Mánudagur, 18. febrúar 2013
Trúverðugleikinn horfinn
Samfylkingin vill í ESB. Hún segist geta uppfyllt Maatricht skilyrðin og tekið upp evru og agaðri hagstjórn.
Það liggur núna ljóst fyrir að Samfylkingin er ekki með nógu sterkt pólitiskt þrek sem þarft til að reka agaða hagstjórn. Þessar launahækkanir munu auka skuldsetningu ríkisstjóðs og hleypa af stað verðbólgu þegar aðrar stéttir krefjast sömu launahækkana.
Tekið frá Ísland 2020 http://www.forsaetisraduneyti.is/2020/efnahagsmarkmid/
Efnahags- og þróunarmarkmiðin eru:
- Að opinberar skuldir verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020.
- Að verðbólga árið 2020 verði ekki yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, þ.e. nú ekki hærri en 2,5%.
- Vextir (langtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir.
Hvernig ætlar Samfylkingin að ná þessum markmiðum með þessu áframhaldi. Hvað þá að taka upp evru.
Samfylkingin er búin að missa allan trúverðugleika í þessu ESB máli og kemur þetta frá mér sem er mikill ESB sinni og hef barist fyrir ESB núna í 6 ár hér á blogginu.
Ekki lengur. Ég er hættur að reyna.
hvells
![]() |
Tíu hafa óskað eftir viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Athugasemdir
Elsa B þarf að svara fyrir ummælin sín
http://www.ruv.is/frett/haekkun-launa-valdi-ekki-launaskridi
PR MEISTARAR ÍSLANDS SEGJA:
"Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að hækkun launa hjúkrunarfræðinga eigi ekki að valda launaskriði því yfirlýsing stjórnvalda taki einungis til sérhæfðra stétta innan heilbrigðiskerfisins"
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 13:44
Barátta ykkar ESB sinna er fyrir löngu gjörtöpuð, það eruð þið reyndar búnir að vita nokkuð lengi.
Gunnlaugur I., 18.2.2013 kl. 14:05
Til hamingju með að hafa vitkast svolítið ;-)
Hvernig er hægt að segja að launaleiðrétting orsaki verðbólgu þegar verðbólgan orsakaði þörfina fyrir launaleiðréttingu?
Á fólk að sitja undir því að sjá launin lækka og lækka vegna verðbólgu sem það hefur á engan hátt orsakað, vegna þess að launaleiðréttingin orsaki annars verðbólgu?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 14:42
Sæll.
Evru sinnar hafa nefnilega allir algerlega litið framhjá Maastricht skilyrðunum. Þess vegna hefur allt þetta evru tal virkað afar ótrúverðugt.
Þú færð prik hjá mér fyrir að viðurkenna þetta og fatta! :-)
Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 14:51
@Bjarni
Þetta kallast launahækkun. Ekki launaleiðrétting.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 15:21
Í raun var ég ekkert lengi að fatta.
Þetta var að koma í ljós rétt núna. Þ.e að hækkun hjúkkurnar gengu í gegn og þar með er allur trúverðugleiki samfylkingarinnar horfinn þegar kemur að aga í fjármálum ríkisins.
Þetta gerðist nýlega (reyndar hafði ákveðin aðdraganda en ég trúiði þessu ekki fyrr en ég sá það) en launahækannir eru bara nýlega gengnar í gegn. Þannig að segja að "ég hafi loksins fattað þetta" er bara bull og veitleysa því þetta eru nýjar fréttir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 15:25
Bjarni
Launaskrið eykur verðbólgu og fjárþörf ríkisins sem eykur þörf á peningaprentun sem aftur eykur verðbólgu.
Sú staðreynd að laun voru ekki að halda við verðbólgu er einfaldlega vegna þess að laun voru alltof há í góðærinu. Núna eru þau fín. Hafa semsagt "leiðrétts" einsog þú kallar það. En við að hækka laun aftur mun það auka verðbólgu.
Þannig er það nú.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 15:27
Til þess að fá varanlega launahækkun þarf. Hagvöxt, meiri framleiðni, afgang við viðskiptum við útlönd og hagkvæmni.
Hjúkkunar völdu samt þann pól að væla út hækkun, en það kemur í bakið á þeim.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 17:10
Er það ásættanlegt að þínu mati að kosið verði um samning vor 2015 ? eins og fjárm.ráðherra og fleiri hafa talað um.
Óðinn Þórisson, 18.2.2013 kl. 17:13
Stefán aðalsamningamaður sagði um daginn vonast til að málin færu að skýrast 2015...
GB (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 17:52
Það væri betra að klára þetta fyrr en vor 2015 er fínt ef menn gera þetta vel.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 17:52
Ég er aðeins orðinn ruglaður hvort ég er að tala við Sleggju eða Hvell en hvort sem er, þá er eðlilegt að laun mæld t.d. í evrum hafi lækkað við hrunið,hágengið var óraunhæft.
Það er á hinn bóginn óeðlilegt það sem er að gerast í framhaldinu. Viðvarandi verðbólga sem stafar ekki lengur af hruninu heldur af viðvarandi peningaprentun. Það er sú verðbólga sem er ólíðandi, hún veldur lækkandi launum og því eiga launþegar engan kost annan en að krefjast leiðréttingar. Viðvarandi verðbólga kallar semsagt á launakröfur sem svo aftur valda verðbólgu. Allt þetta væri óþarft ef stjórnvöld stæðu sig í því að hveða niður verðbólguna.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 18:39
Við skrifum undir hverja athugasemnd. hvells = hvellurinn sleggjan = sleggjan
En ég er sammála sleggjunni
"
Til þess að fá varanlega launahækkun þarf. Hagvöxt, meiri framleiðni, afgang við viðskiptum við útlönd og hagkvæmni."
við eigum einfaldlega ekki pening fyrir þessum launahækkunum á þá veldur það verðbólgu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 19:00
hvell=hvellurinn.
sl= Sleggjan.
Undirskrift undir hverja bloggfærslu og hverja athugasemd. Ætti ekki fara milli mála.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:46
Sleggja og Hvellur, þið ruglið saman áhrifunum af hruninu og svo viðvarandi verðbólgu eftir hrun.
Hér eru t.d. útreikningar bloggara á verðhækkunum frá 2012 til 2013. Viðkomandi fær út að hjúkrunarfræðingur með 400.000 króna laun þurfi 10% hækkun til að halda í við verðbólguna síðsta ár, en megi teljast góður að fá 6.5% út úr samningum. http://koala.blog.is/blog/koala/entry/1282802/#comment3410169
Þetta kallar þú Sleggja, væl í hjúkkum. Í dæminu að ofan þá hafa 3.5% farið úr launaumslaginu vegna verðbólgu þrátt fyrir 6.5% leiðréttingu. Verðmætin þau hafa farið í vasa þeirra sem búa til peninga og valda þannig verðbólgunni. Þið félagarnir getið eytt síðkvöldunum í að finna út hverjir það eru!
Vandinn með heilbrigðisstéttirnar eftir hrun er sá að við verðleggjum okkar hagkerfi lágt miðað við nágrannalönd og það myndar "sog" á að þetta starfsfólk fari og vinni erlendis. Þetta er erfiður og illleysanlegur vandi á meðan gengið er lágt en þá er líka alger óþarfi að auka á hann með stöðugri launalækkun í viðbót vegna verðbólgu.
Hitt er svo annað mál að það á við um allar launastéttir að verðbólguþjófnaðurinn upp úr launaumslögum er ávísun á vinnudeilur og verkföll - algjörlega að óþörfu ef stjórnvöld stæðu sig í að halda niðri verðbólgu sem á að vera þeirra helsta hlutverk og þá með því að stöðva útgáfu peninga en ekki að heimta af launþegum að þeir sætti sig við stöðugar launalækkanir af hennar völdum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 08:54
Bjarni
Það er ekkert náttúrulögmál að laun skuli fylgja verðbólgu minn kæri.
Það verður að vera einhver framleiðsla og hagvöxtur.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 19.2.2013 kl. 10:32
Úr því að þið áttuðuð ykkur (a.m.k. Hvellurinn) á gagnsleysi ESB umsóknar þá eigið þið góða möguleika að sjá í gegnum blekkingarvef verðbólgunnar, en greinilega er þó enn smá bið á því ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.