Sturlaðasta bloggfærsla sem sögur fara af

Ný staða er komin upp í íslenskum stjórnmálum. Nú er Samfylkingin einangruð í aðlögunarferli því sem stendur yfir að Evrópusambandinu. Getur einn stjórnmálaflokkur haldið þjóð sinni í slíkri einangrun? Allt ber að sama brunni – hér verður ekki framþróun á meðan allt starf ríkisstjórnarinnar miðar að innlimun Íslands í ESB.

Ekki er horft til allra átta með hagsmuni þjóðarinnar í huga – heldur er setið á hænuprikinu og lúffað fyrir Brusselkröfum.

Ríkisstjórnin hefur stórskaðað íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um liðna helgi er stór sigur sjálfstæðrar þjóðar í baráttunni við „kratismann“ sem tröllríður hér öllu undir forystu Samfylkingarinnar.

Hingað til höfum við sloppið við stéttarskipt samfélag en það er að breytast. Hægri og vinstri heyrir sögunni til en í stað skiptast stjórnmálin í krata og ekki krata. Eitt helsta einkenni Evrópusambandsins er hin kratíska hugsun – að hinn vinnandi maður borgi með sköttum sínum - neyslu og framgang embættismanna.

Kratar skilja ekki sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og raunverulega framleiðslu sem skilar sér í auknum hagvexti. Kratar telja að hagvöxtur skili sér í skattpíningu vinnandi stétta til útþenslu báknsins sem þeir sjálfir einsetja sér að vinna við. Þetta er í raun stefna Samfylkingarinnar – sem fyllt hefur ráðuneytin af góðkunningjum á kostnað heilbrigðis- og skólakerfisins. Ríki Evrópusambandsins eru auðlindasnauð og sækja því fast að útvíkka sig til norðurs. Ísland er í raun eina tækifæri sambandsins til að lifa af.

Við erum lykill að auðlindakistu á Norðurslóð. Því kom ekki á óvart að Össur pantaði yfirlýsingu frá Stefan Fule stækkunarstjóra ESB að útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefði ekki áhrif á aðlögunarferlið. Þessi yfirlýsing skiptir nákvæmlega engu máli því Össur og embættismennirnir virðast ekki átta sig á að ekkert verður að innlimun Íslands hafni eitt eða fleiri ríki ESB umsóknarríkinu.

Bretar og Hollendingar hafa talað skýrt og lofa því að ekkert verði af inngöngu Íslands í Evrópusambandið borgi þjóðin ekki Icesave. Frábær hótun og kemur á besta tíma fyrir okkur Íslendinga og fyrir hana bera að þakka.

Að lokum vitna ég í skýrslu sem samin var fyrir stækkunarnefnd ESB þingsins þar sem vísað er til sérfræðinag The Economist en þar segir: „viðræðum er haldið áfram en þær virðast sífellt tilgangslausari, aðild verður næstum örugglega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.” – þetta sjá allir nema kratinn Össur sem fer með hálfsannleik og hans nánustu fylgjur.
 
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110803000000/http://vigdish.is/2011/04/ossur-sannleikurinn-og-evropusambandi.html
 
hvells 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.youtube.com/watch?v=VXr_m_OPV8I

 

Vigdís vildi sækja um ESB!

Sleggjan og Hvellurinn, 14.2.2013 kl. 22:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

uff burn

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband