Allt fyrir alla

Ræðan hans Bjarna einkenndist af lýðskrumi.

Það á að gera allt fyrir alla. Allskonar fyrir aumingja.

Það á að eyða meira í bætur fyrir aldraða og heilbriðgisþjónustu. Svo á að gera eitthvaðfyrir heimilin.

„Við ætlum að ráðast að rót vanda heimilanna með skulda- og skattalækkunum,“

 

Sama tíma á að lækka skattana.

 

Þá segist Bjarni vilja endurskipuleggja íbúðalánamarkaðinn þannig að fólki bjóðist lán á sambærilegum kjörum og í nágrannaþjóðum okkar, óverðtryggð og á sanngjörnum kjörum. Með krónunni þá eða? Skrum?

Hann vill krónuna:

Bjarni gerði íslensku krónuna að umtalsefni. Hann segir ekki hægt að sætta sig við það að krónunni sé haldið í spennitreyju gjaldeyrishafta og því þurfi að afskrifa kröfur þeirra sem eignast hafa kröfur á föllnu bankana. Hins vegar er það staðreynd, segir Bjarni, að íslenska krónan verður gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. Hann segir það mikið hættuspil að taka upp nýjan gjaldmiðil þegar nauðsynlegar forsendur til þess skortir.

Formaður stærsta stjórnmálaflokks á landinu (samkvæmt skoðanakönnunum) á ekki að komast upp með svona tal.

kv

Sleggjan


mbl.is Sótt að öldruðum úr tveimur áttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Kommar eins og þið nafnleysingjarnir í felubúningnum geta sjálfsagt ekki skilið Bjarna. Það verður alltaf einhver prósenta af þjóðfélaginu sem er ekki hægt að hjálpa. Því miður

Halldór Jónsson, 21.2.2013 kl. 23:03

2 identicon

Hvort heldur þú ert SLEGGJA-HAMAR EÐA HVELLUR???? Þá held ég að gott væri fyrir "VERKFÆRI" eins og þig? Að hugsa aðeins málið áður en þú ferð að kalla fólk sem er á bótum AUMINGJA!!!! Hvað eru þeir sem eru kallaðir aldraðir í dag búnir að að þræla sér út í gegn um árinn svo að SLEGGJA EÐA HVELLUR eins og þú getið geta sleikt rjómann ofan öllu án þess að þurfa að hafa nokkurn hlut fyrir því, væri ekki ansi snjallt fyrir SLEGGJU eins og þig að hugsa aðeins málið áður en þú kallar eldra fólk, öryrkja eða hvaða fólk þú ert að tala um kannski atvinnulausa líka? Í fyrsta lagi þá á þetta fólk fullan rétt á sínum bótum og mættu þær vera mun hærri 100% hærri, enginn velur það að verða öryrki eða atvinnulaus!!! Enn öll verðum við þegar að fram líða stundir "Öldruð" og þú líka SLEGGJU skratti, fyrst þú ert að tala um aumingja hvað ert þú þá annað þegar að þú þorir ekki að blogga undir eigin nafni heldur notar "verkfærin þín" til þess?? Nei SLEGGJA-HVELLUR eða hvað sem þú ert þá skaltu að minnsta kosti eins og fyrr sagði hugsa þig vel um áður enn þú ferð að kalla fólk "aumingja" fyrir það eitt að vera orðið aldrað og búinn með langa erfiða starfsævi og eiga svo sannarlega skilið að eiga gott ævikvöld, öryrkjarnir sem lent hafa í slysum eða miklum veikindum eru ekki öfundsverðir af því að þurfa að reyna að lifa á þessum lúsarbótum sem þessi svo kallaða verferðar ríkisstjórn skammtar þeim og í ofan álag er hún búinn að vera með bæturnar í frosti síðan 2008 á meðan allt annað hækkar upp úr öllu valdi. sama er með það fólk sem misst hefur vinnuna og þarf að reyna að lifa af þessu bótakerfi, nei og aftur nei SLEGGJU skratti þú skalt ekki tala svona um þetta fólk, kannski þarft þú einn góðan veður dag að fara að reyna að lifa af bótakerfinu, hugsaðu um það SLEGGJA-HAMAR EÐA HVELLUR!! Heldurðu að þú yrðir sáttur við að vera kallaður "aumingi" þá?? Nei ekki býst ég við því???

Pálmar Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 23:26

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Pálmar

Ég tel að aldraðir skuli eiga góð ævikvöld. Ég var einungis að gagnrýna þá orðræðu Bjarna að hann sé að lofa auknum útgjöldum á sama tíma og lækka skatta án þess að útskýra nánar. Það er greinilegt að óbreyttu þá eykur hann skuldir ríkisins sem ríkið þarf ekki á að halda.

Þegar ég segi "allt fyrir aumingja" er ég að beina orðum mínum að Jón Gnarri og Besta flokkinum 

Ég hélt að það væri greinilegt því allskonar fyrir aumingja er orðinn frekar þekktur frasi í umræðunni í dag. 

Halldór heldur að kalda stríðið sé ennþá í gangi og kallar Sleggjunna Komma.

Ég er óflokksbundinn. Ég berst einfaldlega fyrir common sense. Ég er holdgerfingur heilbrigðrar skynsemi. 

Ég hef zero tolarance fyrir lýðskrumi, innantómum loforðum og svona ræðum eins og Bjarni var með.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2013 kl. 23:51

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það var nú samt sem áður, hvað sem sleggjan og hvellhettan segir, nokkuð heilsteyptur kjarni í þessari ræðu.

Það er alveg ljóst að vinnuhvati í okkar samfélagi er ekki til staðar í dag. Það vantar fólk til vinnu úti á landi, en það virðist frekar vera hægt að liggja í volæði í höfuðborginni en að bjarga sér...

Að vilja krónuna er "love & hate" samband. Ef þú villt ekki krónu og búinn að rakka hana í skítinn, hvernig ætlaru þá að borga fyrir annan gjaldmiðil?

Sindri Karl Sigurðsson, 22.2.2013 kl. 00:49

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er villandi að vera með einhver loforð í kringum nýjan gjaldmiðil. Næsta stjórn sækir um umboð til fjögurra ára. Þó að fengjum inngöngu í ESB í dag þá fengjum við ekki evruna á næsta kjörtímabili og jafnvel ekki þar næst heldur. Krónan er gjaldmiðillinn okkar í dag og verður það næstu árin. Þar skiptir engu hvað fólk vill eða vill ekki. ESB aðildarferlið er stopp og ber ríkisstjórnin ábyrgð á því. Ekkert hefur þokast í "samningaviðræðum" þó að þetta hafi verið eina raunverulega baráttumálið hjá stjórninni í 4 ár. Enn á eftir að loka 22 af 33 köflum í aðildarumsókninni og þar á meðal eru öll stærstu köflunum eins og landbúnaðar og sjávarútvegs köflum.

Pétur Harðarson, 22.2.2013 kl. 02:40

6 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"Ég er holdgerfingur heilbrigðrar skynsemi." HAHAHAHA!! þetta er það besta sem ég hef lesið hér á blogginu! Stórmennskubrjálæði á háu stigi! ;)

Charles Geir Marinó Stout, 22.2.2013 kl. 09:46

7 identicon

Hlustaði á Formann x-d í kastljósinu, þeir tekjuhæstu sem hafa offjárfest undanfarin ár, eiga að fá tekjuskattslækun, en þeir sem eru á lægstu laununum, með mörg börn og borga lítinn tekjuskatt,og jafnvel engan, eiga að fá vaxtabætur, einhverja þúsundkalla. LOL

Síðan kemur Villi fjárfestir, fram í fjölmyðlum, og segir að það hafi ekki orðið neinn Forsendubrestur við Hrunið, þegar dollarinn tvöfaldaðist í verði. LOL

Nú segi ég eins og skáldið forðum,eigum við ekki að færa þessa umræðu á aðeins hærra plan.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 10:46

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er full vinna að berjast fyrir heilbrigðri skynsemi. Svo margir eru opnir fyrir skrumi.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2013 kl. 11:19

9 identicon

Nú sannast hið fornkveðna, enn og aftur.

Sumir langskólagengnir eru ekkert sérlega vel menntaðir, á meðan sumir með mun styttri skólagöngu eru ansi vel menntaðir.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband