Jón Steinsson aftur með góðan pistil

Skoðanabróður minn han Jón Steinsson með frábæran pistil.

Skrifar um loforð Framsóknarmanna.

 

Birti örsjaldan pistil í heild sinni. En geri það þegar tilefnið er ærið:

"Framsóknarmenn vilja afnema verðtryggingu neytendalána. En á sama tíma vilja þeir halda í krónuna. Þeir vilja leiðrétta stökkbreytt lán. En á sama tíma vilja þeir lækka skuldir ríkisins.

Það sem kemur mér helst á óvart er að þeir hafi ekki hreinlega ályktað að þeir vilji eiga kökuna og borða hana líka.

Í Argentínu lofaði Cristina Fernandez, forseti og frambjóðandi Peronista, kjósendum að allir fengju flatskjá ef hún næði kjöri. Það virtist ganga vel í kjósendur þar. Kannski er það næsti leikur hjá framsóknarmönnum.

Það er orðinn fastur liður fyrir Alþingiskosningar að Framsóknarflokkurinn tefli fram kosningaloforðum sem eru „too good to be true.“ Þ.e., hljóma of vel til þess að þau séu í raun skynsamleg þegar allar afleiðingar þeirra eru teknar með í reikninginn.

Í kosningunum árið 2003 bjargaði Framsóknarflokkurinn sér fyrir horn með því að lofa 90% húsnæðislánum og hækkun hámarkslána hjá Íbúðalánasjóði. Þetta gerði hann þrátt fyrir að húsnæðisverð væri þá hærra en það hafði verið árum saman. Hann stóð síðan við þetta kosningaloforð þegar húsnæðisverð var orðið ískyggilega hátt í sögulegu samhengi.

Með þessu ýtti hann beinlínis undir það að fólk færi sér að voða í fjármálum með því að taka stór lán án þess að eiga mikið eigið fé til þess að kaupa hús sem voru allt of hátt verðsett. Afleiðingarnar þekkjum við allt of vel. Og nú vill Framsókn skera niður þessi lán og þannig velta kostnaðinum af þessu öllu yfir á hina sem fóru varlegar í fjármálum.

Verðtryggingin er blóraböggull. Hún er skilgetið afkvæmdi krónunnar og þess að á Íslandi er enginn pólitískur stuðningur fyrir því að reka sterkan gjaldmiðil. Framsóknarmenn tala um að bæta umgjörð krónunnar. En ég hef aldrei heyrt þá verja Seðlabankann þegar hann hækkar vexti til þess að halda aftur af verðfalli krónunnar.

Hinn raunverulegi vandi er verðbólgan. Sá vandi verður ekki leystur með því að banna verðtryggð lán. Það mun bara gera illt verra með því að koma í veg fyrir að fólk geti dreift háum vaxtagreiðslum þegar verðbólga er há yfir líftíma láns síns.

Hugsum þessa hugsun til enda. Segjum sem svo að verðtryggð lán verði bönnuð og fimm árum seinna komi síðan gott íslenskt „verðbólguskot“ upp á 16%. Bankarnir munu þá hækka nafnvexti húsnæðislána sem nemur verðbólguskotinu. Þeir sem skulda húsnæðislán munu þá þurfa að greiða um 20% af höfuðstól lánsins í vexti á því ári. Þá er ég hræddur um að margir lendi í verulegum vandræðum og vilji eiga kost á því að dreifa þessum háu vaxtagreiðslum yfir það sem eftir lifir lánstímans. En það er einmitt það sem verðtrygging gerir og hún verður þá bönnuð.

En framsóknarmenn tala eins og afnám verðtryggingar muni á einhvern undraverðan hátt lækka vexti á Íslandi. Ekki láta glepjast aftur."

 

Feitletraði bestu punktana.

 

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo skrítið að nú hefur Jón Steinsson rankt fyrir sér,gaman væri að hann svarði því hvaða verðmæti verða til þegar Jóhanna og Steingrímur, hækka álögur á áfengi,og tóbak,því við það hækkar höfuðstóll á íbúðarláninu mínu,og sömuleiðis hækkar höfuðstóll á banka bókinni hjá brósa sem er verðtryggður.

Gott væri að hagfræðigurinn svari því hvaða verðmæti hafi orðið til,því mín skýring er sú að það hafi bara orðið til froða í bókhaldi bankans.

Það er svo skrítið að sumir langskólagengnir eru ekkert sérlega vel menntaðir, á meðan sumir með styttri skólagöngu eru ansi vel menntaðir.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 22:59

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afnema verðtrygginguna og festa gengi krónunar við stöðugan gjaldmiðil eins og t.d. svissneska fránkan.

Malasía lenti í banka og fjárhagsörðugleikum 1997 og festi gengi ringetts við U.S. dollar, fyrir fimm árum var fjárhagurinn kominn á réttan kjöl og ringetið var látið fljóta og hefur styrkst töluvert 2005 var ringetið 3.78 per US dollar, í dag er það 3.09 per dollar.

Eina sem eftir er, gjaldeyris og bankahöftin, það er ekki búið að taka þau fyllilega af.

Af hverju þarf endilega að vera erlendur gjladmiðill, ef Ísland getur ekki lifað við festingu krónunar við annan gjaldmiðil hver sem hann er, þá getur Ísland ekki lifað með erlendan gjaleyri.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 23:45

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hækkun á áfengi og tóbaki" - þetta skiptir engu máli í heildarsamhengi efnisins. Ekki nokkru einasta máli.

Verðbólga er reiknuð út samkv. stölum með ótal faktörum sem þar eru teknar inní.

Hækkun álaga á tóbak og/eða áfengi í gegnum tíðina geta aldrei orðið einhver grunnur á bak það að afnám verðtryggingar leysi öll mál.

Hitt er annað, að álögur á tóbak hafa farið uppávið almennt á Íslandi síðustu tugi ára. þessi þróun er mun fyrr á ferðinni á sumum hinna Norðurlandanna. Í þróunarlöndum hef ég hinsvegar séð að tóbak kostar nánast ekkert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2013 kl. 23:47

4 identicon

Þessi pistill kemur hagfræði ekkert við, og hlítur því að vera pólitískur.

Þetta er einher alvitlausasti pistill sem þessi maður hefur sent frá sér, hann er að mestu órökstuddur, eða byggður á forsendum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Jón hrapar verulega í áliti hjá mörgum eftir að hafa sent þessa þvælu frá sér.

Hafgræðingur sem sér ekki hliðaráhrifin afr því að banna verðtryggingu hlítur að hafa veitt gráðuna upp úr kornflexpakkanum

Hann hunsar algerlega þá staðreynd að við afnám verðtryggingar munu augljóslega bæði ríkisstjórn og bankar fara að haga sér öðruvísi.

Í góðærinu var verðbólgan í landinu nær eingöngu knúin áfram af sí hækkandi fasteignaverði, froða sem var búin til í bönkinum með botnlausum útlánum fyrir 100% kaupverðs án hámarks.

Til viðbótar var svo hægt að labba inn og taka lán fyrir nýjum bíl, fellihýsi og utanlandsferðum eins og hver vildi.

Bankar í viðskiptaumhverfi verðtryggingar hafa beinlínis hag af verðbólgu, þeir hafa beinlínis hagsmuni af því að halda uppi verðbólgu, á meðan aðrir bankar í öllum löndum í kringum okkur leggja allt kapp á að halda niðri verðbólgu.

Á meðan bankarnir hagnast á verðbólgu, þá verður verðbólga í landinu sama hvað hver segir.

Og þeir hagnast á verðbólgu eins lengi og við höfum þessa andsk....verðtryggingu sem átómatískt þurrkar upp allt lausafé heimilanna færir til bankanna.

Hér er ágætt dæmi.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/03/29/landsbanki_hagnast_mikid_a_verdbolgu/

Annað hvort skilur Jón Steinsson ekki að afnám verðtryggingar mun tryggja breytta hegðun bæði banka og ríkis, eða þá að pistillinn er fyrst og fremst ætlaður í pólitík.

Er það dauðadómur yfir fallhlífastökkvurum að banna fallhlífar, eða hætta menn bara að stökkva?

Jón Steinsson heldur kannski að menn hoppi áfram, en flestir vita nú samt að líklega myndi þessi íþrótt bara leggjast af.

Ef þetta er hægt um allan heim, að lifa án verðtryggingar að þá hlítur þetta að vera hægt hér líka, hvað sem Jón segir.

Hér er aðeins málefnalegri pistill frá Hagfræðingi.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/hvernig-a-ad-afnema-verdtryggingu

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 08:12

5 identicon

Ísland er mjög sérstætt samfélag með ákaflega sveiflukenndan gjaldmiðil og hér á árum áður var lánsfé nánast gjöf þar sem verðbólgan át þetta upp og fólk greiddi einungis hluta verðmætisins til baka.  Auðvitað er hægt að afnema verðtryggingu en þá verða fljótandi vextir sem er í flestum nágrannalöndum okkar stýrivextir plús vaxtaálag bankans sem er tengt lánsfjárhlutfalli hvers einstaklings og hversu tryggur lángreiðandi/góður pappír viðkomandi er. Það er í raun ekkert hámark á þessu en höggið lendir á fólki um leið og vextirnir hækka.
Afleiðingin af þessu er styttur lánstími vart lengri en 15-20 ár, aukið eiginfjárhlutfall. Klárlega er stór hluti landsmanna ekki lánstækur enda myndi stór hluti banka á Norðurlöndum ekki vilja sjá þá sem viðskiptavini.

Neikvæðir raunvextir (lægri en verðbólga) mun augljóslega sökkva krónunni er hún kemst á flot.

Þetta er svo sannarlega skelfilegt ástand hjá mörgum fjölskyldum en þessar tillögur um að gefa verðmæti (neikvæðir raunvextir eru ekkert annað en gjöf hvað sem líður upphæð í íslenskum krónum) er ekkert annað en Kreppuklám og skólabókardæmi um lýðskrum sem skuldarar Íslands taka fagnandi en forsendan fyrir þessu öllu eru áframhald gjaldeyrishaftanna enda mun íslensk króna gjörsamlega hrynja með þessu móti.  

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 08:40

6 identicon

Ég veit ekki hvort það sé rétt að einhver hafi hag af verðbólgu en ef þú læsir vextina hafa lántakendur augljóslega hag af að veðbólga hækki sem í kjarasamningum og öðru enda koma þeir þá til með að greiða minna hlutfall til baka. 
Klárlega er verðtrygging ekkert sértaklega sniðug og í raun geldir styrivexti sem stjórntæki til að draga úr þennslu og já ... halda uppi gjalmiðlinum og fjármagni í landinu.  Hvers vegna að lána Íslendingum peninga í verðbólgukrónum þegar þú getur geymt þetta í erlendum banka það verður margfaldur hvati að koma fjármagni úr landi og  þetta hjól kemur til með að snúast hraðar og hraðar og kemur til með að jarða alla fjárfestingu á Íslandi (í íslenskum krónum).

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 08:48

7 identicon

Ekki nokkur maður, hvorki í framsókn né annarsstaðar hafa talað fyrir því að taka upp neikvæða vexti.

Bara hvergi talað um það, heldur aðeins það eitt að fara að taka upp siðaðra viðskiptaumhverjfi þar sem það er ekki beinlínis HVATI til þess hjá bönkunum að svíða lántakendur.

Að það verði sameiginlegur ávinningur ALLRA að taka hér upp hagstjórn eins og þekkist í öllum siðuðum löndum

Á meðan bankarnir hafa hagsmuni að viðhalda verðbólgu, eins og er í núverandi kerfi, þá verður verðbólga.

Ekki einu sinni Seðlabankinn ræður nokkru um það.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 08:59

8 identicon

Bíddu við Sigurður.
Ef það þú lánar núna 2013, 30 miljónir og það verður 15% verðbólga, þá jafngildir það verðmæti 34,5 miljóna í árslok. Hefur skuldin hækkað?
Eftir 10 ár með 15% verðbólgu gerir það að verkum að þessar 30 miljónir eru meira en 120 miljóna virði krónum ársins 2023 miðað við þessar forsendur og það án þess að lánveitandi hafi "grætt" neitt bara að hann fái sömu verðmæti til baka.

Hinn möguleikinn er að fara út úr íslenska hagkerfinu sú freisting verður næstum óbærileg og mun jarða íslensku krónuna sem alvöru gjaldmiðil. Þessir fjármálaflutningar munu verðfella krónuna og koma á verðbólgu (allur innflutningur hækkar í íslenskum krónum) sem mun gera hvatan að koma sér út úr íslenska hagkerfinu enn meiri.
Íslenska hagkerfið er að nálgast 2% af því norska og það eru allar líkur á að það eigi eftir að skreppa saman.
Ef menn ætla að fleyta krónunni mun það þýða miklu miklu hærra vaxtastig það er kosnaðurinn og merkilegt að menn neita að horfast í augu við þann bitra sannleika. 

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 09:37

9 identicon

Verðtryggingin er því ekki vandamálið heldur afleiðingin af vandamálinu sem er veikur gjaldmiðill.
Raunar má segja að það sé vel hægt að fjarlægja verðtryggingu og þá bætast við fljótandi vextir (oftast 2-4% hærri en styrivextir) við stýrivextina sem þurfa að vera talsvert hærri en verðbólga til að halda í fjármagn í íslenska hagkerfinu og til að hindra að krónunni hreinlega ekki skolist niður.
Hinn möguleikinn er náttúrlega að þvergirða fyrir gjaldeyrishömlur og búa okkur undir framtíð með gjaldeyrishömlum. Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel þegar hann talaði um framtíð Íslands með gjaldeyrishöftum að þá væri asklokið  himininn....  og við þurfum að neglum asklokinu og setjum askinn í plastpoka og innsiglum hann. Þá er nátturulega hægt að gera svona stunt eins og neikvæða vexti með séríslensker lausnir og þá virkar hin séríslenska viðskiptasnilld. Við værum klárastir, bestastir og stórastir, eða þannig.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 09:47

10 identicon

Ragnar....

Hvað er það eiginlega sem veldur því að þú gjörsamlega útilokar þann möguleika að hér verði tekin upp hagstjórn svipuð og í öllum öðrum löndum sem við berum okkur saman við..

Hvað veldur?

Í hvaða löndum erum við að tala um 15% árlega verðbólgu 15 ár samfleytt.....???

Hvað veldur eiginlega þessari algeru afneitun á þeim möguleika að kannski aukist hér hvatinn að fara að haga sér í efnahagsmálum þegar við höfum tekið upp svipað lánakerfi og öll önnur löng í kringum okkur.....????

Hvað veldur?

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 09:48

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður segir:

"Þessi pistill kemur hagfræði ekkert við, og hlítur því að vera pólitískur.  "

Hagfræði er pólítík, pólítík er hagfræði. Þú finnur tvo hægfræðinga oftast sem eru ósammála.

Leitin að einhenntum hagfræðingi stendur enn yfir.

Give me a one-handed economist! All my economists say, On the one hand on the other.   Truman, Harry S

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 10:05

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó rétt hjá Sigurði að umhverfi án verðtryggingu væri ágæt í peningastjórn.

Stýrivextir Seðlabankans myndu t.d. "bíta". Raunverulega stýra einhverju.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 10:09

13 identicon

Sigðurður tiltúin er lítil og meira en 60 ára hagsaga Íslands er ein skýrasta og gleggsta ástæðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti að menn þykjast hafa lært af fyrri mistökum, þetta hefur maður heyrt í mismunandi útgáfum síðustu áratugi.

Söngurinn um "útbólgnu lánin" þegar ábyrgðarlausir bankabjálfar stráðu þessu um til almennings enda er Ísland ein gígantísk "subprime" bóla þar sem fasteignaverði er haldið uppi með handafli enda meginveð bankakerfisins. 

Það er í raun hægt Sigurður, að halda áfram með íslenska krónuhagkerfið en það er framtíð með mjög háum vöxtum og að viðurkenna ekki þá staðreynd er annað hvort glórulaust ábyrgðarleysi og lýðskrum eða hreinræktuð fáfræði og óskhyggja.

Óðaverðbólgutíminn þegar steinsteipa var málið og um að gera að brenna ekki inni með krónur en að koma þeim út og eyða þeim áður en þær rýrnuðu var hægt í den. Núna færist fjármagnið hreinlega í burtu með því að ýta á takka, voopps... orðnar Evrur, Dollarar... burtu frá séríslenskum lausnum og lýðskrumsstjórnmálum og skattheimtu á neikvæðum raunvöxtum frá klíku- og innherjahagkerfinu, rotnu viðskiptasiðferði með kennitöluflakki. Það eru fáir fjárfestingarkostir og engir góðir. Það kemur enginn nálagt íslenska hagkerfinu ótlilneyddur nema í geislavirkum galla með gasgrímu og langa spýtu.Bankaábyrðgir "íslensku" bankanna eru einskis virði utan við strandlínu 300 þús manna hagkerisins Ísland enda merktir sem D (default) bankabrak annars staðar og mörg íslensk fyrirtæki eru tortryggð á norðurlöndum og nánast meðhöndluð sem geislavirkur úrgangur. Áður fyrr skráðu menn viðskiptavild og núna geta menn farið að gjaldfæra viðskiptaóvild þeas vantraust vegna þjóðernis.

Já Sigurður, hvað á að halda fjármagni inni í íslenska hagkerfinu?

Ragnarr (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 10:30

14 identicon

Maður hefur bara ekki séð aðra eins heimsendaspá síðan Ómar Bjarki og Gylfi Magnússon vöruðu okkur við afleiðingum að hafna ríkisábyrgð á Icesave...

Svona bull bara gjörsamlega útilokar þig út úr vitrænni umræðu Ragnar og því læt ég þetta duga.

Með mínum bestu kveðjum.

Sigurður.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 10:50

15 identicon

Sjá graf frá Datamarket http://datamarket.com/is/data/set/us2/visitala-neysluverds#!display=line&ds=us2!3pl=2:3pm=1

Það vantar timann frá 1970 til 1988 þegar verðbólgan fór upp fyrir 20% og upp fyrir 80% samfara því að menn klipptu 2 núll af krónunni. Bankarnir (sem þá voru ríkisbankar) voru að tæmast. Ég get ekki séð að ráðamenn hafi nokkuð lært af "hruninu". Í rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom rétt eftir hrun þá var enginn, já enginn sem viðurkenndi nein mistök.  Það verður enginn dæmdur.  Ég get ekki séð að Íslendingar hafi yfir höfuð lært nokkuð eftir hrun og hafa ábyggilega ekkert lært af hagsögu Íslands. Þetta verður miklu miklu erfiðara að stýra þessu með opið hagkerfi (án gjaldeyrishamla og niðurgreidds gjaldeyris.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 10:58

16 identicon

Sigurður,

Eina von fólks á Íslandi um lága vexti og stöðugleika er að taka upp Evru eða afkomenda hennar og það er þá ef við viljum ganga í Evrópubandalagið og fá síðan hugsanlega og möguleika að ganga í gjaldmiðlasamstarfið og fáum þá backup frá Evrópska Seðlabankanum og getum þá jafnað út þessa peningafroðu þeas innistæðulausa peningaeign vegna gríðarlegrar aukningu á peningamagni fyrir hrun auk "snjóhengjunnar" þeas fjármagni sem er frosið inni í íslenska hagkerfinu. Þetta leysir sumt en ekki allt

Hin lausnin er "veik" króna með háaa raunvexti til að halda fjármagni inni í hagkerfinu eða rammlæsa hagkerfinu. Það sjá vonandi flestir að það að ætla að opna fyrir gjaldeyrishöftin og lækka vexti er eins og að keyra á móti umferðinni enda ávísun á stórslys.
Auðvitað þarf að móta reglur um lítil fyrirtæki og koma á betra viðskiptasiðferði. Þetta er hægt en tiltrú á íslensk viðskiptalíf, viðskiptasiðferði og íslensk stjórnmál og Alþingi er réttilega ekki mikil. Væntanlega eru flestir sammála því.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 12:00

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stöðugur gjaldmiðill er lykillinn. Gjaldmiðill sem hefur traust.

Fólk er vonandi að átta sig á því (fyrir utan XB).

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 13:26

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einnig eins og Ragnar bendir á.

Skoða sögunna. Hvað hefur virkað og hvað ekki.

Ekki einungis á Íslandi, heldur líka í öðrum löndum sem eru ágætlega samanburðarhæf.

Hagfræðikenningar í skólabókum er ekki raundæmi heldur kenningar.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 13:27

19 Smámynd: Jón Þór Helgason

vandamál íslenskar peningastjórnar er fyrst og fremst að bankarnir hér á landi hafa frjálsar hendur með prentun peninga. Ástæðan fyrir verðbólgu er ekkert annað en að bankarnir prenti peninga umfram verðmætasköpun.

Þegar vextir eru lágir festa einstaklingar vextina til allt að 5 ára og síðan ef vextir fara uppí 16% kemur fjöldagjaldþrot og bankarnir sita uppi með tap þannig að þeir hafa ekki áhuga á mikilli peningaprentun ef verðtrygging verður tekin af.

Jón Þór Helgason, 13.2.2013 kl. 17:28

20 identicon

Jón Þór

Bankarnir geta ekki prentað peninga það gerir seðlabankinn en þeir geta búið til skuld og eign og þanning búið til rafpeninga. Vandamálið er fortíðarvandi og hagkerfið er yfirfullt af íslenskum krónum sem eru ávísun á verðmæti og ef verðmætið er innistæðulítið eða innistæðulaust að hluta, já eins og innistæðulaus ávísun.  Þetta er vandamál bætist við hið margumrædda "snjóhengjuvandamálið" sem er erlent fé sem er fast í hagkerfinu.

Menn hafa gugnað, og kanski ekki skrítið á að verðfella íslenska hagkerfið, lífeyrissjóði og annað verðfella bæði lífskjör og eignir Íslandi og valda fjöldagjaldþroti hruni á eignaverði. Þetta stöðvuðu menn með höftunum en vandamálið er að íslenska hagkerfið er í raun kviklæst inní höftunum og allir kostir eru misvondir.

Ef menn opna gluggan og afnema höftin er eins víst eins og sólin kemur upp að það ýta nærallir á ENTER takkan og senda sínar krónur beina leið út úr íslenska hagkerfinu og breyta þeim í Evrur, Dollara eða Franka sem augljóslega mun hreinlega valda gengishruni. Enhvað handstýrt möndl eða "góðmennska" mun í raun reka flóttan enda viðbúið að krónugengið mun verða lágt og sveiflukennt og það er gríðarleg áhætta. Innistæður í bönkum á Íslandi verða ekki tryggðar í topp við annað bankahrun. Með bæði lága vexti, jafnvel þá að vextir séu lægri en verðbólga sem rýrir fé og áhættan að verða endanlega læst inn í íslenska mírkókrónuhagkerfinu er yfirvofandi allt rekur þetta flóttan og augljóslega verður engin ný fjárfesting enda forðast allir íslenska krónuhagkerfið sem pestina. 

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 18:29

21 identicon

Jón Þór,

Þetta er akkúrat málið.

Afnám verðtryggingar mun óhjákvæmilega kalla á ábyrgari hegðun bankanna, og ríkisins líka.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 18:35

22 identicon

Jón Þór,

Peningamagn í umferð hefur ekkert aukist frá hruni, vandamálið er ekki útlánagleði bankanna, hva þá síður peningaprentun þeirra enda er það bara SÍ sem hefur leyfi til þess ætla ég að vona að menn almennt viti. Verðbólgan hér er nú tengd verðhruni krónunnar jafnvel þrátt fyrir gjaldeyrishöft og það að gríðarlegum gjaldeyrisvarasjóði landsins, sem allur er tekin að láni. Klárlega munu aðgerðir sem veika krónuna gera það að verkum að allur innflutningur mun hækka í verði og rýra lífskjör á Íslandi.  Þetta D-rated (Default) bankabrak á Íslandi er í raun ekkert annað en umslag utan um kröfur. Kosnaðurinn við að hafa krónu verður gríðarlega háir stýrivextir þetta er því miður ekki búið til í bankakerfinu eins og sumir virðast jafn vel halda. 

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:18

23 identicon

Verðtryggingin er því miður orsök en ekki afleiðing. En við getum byrjað leikinn þar sem frá var horfið fyrir tíma Ólafslaga og verðtryggingar fyrir þá sem muna það. Þetta verður gírað með miklu hærri skuldum og ef við opnum fyrir gjaldeyrishöftin opnast ný vídd sem er fjármagnsflótti og gengishrun og þegar við bætist "snjóhengjan gríðarlega" og gríðarleg aukning á peningamagni getur þetta orðið mjög svo spennandi að sjá hvað gerist þegar þetta verður tekið úr ofninum. Við gætum þá væntanlega sett þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu og spurt hvort hvað gengi krónunnar ætti að verða.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:27

24 identicon

Þetta er eins og hagfræðingurinn Jón Steinsson bendir á enn einn eiturbaksturinn úr búri Framsóknarflokksins. Allir muna 90% lánin og hverning menn gíruðu upp Íbúðarlánasjóð sem er með 950 miljarða ríkisábyrgð sem hmmm... eru á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda og þrátt fyrir verðtryggð útlán þurfti nærri 40 miljarða aukafjárveitingu sem skattborgarar landsins koma til með að endurtaka margoft á næstu árum.

Ragnar (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:43

25 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Menn eru greynilega svo svartsýnir að þeir sjá því allt til foráttu að afnema verðtryggingu...

Verðtryggingin var sett til að bjarga fjármagnseigendum og pína hina.

Það er einfalda skýringin.

Það að vextir hækki allsvakalega er skot yfir markið enda þurfa lán ekki að bera nema mest 7% vexti þó engin sé verðtryggingin. Þeir sem ekki sjá það eru lélegir í hagfræðinni.

Ef bankar hinsvegar vilja hækka umfram 7% þá er bara að taka aftur upp vaxtaþakið sem var við líði í áratugi.

Kaldi

PS.

Ég nenni ekki að rökræða þetta meira enda virðist sem þið "sérfræðingarnir" séuð nákvæmlega það sem orðabókin segir um sérfræðinga.

Sérfræðingur = sá sem veit meira og meira um minna og minna þar til hann VEIT ALLT UM EKKI NEITT.

Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2013 kl. 10:00

26 identicon

Hæ Björn. Ekki er ég að gefa mig sem einhver sérfræðingur og  titla mig sem áhugamann  eins og flestir sem tjá sig á þessum vef.
Það er auðskiljanlegt að að fólk er í erfiðleikum en merkilegt að þeir sem vilja halda í krónuna og "sjálfstæði"/"einangrun" landsins virðast ekki vita hvað það kostar eða vilja borga þann kostnað. Hef það sem reglu að fara ekki manninn en rökin.

Sú staðreynd að
1. Kostnaðurinn við að halda út íslensku krónunni er og verða  háir vextir og algjör forsenda þess að geta í framtíðinni afnumið gjaldeyrishöfin. Íslensk hagstjórn verður eins og að ganga á glerbrotu og framtíðin er ef ekki verðtrygging þá háir og fljótandi eða fastir vextir.

2. Íslenskt velferðarkerfi er og verður greitt af íslenskum skattgreiðendum annað hvort beint eða með vöxtum og vaxtavöxtum ogþað mun taka alla vega 2 áratugi að krafsa okkur upp úr klúðrinu.  Það er hægt en með miklum fórnum, samstöðu og festu.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 13:22

27 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

1973 voru fastgengisstefnur og höft víða í heiminum...

Ef það eru ekki næg rök móti bullinu í "sérfræðingunum" þá þurfa þeir að fara aftur í skóla og læra örlítið um sögu alheimsins sérstaklega kaflana þar sem farið er í málefni landa á tuttugustu öldinni...

Það er viðurkennd staðreynd að það kostar að halda úti gjaldmiðli. Það er líka staðreynd að það kostar greynilega margar þjóðir miklu meira að halda úti sameiginlegum gjaldmiðli. Spurningin ætti því að vera svona "á að kasta krónunni fyrir borð til að taka upp dýrari gjaldmiðil?"...

Svo er hægt að koma með spurningar endalaust um sama málefni en öll enda rökin á einn veg. Það er ódýrara til lengri tíma litið að vera með krónuna okkar sem gjaldmiðil en að taka upp annan gjaldmiðil ásamt þeim áhættum sem honum fylgja.

Við omum heldur ekki í veg fyrir annað hrun með upptöku á nýjum gjaldmiðli. Þið megið reyna eins og hægt er að koma með mótrök gagnvart því, það er bara ekki hægt... Horfið á allar tilraunir með sameiginlega gjaldmiðla frá upphafi vega, aldrei gengið. Núna er ein tilraun í gangi og virðist hún vera að lama og lækka lífskjör fólks í heilli heimsálfu (evran)...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2013 kl. 16:30

28 identicon

Það er náttúrulega rétt hjá þér Ólafur að gjalmiðillinn leysi ekki öll vandamál. Klárlega er ekki hægt að grenja yfir háum vöxtum og vilja íslensku krónuna án hafta.  Þá er bara að bíta í skaldarrendurnar. Verðbólgan verður á kosnað skuldara alla vega ef við ætlum að hafa íslenska krónu án gjaldeyrishafta og þá þarf að læsa hagkerfinu kyrfilega. Áður fyrr þurftu innistæðueigendur að sætta sig við að þetta brann upp í verðbólgunni á neikvæðum vöxtum en núna er ýtt á ENTER á tölvunni og landið tæmist af fjármagni og eftirspurn eftir krónu hynur samfara gengi hennar sem mun verða vítahringur.
Er þetta réttlátt, nei því er ég ekki að halda fram.  Ég er ekkert að segja að þetta sé gott. Ég var hreinlega að benda á þá þversögn. Að hafa íslenska krónu án gjaldeyrishafta og hafa neikvæða raunvexti (þeas lægri en verðbólgu). Á 7. 8. og 9. áratugnum var ekki hægt að færa fjármagn burtu, skuldirnar voru ekki svona miklar.  En hvað er til ráða. Bendi raunar á að í Þýskalandi hafa skapast nærri 1 miljón störf og mesti viðskiptahagnaður í 60 ár. Það er kanski engin tilviljun hvernig fyrir okkur er komið. Léleg stjórnvöld en þau sitja á ábyrgð íslenskra kjósenda sem augljóslega fá að svíða fyrir þetta. Í "alvöru" löndum Norður Evrópu koma allir flokkar með sín fjárlagafrumvörp og þetta er farið yfir af óháðum stofnunum og gerðir afturreka ef dæmið gengur ekki upp. Þetta tíðkast ekki í lýðskrumslöndunum og ekki á Íslandi sem er eins og meðalstór bæjarhluti í stórborg.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 17:33

29 identicon

Fjárhagsvandræði íslensku þjóðarinnar og einstaklinga eru sjálfskaparvíti en allir grenja og allt er öðrum en þeim sjálfum að kenna.
Stjórnvöld voru margoft klöppuð upp af íslenskum kjósendum. Það var ekkert hlustað á aðvörunarraddir og hagkerfið var keyrt út í móa af óvitum hér var dýralæknir fjármálaráðherra og lögfræðingur Seðlabankstjóri og fjármálakerfið var í raun eitt alsherjar innherjasvindl. Þjóðin sat í aftursætinu og klappaði fyrir öllu saman. Ein mesta vinstristjórn er að keyra einu mestu hægristefnu. Flokkarnir virðast gjörsamlega ráðalausir um lausn vandans og við verðum steikt í okkar eigin fitu.  Það er fólk á þessari jörðu sem svelgur heilu hungri en íbúarnir á Range Rover eyjunni þeim vorkenna fáir.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 17:43

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ragnar.

Það er alltaf undantekningar sem sanna regluna þú skrifar:

Í "alvöru" löndum Norður Evrópu koma allir flokkar með sín fjárlagafrumvörp og þetta er farið yfir af óháðum stofnunum og gerðir afturreka ef dæmið gengur ekki upp. Þetta tíðkast ekki í lýðskrumslöndunum og ekki á Íslandi sem er eins og meðalstór bæjarhluti í stórborg.

Þú hefðir getað bætt við BNA. Það hefur ekki komið fjármálafrumvarp frá efri deild (Senate) í yfir 4 ár og þar af leiðandi engin fjármálaáætlun (budget). Heldur er eitt eins og þeim sínist, og þak á skuldum leifilegt hækkað tvisvar eða þrisvar á ári.

Enda er eyðsla og skuldir BNA komnar í algjört óefni.

Það eru lönd sem eru mörgum sinnum stærri en Ísland sem halda ekki á fjármálum sínum sem skildi.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.2.2013 kl. 19:36

31 identicon

Það er hárrétt athugað Jóann og þú getur raunar tekið ennþá öfgafullri útgáfu sem er Kaliforníuríki í USA.

Bandaríkin lentu í algjörum ógöngum eftir stjórnartíma Bush yngri með skattaívlnunum til auðmanna og stríðsrekstur á krít og síðan hafa menn mokað ótöldu fjármagni í ábyrgðarlausan fjármálageirann.
Engilsaxneska módelið (USA og UK) sem byggja á fjármálagjörningum og lagaflækjum er augljóslega að tapa fyrir framleiðsluhagkerfum Þýskalands og Norður Evrópu sem hafa allt annan kúltur en td. lönd suður Evrópu sem eru í tómu tjóni enda byggja þau á lýðskrumsstjónmálum, loforðaflaumi og þarf þar glerharðan þýskan fjármálaaga enda sjá þjóðverjar að ekki þýðir að moka þangað eftirlitslausu fjármagni. Þeir sem sáu fyrir sér endalok Evrukrísunar vanmeta efnahagslegan styrk Þýskalands og Norður Evrópu en klárlega er efnahagsástandið á Grikklandi og Spáni skelfileg en atvinnuleysi á Spáni er núna nánast það sama áður en þeir fóru í ESB.  Síðan má benda á Eistrasaltslöndin sem eru að koma geisilega sterk með mikla tiltrú og keyrðu beint í gegnum kreppuna með beinhörðum aðhaldsaðgerðum og með beinhörðum aga og það er augljóslega sársaukafullt með á því stendur en uppskera traust og virðingu fyrir.  Bretar eru raunar með sitt pund en verðfall fjármálageirans gagnvart framleiðsluhagkerfunum er augljóst og þeirra bíður langt niðurskurðarferli.
Á Íslandi er engin alvöru fjárfesting í realhagkerfinu meðan menn eru að tala um að fjárfesta í bankakerfinu sem er í raun ótrúlegt enda fleirri númmerum of stór fyrir íslenska hagkerfið. 

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 00:10

32 identicon

Þýski heimurinn mætti þeim bandaríska þegar Daimler-Benz yfirtók Chrysler sem var sagt að hafði fleirri lögfræðinga í vinnu en verkfræðinga og þeir voru víst alveg sjökkeraðir yfir ástandinu enda gáfust þeir upp.
Fjármálageirinn hefur í raun étið upp mikið framleiðsluhagkerfinu og þar er spáð í skammtímahagnað enda nánast búið að eyðileggja þennan sterka iðnað í Bandaríkjunum sem er grátlegra en tárum taki sem og hlutskipti Detroit sem er blátt áfram ömurlegt.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 00:33

33 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ragnar ekki vera svona ideolog, það fer engum vel.

Til að byrja með þá var Obama að heimta að skattalækkanirnar sem Bush kom í gegn og átti að vera til 10 ára, yrður að lögum permanently.

Ég var/er að horfa á CNBC og þar var verið að tala um að framleiðsla í Evrópu hafi farið niður á við, þetta átti við Þýskaland líka.

Það er allt að fara fjandans til í Evrópu, af því að það eru svo margir sem eru atvinnulausir og hafa ekki efni á að kaupa bíla og annan varning sem er verið að framleiða í Evrópu.

Rétt hjá þér að benda á Kaliforníu, af hverju ættli að það gangi svo vel í efnhag Texas en Kalifornía er á rassgatinu?

Ég ættla að svara þessari spurningu fyrir þig Ragnar og þú getur kritisserað það eins og þú vilt.

Skattar eru hærri í Kaliforníu, reglugerðir eru fleirri og erfiðari að fara í gegnum í Kaliforníu, give away proggröm er fleirri og hærri í Kaliforníu, eftirlaun strafsmanna Kaliforníuríkis eru svo há að kalifornía hefur ekki efni á því mikið lengur.

Hugsaðu þér að lögreglumaður er með yfir 45 miljónir á ari í eftirlaun, var umtalað í fjölmiðlum hér í BNA ekki alls fyrir löngu.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 00:44

34 identicon

Hehe... ég er enginn ideolog en þetta eru stóru línunar hvort sem þér líka eða ekki. En þessi mynd að allt sé að fara yfirum vegna Grikklands sem er míkróskópísk efnahagsleg stærð og Spán þar sem gríðarleg offjárfesting hefur verið í húsnæði og öðru en ekki samfara í framleiðsluferlinu.  Grikkland er að tapa ferðamönnum til Króatíu/Rúmeníu og Tyrklands enda er ferðamannabransinn mest allt láglaunastörf.

O'Bama var styrktur af fjármálageiranum og vel borgaðir lobbíistar í Washington hafa sín áhrif. 

Já Jóhann, þú veist væntanlega hvað ofureftilaunaþegarnir á Íslandi þeas æðsu embættismenn og ráðamenn sem komu landinu á kaldan klaka jafnvel þeir/sá sem dæmdur var í hæstarétti fyrir innherjasvik og gegnir lögfræðistörfum með öklaband en íslenskir skattgreiðendur þurfa ða borgaþetta dýrum dómum.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 01:06

35 identicon

Klárlega er geypilegur munur milli ríkja. Ég var fyrir nokkrum árum á sjjúkrahúsi í Bandaríkjunum og þar voru fleirri starfsmenn sem sáu um pappíra en sinntu sjúklingum enda var ég ekkert sérstaklega imponeraður og þetta var eitt af topp 5-10 sjúkrahúsunum.  Það vantaði ekki að liðið var vatnsgreitt með bindi í strauuðum sloppum en það er enginn tilviljun að heilbrigðiskerfið er 2-3 sinnum dýrara en okkar. Heildarkosnaður í bandaríska heilbrigðiskerfinu er að nálgast 17% af GDP sem fer í þetta sem myndi þýða að við eyddum næstum 300 miljörðum Íkr (um 280 miljarða) í íslenska heilbrigðiskerfið en eyðum "lásí" 38 miljörðum Íkr í Landspítalan sem er nánast ótrúlega lág upphæð enda ekki skrítið að þar sé allt að stöðvast en þetta byggist allt á gríðarlega lágum launum fagfólks. Hjúkrunarfræðingar eru td. með um 2-3 falt hærri laun í Bandaríkunum en á Íslandi og ég svo ég tali ekki um sérfræðilækna.
Á hinn bógin er ungbarnadauði í Atlanta í Georgíu ríki  á við velstæðrari lönd Afríku sunnan við Sahara. 

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2013/?lidur=08

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 01:39

36 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú erum við sammála það eru lobbíistar sem koma sínum áhugamálum inn í löggjöfina, skiptir ekki máli hvort Forsetinn heitir Bush, Obama eða Jesús Kristur.

Það eru sumir sem halda, að allt það sem Forsetinn vill það fær hann. Eins og til dæmis Obamas budget proposal fór ekki í gegn á síðasta ári, það var lokað á það með 97 á móti og 0 með í efri deild (Senate) af 100 atkvæðum mögulegum og demókratar eru í meirihluta.

Það er þingið sem ákveður hvernig peningum er eytt, en það er automatísk hækkun á öllum útgjöldum, þannig að það skiptir ekki máli hvort það er buget eða ekki, útgjöldaliðirnir fá sína árlegu hækkun.

Grikkland er eins og vatnsdropi í Þingvallavatn, grikkir eru ekki vandamál Evrópu, heldur er give away prógröm um alla Evrópu og atvinnuleysi um alla Evrópu sem eru vandamálið.

Þetta er að gerst á Íslandi, þegar þjóðinn er að berjast við að fara ekki á hausinn með Ríkiskassan þá er fæðingarorlof lengt og hækkað. BÍÓkarlar fá 470 miljónir til að búa til BÍÓmynd o.s.frv., en tæki á sjúkrahúsum virka ekki. Þetta er eins og á geveikrahæli.

Svo eru það eftirlaun starfsmanna Ríkis og Bæjar, þetta gengur ekki upp. Móðir mín fær eftirlaun föður míns og getur lifað af því nokkuð góðu lífi. En af hverju eru ekki allir á sama bát. Svo er spurningin; hefur Ríkið efni á að setja endalausa peninga í lífeyrissjóð Ríkis og Bæjar, það hlýtur að koma að því að þetta gengur ekki upp.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 01:49

37 identicon

Ég er sammála að margt gæti farið betur enda hroðalegt að sjá þessa sósíalista klúðra málunum en hagsaga Íslands frá 2000 er eitt gígantískt klúður. Frá 2000 til 2008 fjölgaði ríksstarfsmönnum um meira en 25% og opinber útgjöld jukust um meira en 1/3 að raunvirði sem er meira en ótrúlegt. Það var enginn agi á fjárlögum.
Við fengum mestu vinstristjórn sögunnar með "helaga" Jóhönnu sem í raun komust í stólanna á innistæðulausum loforðum. Ég bjóst ekki við neinu af þessu fólki. En vandamálið er í raun að það er í raun enginn sem er að segja neitt af viti sem ég get séð. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun meiri sósíalistaflokkur en norski Verkamannaflokkurinn í raun lítið annað en hagsmunasamtök en það er margt gott fólk þar sem annars staðar.
Þetta er hárrétt hjá þér Jóhann augljóslega ganga lífeyrisskuldbindingarnar hins opinbera ekki upp og þyrfti að leggja um 30-40 miljarða á ári (það sem samsvarar rekstarútgjöldum til Landspítala) til að halda þessu en augljóslega er þessu sópað undir teppið en hverfur ekki.  Mesta ógnin við Ísland er atgerfisflótti.

Ragnar (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 02:02

38 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott að við erum sammála og kanski góður tími fyrir okkur að slá botn í umræðuna.

Góðar stundir.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband