Hótanir og blekkingar

Hjúkrunarfræðingar eru búin að blekkja land og þjóð. Hóta henni og hræða.

Fyrir hvað?

Ekki umhyggju.

Ekki hamingjuþ

Heldur peninga. Hjúkrunarfræðingar eru gráðugir í peninga.

Þetta var bara hótunin ein einsog ég benti á. Ég spáði að 90% hjúkrunarfræðinga myndu draga uppsögnina til baka. Það eru bara 10% eftir. Það mun ganga í gegn fyrir hádegi á morgun.

Hjúkkurnar hafa fíflað þjóðina, eru sólgnar í meiri pening á kostnað skattborgara og almennings.

Þeir sem læra ekki af sögunni verða alltaf heimskir. Sjá hér   (http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=184367)

hvells


mbl.is 80% hafa dregið uppsagnir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi tala dettur í 99% á næstu dögum.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2013 kl. 18:48

2 identicon

Bíddu hægur mér finnst þetta vera full tilfinningaþrungið hjá þér.

Vandamálið er í raun að laun fagfólks sem er hornsteinn velferðarkerfisins sem hjúkrunarfræðingar og ekki minnst læknar sem og fjölmennar stéttir kennara sem og annara minni hópa sem er lífsnauðsynlegt til að halda uppi heilbrigðis og menntakerfinu.

Við eyðum litlu í heilbrigðiskerfið miðað við allt, þrátt fyrir að búa í stóru landi og mikið af sjúkrahúsum út á landi allt að 20 ef ef undanskilið er FSA er lítið annað en öldrunardeild/elliheimili. Að það sé skurðlæknir sem getur stundað magaspeglanir og gipsað einföld brot og jafnvel verið á bak við einfaldar/áhættulitlar fæðingar. Það er hvorki starfsfólk, þekking eða reynsla hvað þá fjármagn til að taka á móti alvarlega sködduðu fólki. Er ekki með gjörgæslu heldur ef út í það er farið og mörg ekki einu sinni með svæfingarlækni.  Það að halda að það verði einhver alvöru samkeppni á milli sjúkrahúsa á Íslandi er náttúrlega raunveruleikafyrrt bull.  Það er gríðarleg eftirspurn bæði austan hafs og vestan eftir heilbrigðisstarfsfólki bæði á Norðurlöndum sem og td í Bandaríkjunum. Þetta er alþjóðleg menntun. Ísland er fámennt ríki og í raun þarf ekki margt fólk að flytjast til að ástandið verði krítiskt.

Það hefur verið samfeldur niðurskurður á Landspítalanu í áratug. Heildarfjöldi sjúkrarúma fækkað um ca. 200. Það að auka starfsemi á minni sjúkrahúsum þarf að fjölga stöðum og stórauka framlög enda byggist nútíma læknisfræði á dýrum tækjum, sérhæfðu starfsfólki og reynslu og ef aðgerðir verða fáar er jaðarkosnaður hár.  Hugmyndir um að flytja inn sjúklinga virðast allar strandaðar. Það vantar starfsfólk og fjármagn og sérfræðilæknar fara fremur erlendis en að vinna á lægri launum á Íslandi. Núna eru um 1/4 íslenskra sérfræðilækna sem að hluta vinnur erlendis nú þegar og þetta er gríðarlega hátt hlutfall.  Margir eru raunar hættir að reka læknastofur.  Áður fyrr komu læknar erlendis frá til afleysinga það hefur í raun lagst af og straumurinn er í hina áttina.

Íslendingar hafa haft grunnmenntun í læknisfræði en öll sérmenntun er erlend. Fólk hefur flust erlendis með fjölskyldur og slíkt sérnám tekur 5-12 ár eftir sérgrein og öðru.  Reyndur skurðlæknir eða lyflæknir með sérfræðimenntun og doktorsmenntun í rannsóknarvinnu er eftirsóttur starfskraftur alls staðar.  Þetta fólk þarf síðan íslenska heilbrigðiskerfið að laða að sér og þar eru menn í samkeppni við erlend sjúkrahús sem eru með agenta í þetta. Bjóða ókeypis flutning á búslóð, niðurgreidda leigu, dagheimili auk miklu betri launakjara en Landspítalinn sem bíður ekkert og er með 1/3 af launum og jafnvel ólaunaðar og lítt launaðar bakvaktir með 

Það sveima yfir landinu "head hunters" sem eru að ráða fólk. Það tekur í raun næstum 20 ár að mennta reyndan sérfræðilækni (6+1 læknanám + 5-12 ára sérnám + starfsreynsla). Stórum hluta minni sjúkrahúsa á Norðurlöndum (þá eru menn að tala um sjúkrahús í stærð Landspítala og minni) er að miklu leiti starfrækt af afleysingafólki og stórum hluta af íslendingum.
Ein af mörgum ráðningarskrifstofum sérhæfir sig í íslensku heilbrigðisstarfsfólki og Svíþjóð. Annars má benda á fjölda annara. Það hefur spurst út að laun eru lág á Íslandi og ótal dæmi um að það hefur verið haft samband við íslenska ráðstefnum erlendis enda fólk oft merkt löndum með atvinnutilboð.

http://www.hvitirsloppar.is/Storf_i_boi/Entries/2013/2/7_Allt_a_lausu_-_griptu_mean_gefst.html

Hinn hlutinn er að hlutfall heilbrigðisútgjalda af þjóðarframleiðslu er lágt. Bandarikin nota 16-17% af þjóðarframleiðslunni í hilbrigðiskerfið. Þjóðarframleiðslan á Íslandi er um 1600 til 1700 miljarðar. Það myndi þýða að við notuðum um 290 miljarða í heilbrigðiskerfið.
Heildarútgjöld á hvern Norðmann voru 2009 um 37.500 Nkr á gengi 2010 og þar beinn kostnaður við sjúkrahús 24.400 Nkr. http://www.legemiddelstatistikk.com/2011/kap_2/204.html

Það búa um 320 þús íslendingar og sjúkrahúskosnaður um 7,8 miljarðar Nkr  (gengi Nkr er 23,4 Íkr = 183 miljarðar í Króna meðan heildar heilbrigðis kostnaður væri um 12 miljarðar Nkr (miðað við 37.500 Nkr á mann) sem myndi gera 280 miljarða.  Já nánast sömu upphæð og Bandaríkjamemm nota.

Bendi á að mikill hluta heilbrigðiskosnaðar er innflutt tæki og lyf sem íslenska heilbrigðiskerfið greiðir meira fyrir en það norska. Í Noregi eru þeir með glerhörð útboð meðan Landspítalinn er nánast á vanskilaskrá og sumir eru raunar hættir að versla við hann.
Útgjöld til heilbrigðismála hafa hækkað í Noregi enda 3 ára gamlar tölur.
Bendi á fjárlög fyrir 2013

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2013/?lidur=08

Þar ætla menn að eyða tæplega 38 miljörðum í Landspítala og innan við 50 miljörðum í alla sjúkrahúsþjónustu á Íslandi eða fjórðungur þess í Noregi.
Klárlega er þetta byggt á launakostnaðir.

Hins vegar erum við með kostnað af bankakerfi sem er 3 falt stærra miðað við hagstærð Íslands.  Þar er ógrynni starfsfólks og heimsmarkaðurinn ofmettaður enda fólk þar og launakjör gríðarlega "ofmetið".

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 19:57

3 identicon

Staðreyndin er að heilbrigðisþjónustunni á Íslandi er afspyrnu ódýrt miðað við kostnað og hvað við fáum til baka ef við miðum við nágrannalöndin, raunar bæði fyrir og eftir hrun. Ísland er fámenn þjóð og viðbúið að hluti aðgerða verður að gera erlendis (ef ekki á hreinlega að sleppa þeim) vegna skorts á fólki og bein kostnaður samfara ferðakostnaði og öðru getur augljóslega orðið gríðarlegur.
Bendi á að við getum farið inn á afleysingamarkaðinn, leigt inn sérfræðinga en tímalaun eru frá um  tvöföld íslensk skilanefndarlaun fyrir sérfræðing og hærra og miklu hærra.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 20:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_total_health_expenditure_(PPP)_per_capita

við erum í 16sæti þegar kemur að útgjölddum per capita. Þú nefnir lönd til samanburðar sem eru í fyrsta og öðru sæti.

Annað er olíuríki sem synda í peningum og með gríðarsterk gengi og hitt landið þar sem þú getur ekki farið í skoðun vegna marinn ökla án þess að fara í kerfisbundna skoðum með fjölmörum skönnum og öðru tékki vegna þess að læknar eru skíthræddir við lögsóknum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2013 kl. 20:13

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

heilbrigðisþjónustan er mjög dýr á íslandi miðað við þjónustuna sem við fáum fyrir skattpeningana.

það er margt ágætlega vel gert þarna t.d fæðingadeildin en þegar þú villt fara í flóknar aðgerðir þá er það sjaldan gerð á íslandi heldur í Svíþjóð eða USA

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2013 kl. 20:33

6 identicon

Gengi íslensku krónunnar er væntanlega of hátt skráð og raunar ef þú miðar við 50% verðfall krónunnar fyrir hrun er íslenska heilbrigðiskerfið afspyrnu ódýrt og klárlega byggist þetta á lágum launum og lélegri starfsaðstöðu og er hreinlega að brotna niður og það mun gerast hratt.

Ég hef nú verið talsvert í USA og þar er ástandið mismunandi og raunar er ungbarnadauði í sums staðar á við í Afríku sunnan Sahara bendi td. á Atlanta.

Bandaríkin hafa í raun einkavætt heilbrigðiskerfi og það er í raun ekkert ódýrara þegar allt er skoðað. Já mælt með öllum mælistokkum.
Að við sém með einhverja gríðarlega fitu í heilbrigðiskerfinu hér er míta.

http://blog.pressan.is/andrigeir/2011/05/09/tolur-til-umhugsunar/ Rekstrarkostnaður bankanna er núna tvöfalt hærri en rekstrarkosnaður Landspítalans en það eru nærri 2ár síðan Andri Geir skrifaði pistil sinn.

Fitulagið er fjármálakerfið það þarf að bræða það niður í smjör. Íslenska fjármálakerfið er óskapnaður og í raun bölvun samfélagsins. Hefur engu skilað og sýgur blóð úr blóðlausu hagkerfinu.
Þetta er smáræði sem þessir hjúkrunarfræðingar eru að fá. Ég óttast meira það að það kvarnist úr sérfræðilækningunum þar verða engir hópar menn slökkva ljósið og eru farnir.  Það er ekkert verið að hóta eða þrýsta. Fólk virðist vera búið að fá nóg og margir eru með stórt tengslanet erlendis og erlenda vini og kollega sem þeir hafa unnið með árum saman.  

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 20:41

7 identicon

Heilsugæslan er að hrynja, það er búið að aðvara um þetta í meira en áratug. Á Íslandi hafa menn miðstýrðar heilsugæslustöðar og þær eru að veslast upp vegna manneklu. Straumurinn liggur inn í fastlegkerfið í Noregi. Fyrir ungt og krafmikið fólk hefur þú fleirri valkosti.

Valkostur 1 að fara til Ísland að vinna sem daglaunamaður á íslenskri heilsugæslustöð. Yfirvinna er í raun bönnuð og fólk getur farið á Læknavaktina og unnið yfirvinnu.

Valkostur 2 að verða fastlege í Norgi þá skuldbindur viðkomandi að hafa 1200-2000 sjúklinga, ræður sér starfsfólk og oftast slá fleirri læknar sér saman. Þeir fá fasta greiðslu frá ríkinu og síðan eftir afköstum. Launakjör eru um 5-6 sinnum betri en við valkost 1. Fyrir utan það að Heimilslækningar njóta miklu meiri virðingar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi eða í Bretlandi en Íslandi.
Meðalaldur íslenskra heimililislækna er orðinn ískyggilega hár þanning að á fáeinum árum eru stórar líkur að þetta kerfi hreinlega hrynji.
Augljóslega finnur fólk fyrir þegar það mætir reynslulitlu og/eða áhugalitlu heilbrigðis starfsfólki. 

Í Noregi getur þú farið beint til sérfræðinga og borgað fyrir það úr eigin vasa (eða einkatryggingu) sérfræðitíminn er um 2500-3000 þús Nkr., já 2-3 faldur íslenskur lögfræðitaxti. Sjá td.  http://volvat.no/

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 21:04

8 identicon

Ég held að það sé ákaflega skammsýnt ef menn glopra niður heilbrigðiskerfinu og það væru dýrkeypt mistök.  Eins og ég hef sýnt fram á er það afspyrnuódýrt en eflaust má allt bæta.  Það er rekið á lágum launum og vinnuhörku og núna er farið að kvarnast úr því samfara auknum meðalaldri þjóðarinnar.

Eins og margoft hefur verið bent á er gríðarlegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í hinum vestræna heimi og þótt íslenski markaðurinn sé ekki stór hafa allir áhuga á reyndu og góðu starfsfólki. Sérstaklega liggjum við vel við höggi þar sem nær öll sérmenntun lækna er erlend og þetta fólk er hætt að skila sér tilbaka enda fleirri og betri tækifæri þar sem fólk er við nám og störf og þetta mun smám saman koma inn í kerfið. Læknar án sérfræðimenntunar eru ekki með meira en um 330-350 þús í mánaðarlaun fyrir  40 stunda vinnuviku (og stundum meira) og þeir sem fara segjast aldrei aldrei aldrei ætla að vinna á Íslandi meir.  Fyrir 2 árum síðan datt mönnum meira að segja láta fólk vinna 6 vikur meira á ári sömu launum og þetta var ákveðið einhliða og þeir hættu að mæta enda einhliða breyting á ráðningarsamningi ígildi uppsagnar og Landspítalinn þurfti að bakka með þetta. 

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 21:19

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankar eru að lækka sinn rekstrarkostnað. Arion hefur lækkað rekstrarkonstaðinn seinustu ár stöðugt.

Landsbankinn ætlar að lækka sinn rekstrarkostnað um milljarð á ári næstu ár.

Það þýðir meðal annars að draga úr verktakagreiðslum og öðrum þjónustugreiðslum. Það mun skaða tekjur úr öðrum fyrirtækjum t.d hreingeringarfyrirtækjum.

Rekstrarkostnaður bankana hefur verið mikill t.d vegna endurútreikningum lána sem þeir þurfa að reikna aftur og aftur, auknir skattar á laun og sérstakur bankaskattur. Svo eru auknar reglugerðir frá Seðlabanka, FME og aljþóðlegar reikningskilareglur. Hver banki framleiða skýrslur á hverjum mánuði til FME og Seðlabankans. Svo flippar hver sveitastjóri þegar bankarnir loka útibúum.

Það er mín ágískun að það er a.m.k 10-20% starfsfólks í banka sem er engöngu að fást við krónuna. Þá er ég að tala um starfsfólk sem er að endurreikna lánin, hagdeildin og áhættustýringin sem er að reikna gengi krónunnar fram í tíma og fjárstýringin sem er að verja sig fyrir krónunni.

Bara við það að ganga í ESB og taka upp evru mun spara rekstrarkostnað bankana gríðarlega.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.2.2013 kl. 12:40

10 identicon

Hvells

Ég held að enginn þessara svokölluðu banka þoli að hagkerfið verði opnað hvorki með flotkrónu eða svo ólíklega Evru, enda lifa þeir í "froðunni" fyrir því liggja margar ástæður. Veðhæfni og eigið fé enda byggist veðhæfni á td. húsnæðisverði sem augljóslega mun hrynja ef hagkerfið verði opnað. Þeir sýna hagnað til að eigendur þeirra geta sogið sem mest út úr hagkerfinu enda byggist hagnaðurinn á að afskrifa ekki klárt tap og færa upp eignaveð og raunar er fasteignamarkaðnum haldið uppi með handafli auk þess sem að lokað haftakrónuhagkerfið.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband