Allir Reykvíkingar lesið: Byggingakostnaðurinn

Fyrir þá sem málið varðar; þ.e. alla Reykvíkinga og talsvert fleiri:

"Samkvæmt bókum Orkuveitu Reykjavíkur var heildarkostnaður við bygginguna [...] 8.466 millj.kr. á verðlagi 2010".

Þetta er úr skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur frá 2012 (bls. 412). Þetta hús var nú selt á 5 milljarða króna. Tapið er 3.466 milljónir (reyndar mun meira því umrædd fjárhæð upp á 8,5 milljarða miðast við verðlag 2010).

kv

Sleggjan


mbl.is Orkuveituhúsið selt fyrir 5,1 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur. Þetta eru um 9,8 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Er það góður díll að byggja hús fyrir 9,8 milljarða og selja það tíu árum síðar fyrir 5,1 milljarð? Raunar má færa rök fyrir því að heildarkostnaðurinn við Orkuveituhúsið sé töluvert hærri en 9,8 milljarðar því bygging þess var að töluverðu leyti fjármögnuð með erlendum lánum sem síðan stökkbreyttust.

Kjartan Magnússon. (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 11:33

2 identicon

Og mætti þá minna sleggjuna á að rökin fyrir byggingu þessa húss voru návkæmlega þau sömu og núna eru notuð um byggingu nýs sjúkrahúss.

Hagræðingin ein og sér mun borga upp byggingakostnaðinn....

Vel gert!

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 11:33

3 identicon

Þetta er enginn alvöru sala þetta er einungis geysilega dýrt lán enda fylgir þessu leiguskyldia í 20 ár enda er fyrirtækið að reyna að kreysta til sín fé til að greiða niður lán enda búið að troða fyrirtækið af skuldum og tekið út arðgreiðslur,  þetta liggur eins og fallexi yfir fjárhag Reykjavíkurborgar og tekjurnar eru orkugjöld á íbúa Reykjarvíkur og nágrannasveitarfélaganna.

Ef þeim tekst ekki að merja fyrirtækið út úr þessari nánast vonlausu stöðu þá er alltaf hættan á að fyrirtækið verði yfirtekið af lánveitendum og þá verða orkureikningarnir skrúfaðir upp, það verður ekkert flóknara en það.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 13:21

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það má þakka Framsóknarmanninum Don Alfredó sem sá um að byggja þetta hús.

Nú ætlar fólk að kjósa framsókn. Stokkholm syndrome.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 13:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Sigurði og Ragnari

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 13:24

6 identicon

Raunar ættu þeir að gera þetta að safni fyrir séríslenska viðskiptasnilld og vitfirrta fjármálagjörninga. Merkilegt að horfa upp á það að það er svokallað grínframboð Jóns Gnarr sem sýnir ábyrgð og fær alvöru aðila til að reyna að bjarga þessu nánast vonlausu bulli.  Raunar er ekki hægt að kenna Framsóknarmönnum einum um þetta. OR voru notaður sem einhver skuldadós fremur en sparibaukur.
Það mega þeir nú annars eiga Framsóknarmennirnir að þeir hafa farið vel með sína enda ótrúlega margir sem hafa sterkefnast fyrir að vera með græn flokkskýrteini nokkuð sem hefði verið tilefni ýtarlegrar lögreglurannsókar í alvöru þjóðfélagi og þar mætti týna til bæði fyrverandi ráðherra og þingmenn flokksins sem og aðra.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband