Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Lausnin er ávísunarkerfið í skólana
Það er ljóst að hið opinbera er seinvirkt og þau munu aldrei breyta skólakerfinu. Það er bara þannig. Sagan sannar þetta.
En ég er á því að við eigum að breyta skólakerfinu í ávísunarkerfi. það virkar þannig að peningurinn er fastur á nemandann en ekki skólana. Þá geta foreldrar valið skóla að vild. Skólarnir verða einkareknir og eru í samkeppni. Þá er hvati fyrir skóla að gera sem best því skólar sem standa sig ekki missa viðskipti.
Þetta er góð lausn því við fáum þá jákvæða við markaðinn þ.e samkeppnina. Og svo verður námið frítt venga þess að ávísunin verður borguð af hinu opinbera.
nánar hér http://en.wikipedia.org/wiki/School_voucher
Þetta hefur verið notað í svíþjóð með góðum árangri.
Núvernadi kerfi er ekki að virka.
Með ávísunarkerfinu þá getur hvaða kennari sem er stofnað skóla með hugmyndarfræði Hermundar og foreldrar geta þá valið þann skóla ef vilji er fyrir hendi.
Mun auðveldara en að ríkið reki sólana,einhæfa skóla.
hvells
![]() |
Við ættum að eiga bestu skólana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert.
sleggjan (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 09:59
Ta turfa væntanlega ad liggja skir log fyrir tvi ad ekki megi rukka mismikid i skolana svo allir komi jafnir ad bordinu
Aldis (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 20:28
Sæll.
Vandinn við þetta allt saman er að kennsla er ekki færibandavinna. Það er líka í tísku í dag að kenna alltaf öðrum um og fólk vill ekki líta í eigin barm - miklu þægilegra er einfaldlega að kenna skólum og kennurum um. Nú er ég ekki að segja að núverandi kerfi sé gallalaust en kúlturinn hérlendis er menntun mótdrægur - nema þegar kemur að því að unga út einhverju liði með gagnslaus háskólapróf. Erlendis hefur fólk mikinn metnað varðandi menntun barna sinna bæði í orði og á borði, hérlendis er þetta nánast eingöngu í orði :-(
Í núverandi kerfi getur ekki hver sem er stofnað skóla og rekið eftir eigin hugmyndafræði. Það sem stoppar það af eru lög um grunnskóla og aðalnámskrá. Kennarar hafa ekki frjálsar hendur, gallinn í dag er að verulegu leyti námskrárnar sem eru að segja kennurum of mikið fyrir verkum - þá fá góðir kennarar ekki að njóta sín.
Bretar reyndu kerfi fyrir nokkrum árum þar sem kennurum var umbunað fyrir háar einkunnir nemenda. Það kerfi var dæmt til að mistakast því kennarar höfðu prófin þá bara léttari. Hvaða kennari vill láta það koma niður á launaumslaginu að hann er með nemendur sem nenna engu? Árangur nemenda er ekkert endilega mælikvarði á kennarann, það skilja alltof fáir. Gott dæmi um að kennsla er ekki færibandavinna.
Hérlendis þarf samt að hleypa einkaaðilum í auknum mæli að á öllum sviðum - ekki bara heilbrigðiskerfinu heldur líka menntakerfinu. Aðalatriðið er að fólk geti valið. Sumir skólar geta þá rukkað há skólagjöld ef þeim sýnist svo og þá fá foreldrar væntanlega í staðinn minni hópa svo kennari hafi meiri tíma per nemanda.
Helgi (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 21:45
Hvað vitum við um hugmyndafræði Hermundar, annað en það sem blaðamaður segir okkur.
Ég held að blaðakonan Anna Lilja Þórisdóttir hafi eitthvað misskilið boðskapinn, þegar hún útskýrir:
"Í stuttu máli sagt er lagt er til að skóladagurinn hefjist á líkamlegri hreyfingu í klukkustund."
Hvernig í ósköpunum er það nú framkvæmanlegt, að nemendur í 450 nemenda skóla t.d. (sem er talin ákjósanleg rekstrarstærð grunnskóla í þéttbýli), séu í hörku líkamlegu púli inni í kennslustofunni í heilan klukkutíma, og það í fötunum sem þau eiga svo eftir að vera í það sem eftir er dagsins? Eftir leikfimipúl er mælt með góðri sturtu á eftir. Hvar eiga börnin að komast í sturtu?
Eða er kannski hægt að byggja fleiri leikfimis- eða íþróttahús við skólana, svo allir geti verið að sprikla fyrstu klukkustund dagsins? Þarf þá ekki skattborgarinn heldur betur að taka upp veskið og sveitarfélögin að rýma til á skólalóðunum fyrir nýjum byggingum?
Ef Anna Lilja hefur þetta samt rétt eftir, hlýtur eitthvað að vera að þessum Hermundi Sigmundssyni. Kannski orðið fyrir einhverju alvarlegu einelti á sinni skólagöngu? Hann er gjörsamlega "úti að aka" hvað varðar uppbyggingu og skipulag skólahalds í þéttbýli, sem er með nákvæmlega sama hætti um öll Norðurlönd og þótt víðar væri leitað.
Hvaða bull látið þið út úr ykkur, Sleggja og Hvellur? Eruð þð virkilega að mæla með því að sérskólar verði stofnaðir um allar tryssur? Slíkt yrði einungis vatn á myllu sértrúarsafnaða eins og Aðventista, múslima, kaþólikka og jafnvel Hvítasunnumana. Við fengjum sams konar öfgar í samfélagið og nú tíðkast í USA.
Að mínu mati er lang farsælast að flest öll börn sæki sömu sveitarfélags- eða ríksskólana, þar sem lögð er áhersla á að nemendur af mismunandi uppruna og efnahag kynnist áður en þau takast á við framhaldsskólana og fagskólana.
En víða á Íslandi og í nágrannalöndum okkar er að finna afskekkt þorp eða dreifbýlissamfélög þar sem nemendur ná ekki þeim fjölda að hægt sé að reka skólana á jafn hagkvæman máta og í þéttbýli. Í slíkum skólum er hægt að gera tilraunir á borð við þær sem Hermundur hugsar sér, þ.e. "að skóladagurinn hefjist á líkamlegri hreyfingu í klukkustund."
Veit Hermundur virkilega ekki að það er einmitt mest lögð áhersla á að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna fyrstu 3 - 4 veturna?
Það má hins vegar kenna börnum meira upplestur og framsögn þegar þau eru orðin nokkuð vel læs á 4. - 7. vetri eða svo. Slíka kennslu vantar tilfinnanlega, en Hermundur minnist ekkert á það.
Svo má auðvitað beita meira nútíma tækni við að uppfræða börnin, og veita þeim heilsusamlegra og þægilegra umhverfi. Margir skólar á Norðurlöndum, já og í USA halda hvorki vatni né vindi. Þjakaðir af myglusveppum. Hermundur minnist ekkert á slík undirstöðuatriði.
Hann er einfaldlega of mikill NÖRD.
Sigurður Rósant, 19.2.2013 kl. 21:53
ter finnst vandamal ad skolar seu stjornad a tann hatt sem tu vilt ekki. en ef foreldri vill senda krakkann sinn i hvitasunnuskola ta a tad ad vera i lagi. er tad betri sidfrædi ad neyda folk i skola sem teir vilja ekki faa i?
tetta kerfi eflir fjolst val enda er lifid okkar allra sem snuast um tad. frelsi til ad. velja
hvellurinn (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.