Gaman af þessu

Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB

Vísir Innlent 13. desember 2008 10:09
Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar.
Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Bjarni og Illugi segja í aðsendri grein í blaðinu að krónan muni reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Þó megi ákvörðun um aðild ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilinn. Þeir segja að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála. Vextir hafi orðið ein helsta útflutningsafurð þjóðarinnar og því hafi gengi krónunnar orðið sterkara en verðmætasköpun þjóðarinnar gat staðið undir. Einkavæðing ríkisbankanna hafi þó ekki verið mistök en þeir telja að herða hefði þurft reglur um eignarhald bankanna. Þá hafi Fjármálaeftirlitið verið of veikt og benda þeir á að enn sé það aðeins með um 60% af mannafla Fiskistofu. 

Þá segja Bjarni og Illugi að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum. Þeir telja því nauðsynlegt að endurskoða kosningafyrirkomulagið. Hvert sú endurskoðun ætti að leiða skýra þeir ekki frekar.
 
http://www.visir.is/bjarni-og-illugi-vilja-adildarvidraedur-vid-esb/article/2008740050536
 
hvells 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þess vegna m.a eru HÆGRI GRÆNIR til í dag!  www.xg.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.2.2013 kl. 01:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Af hverju kalla þessir Hægri grænu sig ekki sínu rétta nafni; Þjóðernisjafnaðaflokkurinn. Skammast þeir sín fyrir eitthvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2013 kl. 01:50

3 identicon

GuðmundurFranklínvantarvinnuflokkurinn

sleggjan (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 08:59

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"birtum báknið" er eina sem mér líkar mjög vel við á stefnuskránni hjá HG.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2013 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband