Þriðjudagur, 12. febrúar 2013
Kjafturinn
Mótmælin voru hæst í Vestmannaeyjum þegar kvótafrumvarpið var til umræðu.
Vestmannaeyjabærog bæjarstjórnin þar barðist fyrir óbreyttu kvótakerfi... Með öllu sem því fylgir t.d fjáls framsal veiðiheimilda.
Nú hefur þeir orðið vitna af frjálsu framsali og eru ekki sáttir.
hvells
![]() |
Höfða mál vegna Bergs-Hugins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað segir þú Hvellur, what is good for the goose, is not good for the gander.
Það er oft svo að menn ættu ekki að óska einhvers, því að það gæti verið að þeir fegju það og þá kanski líkar þeim það ekki eftir alltsaman.
Vestmanneyingar fá að bragða á sínu beiska meðali, sem aðrir bæjir og landshlutar voru búnir að bragða, en það var allt í lagi af því að það voru ekki vestmannaeyingar sjálfir, heldur einhverjir aðrir.
Svona getur sjálfselskan verið, komið sér illa við þá sem eru sjálfselskir. What goes around, comes around.
Hvellur.
Sástu upplýsingarnar sem ég setti í Rúlletu athugasemdina um Fred Smith, forstjóra FedEx? Bara svo að þú haldir ekki að ég hafi búið þetta til.
Kveðja frá las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 17:54
Þetta er alveg mögnuð og stórmerkileg saga
"As he looked up at the departure board for the status of his flight home, he noticed that a flight was leaving soon for Reno. Instead of going to Memphis, he went to Reno and took all the remaining money he had"
flottur :)
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2013 kl. 21:08
Rukka hámarksverð fyrir kvótann.
Skilar ríkissjóði 150milljörðum aukalega í ríkiskassann.
Hægt er að borga niður himinháar skuldir. Lækka vaxtabirgði.
Sumir tala um vandamál á Landspítalanum. Hægt að splæsa einum milljarði í þann vanda. 149 milljörðum í að lækka skuldir.
Alveg sama um framsal. Alveg sama hvaða þjóðerni eigandinn er. Alveg sama um byggðasjónarmið. Alveg sama um vinnslu í landi. Þetta fer allt sinn veg samkvæmt lögmálum markaðarins.
En í ríkiskassann er eitt frumskilyrði!
kv
Sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 22:18
Er atvinna ekkert sem þarf að hafa í huga þegar kvótasystemið er rætt?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 22:24
Jújú svosem.
Legg mikla áherslu á að til að byrja með fá hámarksverð í ríkiskassann.
Í framhaldi af því má ræða um atvinnu. Um leið og atvinnu eða byggðasjónarmið koma í veg fyrir hámarksverðið þá segji ég nei.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2013 kl. 22:44
Þannig að næstu áratugi þá á fólk að fá styrki úr Ríkiskassanum og þurfa ekkert að vinna?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 22:51
Eg hef ekki trú á því að fiskvinnslan leggist af hér á landi ef við förum að rukka sægreifanna fyrir kvótann á auðlindum Íslendinga.
Ég var bara að lýsa minni forgangsröðun.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2013 kl. 23:55
Ég skil, en það sem ég er hræddur við er að það verði of mikið tekið af fyrirtækjum til að geta haft einhvern hagnað?
Fyrir utan það að ég held að peningar séu betur með farnir hjá hinum almenna borgara.
Ríkið framleiðir ekki neitt nema papíra og papírsmöppur, það tekur peninga frá þeim sem hefur unnið fyrir þeim og útbýtir þeim eins og Ríkinu og þeirra klónís finnst bezt sem er kanski ekki bezt?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 13.2.2013 kl. 00:17
Ég get alveg sætt við mið að hámarksverðið á kvótanum verði svo sent í ávísun til allra landsmanna.
Verðbólguhætta nokkur. En það verður bara hafa það.
Ég lít ekki á að það sé verið að "taka af " fyrirtækjum. Heldur uppboð á kvóta. Sá sem bíður hæst fær hann. Fyrirtæki bjóða það hátt í vöru að þau enda í tapi, ef svo er, þá þarf að skipta um stjórnendur sem kunna ekki að reka fyrirtæki.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2013 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.