Laugardagur, 16. febrúar 2013
Innantómar hótanir
13.feb þá spáði ég að 90% hjúkrunarfræðingar munu draga uppsögn sína til baka.
http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1282762/
Hvellurinn hefur aldrei haft rangt fyrir sig hingað til eftir sex ára blogg. Og ég bíst við að engin breyting verður á því.
Þetta var bara hótunin ein. Þær sögðu að þær geta fengið vinnu sem er fjórfallt jafnvel fimmfallt betur borgað fyrir minni vinnu.
Það er mjög ótruverðug staðhæfing þegar 90% af hjúkrunarfræðingum koma skríðandi til baka þrátt fyrir fimmföld laun og betri vinnuaðstöðu.
Var þetta kannski mögulega hótanir, blekkingar og lygar hjúkrunarfræðinga?
hvells
![]() |
Yfir 85% fallið frá uppsögn á LSH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óskaplega er Hvellurinn drýldinn, ".... aldrei haft rangt fyrir sig hingað til eftir sex ára blogg. Og ég bíst við að engin breyting verður á því."
Hjúkrunarfræðingarnir höfðu sigur fókusinn er á sparnað og þær hafa styrkt heilbrigðiskerfið á kosnað annara geira heilbrigðiskerfisns. Auðvitað er það kjaftæði að Hjúkrunarfræðingar séu á ofurlaunum á Norðurlöndum. Árslaunin er um 300.000 Nkr í Noregi og þótt þetta virðist hátt er fólk almennt ekki lánstækt til að kaupa sér húsnæði. Það er bull að launin séu 4-5 falt hærri og að það sé minni vinna. Fólk getur fengið hærri laun við afleysingar en það byggist á flutningi á milli landsvæða.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 13:36
Hjúkrunarfræðingar eru að halda því fram að launamunur eru svona gríðarlegur. Ætli það sé ekki þá enn ein lýgin hjá þeim.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.2.2013 kl. 14:11
Þessi launamunur er stórlega ýktur eða miskilinn. Væntanlega eru hjúkrunarfræðingar sem aðrir í skuldakreppu vegna húsnæðiskraupa og lent í lífskjararýrnun. Hjúkrunarfræðingar hafa fæstir unnið erlendis enda þurfa þær það ekki til sérnáms. Klárlega er fólk að vakna við að lífskjör hafa hrapað og óánægjan gríðarleg. Ég hafði búist við meiri atgerfisflótta en orðið hefur en kanski fer þetta af stað núna.
Bölvun Íslands er að við liggjum við hliðina á Noregi og skandinavísku löndunum og erum augljóslega að dragast langt afturúr og ekki neinar líkur á að við náum þeim.
Það að við njótum ennþá ágætis heilbrigðiskerfis er ánægjulegt en kerfið er hrikalega ódýrt, þjóðin er að eldast og það þróast væntanlega A og B heilbrigðiskerfi eitt fyrir þá velstæðu og hitt fyrir þá fátæku sem mun augljóslega gerast að óbreyttu.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.