Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Flottar tillögur hjá Dögun
http://www.xdogun.is/oflugar-adgerdir-i-thagu-heimila/
- Afnema verðtryggingu á neytendalánum
- Leiðrétta húsnæðislán
- Fjölga valkostum í nýju lánakerfi
- Setja þak á vexti
- Afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld
- Tryggja að veð takmarkist við veðandlag
- Lögfesta lágmarkslaun sem miðast við framfærsluviðmið
Þetta eru nú meiri tillögunnar.
Ég mér fannst sumt fólk í þessum flokki alveg raunsætt og gott. En það fólk er flest farið úr Dögun. Eftir eru einhverjir snillingar sem láta úr sér þessi loforð.
Þetta verður skemmtileg kosningabarátta.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"
"
Þetta mun skapa atvinnuleysi. Hvernig á bakarinn á horninu efni á því að ráða afgreiðslustelpu með tæplega 400þúsund á mánuði? Nema þá að hækka verð. Það leiðir til verðbólgu.
Nú þegar er hægt að taka óverðtryggt lán í næsta banka.
Hver ætlar að lána þér ef það sé þak á vexti? Þetta er svipað og að setja 10þúsund króna þak á iPhone 5. Hver mundi selja þér? Jú einhver sem smyglar símanum í landið og selur á svarta markaði. Lán virkar eins. Ef það er "hámarksverð" á láninu þá fer fólk bara á svarta markað til að fá lán. Er það betra?
"
"
Er í rauninni sammála þessu. Hef ekki kynnt mér þetta. Stimpilgjöld fara til ríkisins. Fínt að afnema það. En það er óþarfi að afnema uppgreiðslugjöld á frjálsum markaði. Ef uppgreiðslugjald skiptir viðskiptavininum það miklu máli mun samkeppnin afnema uppgreiðslugjaldið. En verður þá ekki vaxtamunurinn meiri? Einhverstaðar verður tekjutapið bætt.
afskirfa húsnæðislán?? Hver á að borga?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2013 kl. 12:01
Þessi flokkur er ekki á leið á þing. það er ljóst
sleggjan (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 16:51
BF bætist við. Verður fimmti flokkurinn.
Thats it
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2013 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.