Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Hannes Hómsteinn v.s Þórólfur Matt
Ég var að lesa viðskiptablaðið í dag og þar er viðtal við Hannes. Blaðamaður spyr hann hvort hann hefur lent uppá kannt við samkennara sína. Hann gefur okkur þessa dæmisögu:
"Mér er minnisstætt þegar ég
sat í makindum mínum inni á kaffistofu kennara í Odda
í Háskólanum, nánar tiltekið þann 23. október 2008, og
var að spjalla við samkennara mína. Ég sat þá í bankaráði
seðlabankans sem mikið hafði mætt á dagana á undan.
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor vatt sér þá inn
gneypur á svip, fékk sér kaffi við skenk sem þar er, sneri
þögull bakinu í okkur og þrammaði síðan út. Í dyrunum
sneri hann sér við og öskraði á mig af öllum lífs og sálar
kröftum: Djöflastu til að segja af þér, helvítið þitt! Ég
get ekki sagt að þessi kveðja hafi snortið mig, en ég varð
alveg steinhissa. Menn gera sjálfum sér meira mein með
svona framkomu en mér.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2013 kl. 07:16 | Facebook
Athugasemdir
Þórólfur var væntanlega að tala um að segja af sér í stjórn Seðlabankans þar sem hann sat í stjórn og besti vinur hans seðlabankastjóri. Náðu í sameiningu að setja eitt stykki Seðlabanka á höfuðið.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.