2,5%

Er einhver banki að sýna 0% verðbólgu?

Hvaða banki?

Farið á alla heimasíðu bankana og inná reikninvél. Þar kemur sjálfkrafa 2,5% verðbólga. Sem er VERÐBÓLGUMARKMIÐ SEÐLABANKANS.

Ekki er það almenningi að kenna þegar stjórnmálamenn kunna ekki að stjórna efnahagsmálum á þessu landi og hækka skatta sem gíra upp verð ásamt því að koma verðbólgu af stað með launaskriði.

Nú eru stjórnmálamenn að kenna bönkunum um sitt eigið vanhæfni. Helgi Hjörvar er vanhæfur og er að leyna almenningi það.

 

Ég skora hann á að fara á heimasíðu bankanna og Íbúðalánasjóð.  

hvells 


mbl.is Verða að upplýsa lántakendur betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg segi fyrir minn hatt, að eg skil ekki þessa umræðu.

Og þarf ekki það sama að gilda með óverðtryggða breytilega vexti? þ.e.a.s. að þeir breytist við hækkandi verðbólgu.

Jafnframt, eins og eg hefð áður sagt, er bókstaflega einkennilegt að heyra það, að íslendingar viti ekki að lán bundið vísitölu taki breytingum í takt við hina sömu vísitölu.

En þarna kemur samt fram, eins og mig grunaði, að þetta álit er bara almennt um efnið. Ekkert mat lagt á framkvæmd verðtryggingar hingað til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2013 kl. 00:27

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ákveðin skrílslæti í þjófélaginu í dag og stjórnmálamenn spila með.

Það nalgast kostningar

Ég er viss að hver einasti þingmaður margbrítur sitt prinsipp fyrir áframhaldandi þingsæti... sérstaklega XS og VG... þeir tapa mest.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er einhver banki að sýna 0% verðbólgu?

Jább. Það er nebblega einmitt lóðið. Ekki í vefreiknivél heldur lánssamningnum sjálfum. Í mörgum þeirra vantar alveg greiðsluáætlunina, árleg hlutfallstala kostnaðar er mjög sjaldgæf og undantekningalaust röng á þeim fáu samningum sem hún kemur fyrir. Þegar hana vantar má ekki rukka lánskostnaðinn, það er alveg á hreinu. Alveg sama hvað einhver vefreiknivél gerir, og svo voru þessar vefreiknivélar almennt ekki kynntar fyrir lántakendum enda liggur ekkert fyrirskjalfest um neitt slíkt. Hvergi.

Já. Þetta er svona slæmt.

Hélstu að við værum á einhverjum tímapunkti að grínast með þetta?

Þetta er ekki vanræksla stjórnmálamanna, heldur voru það einmitt þeir sem settu lög sem gilda um þetta, en því miður hafa þau verið brotin. Vanrækslan er öll af hálfu lánveitenda, sem hafa virt lög um neytendalán að vettugi í tuttugu ár. Alveg eins og með gengistrygginguna eigið þið líklega eftir að mæla gegn öllu sem er gott fyrir almenning og halda því fram að þetta sé bull og við séum innbyggjarafífl sem eruð að útskýra þetta fyrir ykkur.

En mér er bara hreinlega skítsama. Og nákvæmlega hérna kemur bunan:

Ekkert mat lagt á framkvæmd verðtryggingar hingað til.

Jú, það var einmitt framkvæmd verðtryggingar hingað til hér á landi sem er eingöngu lagt sérstakt mat á í þessu tilviki.

Það sem álitið segir er ekkert annað en það sama og lögin segja: Ef ekki er gerð grein fyrir einhverjum hluta lánskostnaðar, þar með talið verðbótum, í greiðsluáætlun og árlegri hlufallstölu kostnaðar, þá er óheimilt að innheimta þann kostnað. Sem þýðir að ef greiðsluáætlun segir 0% verðb. þá er lánið í raun óverðtryggt. Ef árleg hlutfallstala kostnaðar segir 0% eða er ekki birt, þá er lánið ekki aðeins óverðtryggt heldur einnig vaxtalaust.

Þetta er, í raun og veru, svona einfalt.

Það sem er hinsvegar talsvert flóknara  er að reyna að spá fyrir um það hversu lengi Ómar Bjarki og félagar munu engjast hér á blogginu og víðar í krampaköstum yfir því að veruleikinn skuli ekki vera sá sem af einhverjum skrignilegum hvörtum þeir óska sér kannski að hann væri. Eða eitthvað.

Góðar stundir. Lifið heil.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 00:58

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fasteign er stærsta fjárfesting lífs þíns.

Þú ert að skuldbuni þig uppá tugi milljarða til tugi ára.

Ef þú getur ekki farið og skoðar reininvél á netinu þá ertu algjörlega vanhæfur að taka lán yfir höfuð.

Þú vilt að bankar komi fram við fólk einsog þau eru smákrakkar með ekkert fjármálavit.

Ef fólk er ekki að fara inná netið þá hver ég fólk til að fara á þinn banka netsíðu. Klikkaðu á reikninvél og settu inn upphæ láns og gerður ráð fyrir 6% verðbólgu. Þá ætti ekkert a koma þér a óvart.

ég fór yfir þetta mál hér

http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1283538/

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 01:03

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú vilt að bankar komi fram við fólk einsog þau eru smákrakkar með ekkert fjármálavit.

Ég kann alveg að nota svona reiknivél.

En þessar reglur eru samdar í Evrópusambandinu.

Vinsamlegast ekki ætla mér það að þetta snúist um hvað ég vil.

Þetta snýst um það hvað lög og reglur og tilskipanir kveða á um.

Langar þig í alvöru að hafa rangt fyrir þér í einu slíku málinu enn?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2013 kl. 02:26

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Íslendingar eiga kannski að velta þeirri stóru spurningu fyrir sér, hvernig form viljum við hafa á húsnæðislánum okkar...

Eru húsnæðislán til almennings eingöngu veitt til þess að græða á þeim eða eru þau veitt til þess að hjálpa fólki að koma þaki yfir höfuð sér og þar með öryggi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.2.2013 kl. 08:08

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að sjálfsögðu á að veita lán til þess að græða á þeim.

Ástæðan fyrir hruninu á Íslandi OG USA er vegna ríkisbatterí á húsnæðismarkaðinum. Eru allir búnir að gleima Freddie Mack og Fannie Mae?

Svo er almenningur að tapa hundruði milljarða á Íbúðarlánasjóð. Félagsrekin íbúðarlán eru stórhættuleg.

Guðmundur

Ég hef aldrei haft rangt fyrir mér.

En ég er ekki að munnhöggvast við þig um reglur og tilskipanir. Eina sem ég er að segja að ef þú ferð á reiknivél á netinu þá kemur 2,5% verbólga sjálfgefið og ég er að mæla með að fólk fari á reikninvél og sjái fyrir sig framtíaðrgreiðslur.

Það er alveg lágmark ef þú ert að fara að taka tugmilljóna lán til 40ára

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 09:00

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það ætti ekki að miða við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Mæli með að skoða verðbólgu aftur í tímann og finna meðaltalsverðbólguna og nota hana.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 10:27

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fréttinni segir

"

Veitendur verðtryggðra lána munu ekki geta sýnt fólki útreikninga byggða á 0% verðbólgu, heldur verður að upplýsa um kostnaðinn með verðbótum, verði tillaga efnahags- og viðskipanefndar um breytingar á frumvarpi til neytendalánalaga samþykkt.

"

0%verðbólgu????   Er einhver að því?    Ég bendi á reikninvélar bankana

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband