku lífeyris kemur og hann því ekki að nýtast fólki til framfærslu.
Jón Óskarsson, 26.2.2013 kl. 23:50
Það er einfaldlega rangt hjá þér að lífeyrissjóðirnir eiga ekki mikið undir.
Svo veldur þessi afskrift því að ríkið þarf að ausa hundruði milljarða í Íbúðarlánasjóð.
Alltaf gaman þegar fólk heldur að það er hægt að afskrifa hér og þar án þess að það hafi nein áhrif.
Svo kostar ekkert að afnema verðtrygginguna. Bara ein lagasetning.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2013 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.