Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Kökubaksturinn
Katrín hefur enga þekkingu á efnahagsmálum.
Höfum þá staðreynd á hreinu.
Hennar helsta innlegg í efnahagsmál var grein til höfuðs XD þar sem hún gagnrýndi að á kökubakstri fylgi mikið sykurát.
Þetta er manneskjan sem samþykkti að byggja Hörpuna án auka kostnaðar. Sá kostnaður er kominnn upp í fimm milljarða.
Hún er með BA í frönsku eða eitthvað álíka þannig að það er óþarfi að ljúga að Íslendingum að hún hafi verið að reisa efnahagslífið við. Við skulum halda okkur við staðreyndir.
Á móti kemur þá eru fjölmargir sem eru í VG sem hafa ekki hundsvit á efnahagsmálum og skilja bara kökubakstur og sykurát og höfðar hún þá vel til þeirra.
hvells
![]() |
Katrín býður sig fram til formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisstjórn undir hennar forrystu væri þá Katastroffa?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 12:06
Sæll.
Óhætt er að segja að allir sem fylgja VG að málum vita ekkert um efnahagsmál enda er þeirra stefna sú hin sama og beðið hefur skipbrot víða um heim. Heldur t.d. einhver heilvita maður að uppgangur landa eins og t.d. Kína og Indlands, sem voru sósíalísk lönd, sé tilviljun? Eitthvað hlýtur að hafa breyst, hvað var það sem breyttist?
Ef fréttamenn vissu eitthvað um efnahagsmál tæki ekki nema örfáar mínútur að láta stjórnarþingmenn líta út eins og fíflin sem þeir í reynd eru frammi fyrir almenningi. Hagfræðideildir háskóla heimsins bera líka mikla ábyrgð enda stórfurðulegt að heyra fólk menntað í efnahagsmálum halda tómri dellu fram sem stenst enga skoðun. Átti ameríski stimulus pakkinn ekki að bjarga öllu? Ríma loforðin um það við veruleikann? Samt eru menn enn að gæla við þessar hugmyndir!?
Stjórnarflokkarnir og aðrir sem hafa sömu/svipaða stefnu og þessir flokkar bera ábyrgð á því að Vesturlönd eru í reynd gjaldþrota. Fjárfestar munu kveikja á perunni innan örfárra ára. Heldur t.d. einhver að ríkissjóður Íslands hafi efni á að borga 370 milljarða í vexti á árunum 2012-2016? Þá eru ótaldir hundruðir milljarða í lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna sem menn þora ekki að ræða :-( Staðan er svipuð víða á Vesturlöndum, kanarnir standa t.d. frammi fyrir að borga 100 trilljónir $ á næstu ca. 20-30 árum en þeir peningar eru einfaldlega ekki til!!
Það er ekki ókeypis að klúðra efnahagsmálum heillar þjóðar :-( Verst að sakleysingjar eins og ég þurfum að borga fyrir annarra manna mistök!! Lengi lifi sósíalismi og stór opinber geiri!!
Helgi (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 12:55
Lögfræðingurinn Davíð Oddsson var forsætisráðherra í tíu ár. En hafði þó nokkra efnahagsráðgjafa. Katrín mun væntanlega vera með ráðgjafa líka.
En ákvörðun hennar í Hörpumálinu er henni ekki til framdráttar.
Hún skorar fullt af atkvæðum fyrir að vera eina konan sem er formaður. Alþýðan er auðkeypti fyrir svoleiðis.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 12:56
Það er hægt að kyppa þessu í lag.
Lönd þurfa að draga úr umfangi hins opinbera gríðarlega.
Hið opinbera á ekki að vera nema 10% af landsframleiðslu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 16:01
Klárlega hefur lítið komið frá henni sem menntamálaráðherra. Það eru 7 háskólar eða svokallaðir háskólar með gríðarlegri yfirbyggingu og í stað þess að breyta um kúrs og endurskipuleggja frá því draumsýnin var fjármálastórveldið Ísland og hundruð hagfræðinga, viðskiptafræðinga og lögfræðinga (já úr 4 skólum) eru menntaðir á þessir litlu 300 þúsund manna eyju meðan við höfum ekki mannskap í að endurreysa Ísland og byggja upp þjóðfélagið. Þar vantar efnafræðinga, verkfræðinga, fólk með mikla stærðfræðimenntun og fólk með æðri menntun á forritun/hugbúnaðargerð en við erum með gláss af fólki með létta tölvumenntun en vantar þungaviktarfólk enda segja CCP menn að þetta fólk komi ekki úr íslenska skólakerfinu. Það er heinlega verið að sóa mannauði í ódýra háskólamenntun þar sem fólki er troðið í sem ódýrast nám því ekki má þetta kosta. Já við fáum fólk með menntun sem engin er þörf er á. Það er þó skömminni skárra að fólk með frönsku eða bókmenntir en ofgnótt af óþarfa viðskiptafræðingum eða lögfræðingum.
Ragnar (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 18:01
Vissulega má deila um að margir eru viðskiptafræðingar og lögfræðingar. En það leiðir til þess að aðiens bestu viðskipta og lögfræðingar eru ráðin í flottustu og bestu fyrirtækin á Íslandi.
Þa veldur því að mörg af okkar útflutningsfyrirætkjum eru vel samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Því viðsptafæðimenntun og lögfræðimenntun eru vissulega mikilvæg þekking í hverjum rekstri.
Svo betur fer hefur orðið ákveðin vakning á Íslandi varðandi tæknigreinar. HR er að standa sig gríaðrlega vel að efla tölvunarfræði og verkfræðideild og sífellt fleiri nemar stunda þessi nám.
Það jákvæða er að þetta er að breytast. Það eru ennþá fjölmargir nemar í viðskiptafræði og lögfræði en fjölgun nemanda hafa verið aðila á raungreinasviði. Og því ber a fagna.
Ég vill frekar að horfa á þennan árangur með jákvæðum augum. Góðir hlutir gerast hægt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2013 kl. 20:29
Þróunin gerist seint. Vandamálið er að raungreinakennslan er dýrara nám og verkmenntakennslan ennþá dýrara. Á Íslandi er kostnaðurinn á hvern háskólanema lægri en á hvern grunnskólanema. Í venjulegum löndum fá Rannsóknarháskólar 2-5 sinnum meiri framlög en kennsluháskólar á Íslandi fær Háskóli Reykjavíkur hærri framlög en Háskóli Íslands sem er langtum hærri í hinni akademísku goggunarröð (HÍ nær upp 500 meðan HR er undir 5000 af 7000. Það er jarðfræði, jarðeðlisfræði ásamt raungreinadeildum og ekki minst læknadeild sem halda HÍ uppi á þessum mælistokki. Þeir eru meira að segja farnir að kenna efnafræði án tilrauna í HÍ til að spara pening sem er meira en hneyksli. Af óskýrðum ástæðum fær HR sem og Bifröst og Háskólinn á Akureyri hærri fjárupphæð á hvern nemanda enda þarf víst ekki mikið til að fá gráður úr sumum greinum í þessum skólum. Það má einning spyrja um hvort sá mikli fjöldi erlendra nemenda sem er að sækja þessa skóla sem eru ekki að gera það af því að þeir séu svo ofboðslega góðir heldur vegna þess að þeir séu ódýrir og kröfurnar lágar hef ég heyrt. Hvort ekki eigi að innleiða skólagjöld? Fækka nemendum og stórauka kröfur og leggja höfuðáherslu á nýsköpun og tækni og þar kostar hver nemandi eins og 20 stjórnmálafræði, laga eða viðskiptafræðinemi.
Ragnar (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 22:13
Við getum verið sammála um það að það þarf að efla háskólana gríðarlega. Háskólastigið hefur verið svellt á meðan grunnskólastigið étur fjármuni.
En það er einföld ástæða fyrir því. Hvert einasta barn fer í grunnskóla og það er pólitistk erfiðara að skera niður í grunnskólum heldur en háskólum.
Og við vitum allir að íslenskir stjórnmalamenn eru gungur með ekkert pólitiskt þrek
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2013 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.