Sunnudagur, 17. febrúar 2013
"Forsendubresturinn"
Hér er mynd af 20milljóna 40ára verðtryggðu láni miðað við 6% verðbólgu. Eins og sjá má á myndinni (bláa línan) þá hækkar höfuðstóllinn jafnt og þétt yfir líftímann. Hann nær hámarki í 42milljónir eftir sirka 30 ár. Eftir það lækkar höfuðstóllinn gríðarlega.
Í stuttu máli þá varð enginn "forsendubrestur". Þetta hefur alltaf legið fyrir. Að höfuðstóll mun hækka sé miðað við verðbólgu síðustu tugi ára. Sem er lang eðlilegast.
Að kalla þetta forsendubrest er bara vitleysa og bendir til þes að viðkomandi hefur ekki hundsvit á fjármálum og ætti því ekki að skuldsetja sig upp í rjáfur.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
þetta er alveg ótrúlegt. Og það er ekki eins og þetta hafi ekki vrið skýrt út áður. það er margoft búið að fara í gegnum þetta. Ennfremur eru tvennskonar greiðslufyrirkomulag, jafnar greiðslur (annuitet) eða jafnar afborganir af höfuðstóli.
En það er bara eins og þetta fari inn um annað eyrað og jafnóðum útum hitt hjá mörgum. það er bara tönglast á ,,forsendubrestur" og ,,lán hækkar".
það er eins og það komu einkennilega flatt uppá margt fólk að lán þurfi að greiða til baka plús vexti. Nei nei, þá er það bara ,,vondu fjármálakerfi" að kenna. Fólk vill barasta ekkert borga.
þetta er algjörlega kostulegt. Og flest allir flokkarnir ætla að gera útá einhverja svona vitleysu til að komast inná þing eftir 2 mánuði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2013 kl. 22:25
Framsóknarflokkurinn sem byrjaði þessa vitleysu fer fremstur í flokki þegar kemur að líðskruminu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 22:48
http://skeggi.blog.is/blog/skeggi/entry/1123322/
Skeggi Skaftason, 17.2.2013 kl. 23:13
Mjög góð færsla hjá þér Skeggi og segir allt sem segja þarf.
Og kommentið fyrir neðan fæsluna er epic!!!
Sést inn í hugarheim skrílsins.
Þessi skjámynd er í raun algjör snilld og summerar upp ruglið í Íslendingum seinustu ár... gullmoli fyrir sagnfræðinga
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 23:19
Hvenær ætli banki hafi sett inn 6% verðbólgu þegar hann birtir greiðsluáætlun á láni til 40 ára....?
Ég hugsa að það hafi ALDREI gerst.
Annars er þessi umræða um foresndubrest að deyja út, nú verður einfaldlega látið reyna á lögmætið.
Þó má teljast nokkuð víst að það verði bankarnir sem tali næst um forsendubrest.
Forsendubresturtinn mun þá líklega á ný snúast um að það sé ósanngjarn forsendubrestur að þurfa að fara að lögum.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.