Jón Steinsson hittir enn og aftur í mark

http://blog.pressan.is/jonsteinsson/2013/02/21/raeda-bjarna/

"Ég er eiginlega orðlaus eftir að hafa lesið ræðu Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Þar segir hann að „erlendir vogunarsjóðir“ hafi keypt kröfur á föllnu bankana „í gróðaskyni.“ Svo segir hann: „Þessar kröfur þarf að afskifa að verulegu leyti.“

Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en svo að í augum Bjarna séu til staðar góðir kapítalistar og vondir kapítalistar. Og að ríkið eigi að vernda góðu kapítalistana og herja á þá vondu.

Það fer væntanlega hrollur um alla þá sem eiga fé sem einhverju nemur á Íslandi. Hver og einn þeirra þarf að spyrja sig: Er ég góður kapítalisti eða vondur í augum Bjarna Benediktsonar? Nýt ég verndar hans eða mun ríkisstjórn undir forystu hans „afskrifa“ eignir mínar?

Bjarni talar um „erlenda vogunarsjóði.“ Erlent fjármagn mun þá væntanlega að mestu hugsa sig til hreyfings. Eða hver er munurinn á því að fjárfesta í skuldum fallinna íslenskra banka „í gróðaskyni“ og að byggja álverksmiðju á Íslandi „í gróðaskyni.“ Hvernig ætlar Bjarni að úrskurða um það hvaða eignir erlendra aðila á að „afskrifa“ og hvaða eignir á ekki að „afskrifa“?

Og af hverju ættu eignamenn að treysta því að Bjarni láti staðar numið við „erlenda vogunarsjóði.“ Hvað með vonda íslenska kapítalista?

Eitt er víst, ef ég væri eignamaður og Íslendingar kysu Bjarna til þess að halda niður þessa braut þá myndi ég sjá mér þann kost vænstan að styrkja Sjálfstæðisflokkinn hressilega fjárframlögum í þeirri von að hann úrskurðaði mig góðan kapítalista.

Og ef ég vissi að Bjarni eða fólk nátengt honum hefði illar bifur á mér þá myndi ég íhuga stöðu mína.

Er það þannig samfélag sem við viljum búa til á Íslandi? Samfélag þar sem Bjarni Benediktson fellir dóma um það hvaða kapítalistar séu góðir og eiga að njóta verndar og hvaða kapítalistar séu vondir og eiga að  vera „afskrifaðir.“

Það er einfaldlega ekki hægt að segja í einni setningu: „Ísland er réttarríki.“ Og í þeirri næstu: „Þessar kröfur þarf að afskrifa að verulegu leyti.“

Það væri eitt ef formaður Pírataflokksins talaði á þessum nótum. En svona ummæli eru ekki sæmandi formanni Sjálfstæðisflokksins.

(Ef ég hef misskilið Bjarna þá held ég að hætt sé við því að margir aðrir hafi gert það líka – m.a. erlendir fjárfestar. Þá þarf hann að skýra mál sitt.)"

 

Ég er sammála honum Jóni.

Skil ekki þessa endalausu árásir á Vogunarsjóðina sem keyptur kröfur föllnu bankanna.

Lilja Mósesdóttir hefur talað á þann veg. Hægri grænir og Guðmundur Franklín Einnig Nú er Bjarni kominn í hóp með Lillju Mós og Samstöðu og HG

 

Góður félagsskapur sem Bjarni er kominn í. Skoðanabróður Samstöðu þar sem réttarríkið er hunsað.

kv

Sleggjan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband