Mánudagur, 11. febrúar 2013
Leiðrétting
Friðrik segir: Annað hrun er óumflýjanlegt fyrir Ísland, nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna.
Ég veit ekki í hvaða kornflex pakka hann fékk sína hagfræðigráðu.
Í fyrsta lagi verður ekki hrun vegna haftana. Hinsvegar mun Ísland deyja hægt og hljótt. Lífskjörin vegna haftana mun fara minnkandi.
En við afnám haftana þá mun gengið hrinja og hugsanlegur fjármagnsflótti erlendis er mögulegur. Veldur falli á verðbréfum og húsnæðisverðum. En þetta mun allt leytast í jafnvægispunkt hvort sem er. Það er ekkert betra að vera í einhverri bólu til framtíðar.
Með öðrum orðum verður hrun vegna afnáms haftana ef við köllum það hrun. Ekki vegna haftana. Friðrik er ótrúlega heimskur.
hvells
![]() |
Annað hrun óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki sammála þér Hvells.
Þetta er að mínu viti rökrétt hjá Friðriki en vísa til síðu hans.
Þar sýnir hann fram á þessa gríðarlegu fjármagnsaukningu í íslenskum krónum sem því miður er innistæðulaus og athyglisverð línuri raunar er þetta framhaldsgrein sem hann hefur skrifað.
Klárlega eru höftin til að bremsa það að raunveruleikinn flæði inn á okkur en höftin eru því miður engin lausn eru einungis gálgafrestur. "We are damed if we do and damed if we don't" og raunverulega auðvelt að kála aðildarviðræðunum að ESB þá er einum kostinum færra. Gjaldeyrisuppboð Seðlabanka er í raun ekkert að breyta stöðunni enda sem annað hluti af reyknum sem er verið að vefja um íslenskt fjármálakerfi auk þess sem það er verið að byggja upp undir einhverja mítu að við séum að koma svo vel út úr þessu sem stór hluti landsmanna virðist næstum trúa eða vilja trúa.
http://blog.pressan.is/fridrik/2013/02/09/peningamagn-vs-raunverdmaeti/
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 11:37
Tek undir með Ragnari, lestu greinina sem hann vísar til.
Hér er t.d. tilvitnun úr henni sem þú skalt lesa og hugsa um, aldrei að vita nema menn átti sig ;-)
"Tilgangurinn með þessum útreikningum og myndbirtingum er að reyna að sýna á tiltölulega einfaldan hátt þann fullkomna viðskilnað sem varð í peningaprentun hér í aðdragandi hrunsins og að þrátt fyrir hrunið eru þessir peningar ennþá innan hagkerfisins. Þess vegna eru gjaldeyrishöft, viðvarandi verðbólga og viðvarandi gengissig (þrátt fyrir höftin)."
Ég er ekki frá því nema við séum að tapa Icesave bakdyrameginn með þessu gambli seðlabankans með gjaldeyrisvarasjóðinn. Þar er verið að endurlífga ónýtar krónur með skuldaklafa sem settur verður á skattgreiðendur!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 11:57
Svona velti fyrir mér úr hvaða ruslatunnu hvellurinn fékk sína hagfræðigráðu???
Sýnist sem svo að Friðrik hafi betri gráðu en þú þó hún komi úr kornflexpakka, hann er altént í betri vinnu en þú... :)
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 11.2.2013 kl. 12:46
Ég skal viðurkenna það að ég hef ekki lesið þessa meintu grein. Ég hef látið samantekt blaðamans frá MBLnæja... HEIMSKUR ÉG!!!.
En punkturinn hjá þér Rangar er eitt.
Þú segir að fjármagsaukningu á innistæðulausum krónum.
Ég er sammála því.
Það er samt með öllu óskiljanlegt að þú skulir byrja á þinni færslu sem "ekki sammála þér Hvells" en tekur ekkert á þvi sem ég var að bogga.
Þetta á líka við þig Bjarni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 12:50
*blogga
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 12:50
Ólafur
Ég er ekki með hagfræðigráðu en ég er hinsvegar með Bsc í fjármálum.
Sem er greinilega verðmætara ef við miðum við hagfræðigráðunna hans Friðriks.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 12:52
Það virðist þurfa að tyggja þetta ofan í þig , Hvells!
Þú telur Friðrik ætla að hrun verði vegna haftanna, sem þér ætti að verða ljóst við lestur tilvitnaðrar greinar að er einhver misskilningur þinn eða blaðamanns.
Sjálfur telur þú að lífskjörin fari minkandi vegna haftanna, en ef þú lest tilvitnaða grein þá ætti þér að verða ljóst að vandinn liggur í allt of miklu innistæðulausu peningamagni í umferð, þeim vanda er mætt með höftum sem þurfa ekki endilega að vera góð leið til framtíðar en a.m.k. svona eins og að setja putta í fossblæðandi sár. Vandinn er semsagt ekki vegna haftanna heldur eru þau birtingamynd hans.
Svo endarðu á að lýsa mögulegri sviðsmynd við afnám hafta, sú mynd er ekki fjarri lagi en ályktun þín í framhaldinu er röng þ.e. að þetta gerist hvort sem er.
Þá kemur aftur að því að þú þurfir að lesa tilvitnaða grein og ættir þar með að gera þér ljóst að þar sem vandinn er of mikið af innistæðulausum krónum í umferð, þá sé lausnin sú að fækka þessum krónum. Þar má t.d. nefna að skifta út gjaldmiðlinum fyrir nýjann, jafnvel að undangegnu tilboði til vogunarsjóða um að fá krónurnar sínar greiddar út á kostnaðarverði!
Af öllu þessu ætti þér að vera ljóst að athugasemd mín hér að ofan er einmitt við blogg þitt, þ.e. að lestur greinar Friðriks ætti að leiða þig út úr þeim misskilningi og vitleysum sem í því eru, kanski ekki síst því að telja manninn heimskan!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 13:19
Ekki ætla ég að taka þátt í þessu gráðu pissukeppni enda skiptir það máli hvaðan þessar gráður koma en ekki hverjar þær eru.
Það er ekki spurning um að þetta öfgafulla Íslands dæmi er löngu komin út úr öllum skólahagfræðibókum enda erum við í því sem er lýst som "the perfect storm" eftir samnefndri kvikmynd með þeim köppunum George Clooney og Mark Wahlberg.
Við erum í skuldakreppu og gjaldeyriskreppu, með gríðarlega eignabólu sem ennþá er ósprungin. Við erum með hrunið og gjaldþrota bankakerfi og hrunin fjármálamarkað og hlutabréfamarkað sem reyndist lítið annað en gígantísk innherjasvindl. Við vorum dregin í skjól af IMF með neyðarlánum. Það er í raun upplausn í pólitíkinni og það hefur orðið siðferðishrun og algjör trúnaðarbrestur þar sem ljóst er að ráðamenn síðustu árin hafa getað haldið um hagsmuni þjóðarinnar.
Það góða við þetta allt saman að ástandið getur varla orðið verra en vandamálið er að flestu er frestað.
og höfum frestað vandanum.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 13:23
Þetta er rétt Bjarni.
Peningar eru ávísun á verðmæti og hagkerfi íslands er að mestu innistæðulaus ávísun og spurningin hver er fyrstur að leysa hana út. Þeas taka þetta út í gjaldeyri eða einhverju öðrum verðmætum í raun allt annað en íslenskar krónur.
Það er búið að læsa alla inni með innistæðulausar ávísanir og allir bíða eftir því að hurðin sé opnuð. Hurðin er styrkt neglt er fyrir gluggana en vandamálið er að það eru ekki til verðmæti fyrir þessu fjármagni.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 13:30
Rétt Ragnar.
Gott common sens er mikilvægara en allar gráður.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 13:57
Skila þessu gjaldeyrisláni Seðlabankans, prenta seðla og borga kröfuhöfum þá peninga út erlendis. Þeir verða þá ekki eftir í landinu og belgja út bóluna.
Seðlabankinn er ekkert annað en gjaldeyrisvogunarsjóður í dag og hefur ekkert að gera með að rukka skattgreiðendurm með tuga milljarða vaxtagreiðslur ár hvert vegna þess SvartaPéturs sem hann situr uppi með.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 14:25
Bjarni.
Gagnrýnin þín er með öllu óskiljanleg. Í raun veit ég ekki hvar sú gagnrýni er að beinast. Ég tók það fram að ég HEF EKKI LESIÐ GREININA. Það er bara þannig. Staðreynd. Óþarfi að pönkast í mig fyrir það. Menn hafa betur að gera en að lesa allar mögulegar skýrslur.
Að því sögðu.
Þú segir "lestur tilvitnaðrar greinar að er einhver misskilningur þinn eða blaðamanns.".... já .. ekki lasta mig fyrir misskilning blaðamans. Ég hinsvegar les fréttina á mbl.is... einsog margir Íslendingar gera. mbl.is er einn vinsælasti vefur á Íslandi og það er með öllu óskiljanlegt að þú sért að lasta mig fyrir það að lesa mbl.is...... þá ertu að lasta flestalla Íslendinga. Kannski mælir þú með dv.is?
Þú segir "Sjálfur telur þú að lífskjörin fari minkandi vegna haftanna, en ef þú lest tilvitnaða grein þá ætti þér að verða ljóst að vandinn liggur í allt of miklu innistæðulausu peningamagni í umferð,"
Ég las ekki greinina. Sorry. Óþarfi að "tyggja" hitt og þetta ofan í mig.
ég segi hinsvegar í kommenti að ofan
"
Þú segir að fjármagsaukningu á innistæðulausum krónum.
Ég er sammála því.
Þú ert sammála ályktun mín hvað varðar afnámi hafta.
Þú segir eitthvað um að ég segi "það gerir hvort sem er" ég hef ekki sagt neitt slíkt. En við þurfum að afnema höft... það mun líklega leiða til gengisfall. Það er í raun ómögulegt að vita hversu mikið... eða hvort það verður eitthvað.... en þín ályktun er að þessi leiðretting þarf ekki að koma til? Eigum við bara að búa í þessum bóluheimi?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 14:54
Sindri þetta aukna peningamagn er ekkert nýtt það hefur verið margoft bent á þetta í aðdraganda hrunsins. Friðrik sýnir þetta á netsíðu sinni hvernig þetta jókst í aðdraganda hrunsins. Vandamálið er að peningar eru ávísun á verðmæti og hér er búið að búa til eitthvað úr engu. Ergó það fær augljóslega ekki staðist. Bankakerifi getur í raun búið til fjármagn með að búa til skuld og búið til eign svo merkilegt sem það nú er. Þess vegna hafa öll vitræn samfélög gríðarlega strangt eftirlit með þessu. Peningamagn það sem er í prentuðum seðlum er minsta málið þetta eru tölur sem eru skráðar í tölvum sem engin verðmæti fylgja. Það er gríðarleg vanrækslusynd að hafa látið þetta gerast og óátalið. Þetta er í raun ekki vandamál ríkisstjórnarinnar eða Seðlabankans. Það er vandamál þjóðarinnar hvort sem hún fattar það eða ekki. Í lýðræðisríkjum eru stjórnvöld á ábyrgð þegnanna og þeir fá að svíða fyrir lélegt eftirlit og lélega hagstjórn sem mun óumræðilega gerast hérna. Já eins og ég skrifaði íslenska krónan er í raun innistæðulítil ávísun og menn hafa læst hagkerfinu fremur en að mæta vandamálinu sem augljóslega leysir það ekki. Barnið sagði hvers vegna er keisarinn ekki í neinum fötum? Það sem gerast mun er að það verður algjört lífskjara og eiganhrun á Íslandi og ráðamenn hafa ekki græna glóru hverning á að forða því.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:07
Fyrverandi fjármálaráðherra og síðast forsætisráðherra mælti það í geðshræringu augnabliksins, "guð blessi Ísland!" Það eru margir sem hafa haft það í flimtingum en það er því miður hárrétt hjá manninum ástandið er og var grafalvarlegt. Þrátt fyrir Icesave hafi leyst á furðu jákvæðan hátt þá er og var það mál smáræði miðað við þessa ógn. Hitt er náttúrlega það að ekki ennþá er búið að takast að ná saman hallalausum fjárlögum sem er lífsnauðsyn og ég held að fólk almennt gerir sér litla grein fyrir því hvað felst í aga í fjárlögum og hér liggur við efnahagslegt sjálfstæði og efnahagsleg framtíð landsins. Þetta er grafalvarlegt og í raun ætti að mynda þjóðstjórn ef ekki nú þá eftir kosningar. Það er ekki hægt að fara í lýðskrumsstjórnmál í svona ástandi.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:17
Hvells og Ragnar
Ástandið er vitanlega óásættnlegt, snjóhengjuvandann þarf að leysa án þess að láta allt gossa (Hvells!) en þetta er vel leysanlegt.
Trúlega er gjaldmiðilsskiftileið þar sem gera þarf, t.d. að taka upp nýkrónu. Lilja Mósesdóttir hefur komið ágætlega inn á þessa lausn, enn fremur hefur hún varað við því að splæsa gjaldeyrisvarasjóðnum í að greiða fyrir ónýtar hrunkrónur.
Ástandið er aðuðvitað grafalvarlegt á meðan stjórnvöld horfast ekki í augu við vandann og seðlabankinn er úti að aka, neitar að taka á peninaprentun bankanna og spreðar út varasjóðnum í vitleysu. Ég orðaði það svo hér að ofan að við værum að tapa Icesave bakdyrameginn, sá áðan í grein Friðriks (næstu á undan þeirri tilvitnuðu!) að hann orðaði þetta svo að við værum að fara Írlandsleiðina aftanfrá.
Skref 1. er að leysa snjóhengjuvandann
Skref 2. er að stöðva peningaprentun bankanna og þar með verðbólguna.
Þá fyrst er hægt að fara að leysa vandamálin eitt af öðru!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:38
Bjarni, vandamálið er ekki peningaprentun núna, vandin er fortíðarvandi froðuhagkerfisins. Það er minsta málið eru þessar krónur sem hafa verið prenntaðar. Að taka upp lán til að skipta einhliða gjaldmiðil er brjálæði og glapræði og það vill enginn augljóslega og sem betur fer lána okkur fyrir því.
Vandamálið er að það er ekki hægt að gera á milli íslenskra króna, það verður að gjaldfella allt og því fyrr því betra en það verður óskaplega sársaukafullt. Lagalega séð er ekki hægt að gera upp á milli króna í íslenska hagkerfinu.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:46
Bjarni.
Verðbólgu er haldið uppi með því að íslenska ríkið eyðir meira en það aflar og væntanlega meira en hagkerfið þolir. Auðvitað er grátlegt að horfa upp á heilbrigðiskerfi og annað stropast en það þarf styrka hönd í að skera niður annað. Skuldasöfnun ríkisins og þarnæst greiðsluþrot ríkisins gerir allt verra. Það eru engar tillögur frá Lilju sem hafa komið þar.
Við bíðum spennt eftir hvort hallinn á utanríkisviðskiptum sé ennþá jákvæður en því miður grunar mig hið gagnstæða og augljóslega er hann ekki nógu jákvæður og eina leiðin er að lækka krónuna enn frekar og það er í raun að rýra lífskjör á Íslandi svo einfalt sem það er og minnka innflutning þar sem ekki getum við aukið verðgildi útflutnings og hann mun að öllu jöfnu lækka talsvart vegna fiskverðslækkunar og álverðs og síðan bætist við spár á olíuverðshækkunum að tunnan fari í $ 120 sem nátturelga er afleitt. Svarið við þessu í hagræðibókum er að hækka vexti auka sparnað og minnka eyðslu sem augljóslega mun kæla hagkerfið niður.Verðbólgan er í raun innflutt vegna verðfalls krónunnar.
Þetta er alveg afleit staða og ekkert mun í raun batna enda erum við í hreint afleitri stöðu.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 15:57
Ragnar það er vissulega rétt að vandinn er að stærstum hluta fortíðarvandi en orsökina þarf að uppræta þ.e. peningaútgáfu bankanna.
Verðbólgan nú í kreppunni með háu vöxtunum stafar líkast til af þessari peningaútgáfu svo og innstreymi ónýtra froðukróna.Sömuleiðis valda of háir vextir og óraunhæf verðtrygging aukningu gerfiverðmæta.
Þú slærð of fljótt út af borðinu hugmynd um gjaldmiðilsskifti. Miskilur hana líklega líka, því þar er ekki verið að tala um einhliða upptöku erlends gjaldmiðils, sem vissulega væri óráð. Þarna er verið að tala um að taka upp nýjan innlendan gjaldmiðil og henda út í leiðinni ónýtu krónunum sem eru ávísun á horfna hrunfroðu.
Þú ýjar að því að ekki sé lagalegur grundvöllur að slíku en sé rétt að Þjóðverjar hafi í tvígang farið þessa leið þá held ég að hún hljóti að vera fær. Neyðarréttur þjóðarinnar kemur svo líka þar inn í.
Ef bankarnir lána fé til framkvæmda sem kosta erlendan gjaldeyri og eiga svo ekki gjaldeyri fyrir þeim framkvæmdum þá er það ávísun á óhagstæðan vöruskiftajöfnuð.
Hluti af því sem er að baga heilbrigðiskerfið er að verðbólgan er að rýra laun starfsmannanna, verðbólga tekur verðmæti upp úr launaumslögunum og fer með þau annað. A. í að lífga upp ónýtar krónur og B. í þau verkefni sem lánað er til með nýútgefnum peningum.
Þegar Katrín Júlíusdóttir segir ekki vera til peninga í að bæta tekjutap vegna verðbólgu þá er hún í raun að segja að verðmætin hafi farið annað og verði ekki skilað til baka. Þetta annað gæti t.d. verið kjördæmapotsframkvæmdin Vaðlaheiðagöng svo eithvað sé nefnt. Hjúkrunarfólk sem hefur ekki áhuga á svona skollaleik fer þá bara þangað sem þolgæði trúmennska og manngæska þess er einhvers metin.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 18:20
Vandamálið er skuldsetning fyrirtækja, bæjar og sveitarfélaga, ríksins, opinberra stofnanna, þrotabú bankanna og síðan skuldir einstaklinga sérstakt vandamál eru skuldir í erlendri mynt þegar tekjur eru í innlendri mynt. Nýkróna breytir ekki þeirri staðreynd.
Myntsvæðið nýkróna verður vart stærra en það sem núna er og hagstærðin eða smæðin er hreint gríðarleg. Nýkróna breytir ekki þeirri staðreynd.
Læt ég það vera að það séu gríðarlega háir vextir í raun eru stýrivextir á Íslandi allt of lágir en þetta geta menn gert í skjóli gjaldeyrishafta. Það eru í raun neikvæðir stýrivextir.
Hún Lilja virðist sem flestir sósíalistar vera fyrirmunað að skilja að það er hagkerfið og verðmætasköpun í samfélaginu sem er grundvöllur velferðarkerfisins en ekki öfugt. Þessari staðreynd hafa bæði jafnaðarmenn og sósíalistar á Norðurlöndum löngu búnir að sjá. Það að lána fyrir ofvöxnu bákni sem augljóslega er of stórt fyrir hagkerfið og til viðbótar bætist tröllaukið bankakerfi sem er væntanlega 3 svar sinnum of dýrt er nánast eins og grín og það að bjarga Sparisjóð Keflavíkur, Sjóvá Almennum ofl. fyrir almanna fé er stórundarlegt. Sparisjóðskerfið er dautt það var drepið bæði siðferðilega og fjárhagslega með örfáum undantekningum.
Framboð Lilju er í raun dautt og samtökin urðu aldrei meira en strik á skoðannakönnun. Hugmyndirnar ganga ekki upp þegar heildarmyndin er skoðuð. Hugmyndin var mótuð til að koma burtu gjaldeyrishöftunum en hún hefur í raun ekki gert sér grein fyrir þessari gríðarlegu innistæðulausu peningamyndun síðustu árin fyrir hrun sem ásamt snjóhengjunni kemur til með að jarða allar tilraunir til að komast út úr höftunum. Þorsteinn Pálsson orðaði það vel í einum pistli sínum að himininn væri asklokið, þar erum við í dag. Getum síðan rifist um stjórnarskrá, hvort við ættum að hafa kosninu um það hafa kosningu um samningaviðræður við ESB ofl. álíka gáfulegt.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 18:51
Það eru allir sammála um vandamálið. Eins og bent hefur verið á hefur Seðlabanki Íslands ekki lengur það hlutverk að prenta peninga, þó að lagalega sé hann sá eini sem það má. Rafkrónur eru búnar til jafnóðum af bankastofnunum og endurskoðendum. það breytir því ekki að það er algerlega glórulaust að borga þessar skuldir í annari mynt en þeirri sem er lögeyrir á Íslandi. Byrja á því og loka þær krónur síðan erlendis, getum tekið þær inn á 1 aur fyrir hvern 100 kall ef eigendurnir eru til í það. Annars geta þeir rammað þær inn eða kveikt upp í arninum með þeim.
Sama er mér.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 19:29
Þetta er rétt hjá þér Sindri að það er bankakerfið sem bjó til þessar rafkrónur sem þetta litla hagkerfi flæðir yfir um af en hlutverk SÍ og bankaeftirlitsins var að fylgjast með þessu og þar var gjörsamlega brugðist. Þeir hljóta að vita hvað var að gerast en þorðu ekki eða gátu ekkert aðhafst.
Erlend skuld í erlendri mynt hvort það sem er af einkafyrirtækjum, opinberum fyrirtækjum, ríkinu eða öðrum verður ekki greidd í íslenskum krónum annað er ekkert nema vanskil. Ef íslenska ríkið ætlar ekki að greiða sínar skuldir þá missir það lánstraust hvort sem það er á innlendum eða erlendum lánamarkaði. Klárlega getum við skrúfað fast asklokið og getum þá orðið steikt í eigin feiti sem í raun gerist með gjaldeyrishöftunum.
Þú og fleirri halda að það sé einfalt að sortera krónur í íslenska hagkerfinu og það sem þú átt hér við er að halda áfram höftunum sem er náttúrlega bara að syngja sama lagið sem sungið hefur verið síðustu 4 árin.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:11
Nú ert þú farinn að rugla öllu saman í einn endemis hrærigraut Ragnar.
Snjóhengjuvandinn er gjaldmiðilsvandi. Þó svo að ríkið skuldaði ekkert , einstaklingar,smærri fyrirtæki eða sveitarfélög, þá væri forgangsatriði að leysa þann vanda. Bankarnir fóru á hausinn svo og ýmis loftbólufyrirtæki sem aðalega voru í því að kaupa og selja hvert annað, þeir erlendu aðilar sem lánuðu, töpuðu miklu og sitja eftir með skuldaviðurkenningar í íslenskum krónum sem voru ávísun á þessi horfnu verðmæti.
Þetta er vandi nr. 1. Þe. að leiða þessum aðilum fyrir sjónir að væntingar þeirra standist ekki, um að þeir fái kröfur sínar greiddar á öðru en lágu gengi krónunnar. Sá hluti krónuhagkerfisins sem litla hagkerfið íslenska er að nota, hefur ekki áhuga, skyldu eða bolmagn til að bæta þeim útlánatapið með því að pumpa verðmætum í þessar ónýtu kröfur. Þarna má hugsa sér að hagkerfið hefði farið á hausinn, kröfurnar tapast en Íslendingar reist nýtt hagkerfi úr rústunum með nýrri krónu, án nokkurar aðkomu eða skuldbindinga við þessa erlendu aðila.
Atriði 2. Er svo skuldavandi hins opinbera,sveitarfélaga,fyrirtækja og einstaklinga . Að snjóhengjunni leystri þá er skuldavandi hins opinbera ekkert óyfirstíganlegur eða þjóðarbúsins í heild. Þ.e. gagnvart útlöndum. Það er aftur á móti alvarlegur misskiftingarvandi í gangi innanlands sem stafar af verðtryggingu og vöxtum, ekki síst varðandi lífeyrissjóðina sem búa við villuljós peningaþenslunnar en verða að gefa stökkbreytinguna til baka og horfast í augu við sína raunverulegu stöðu.
Fabúleringar þínar um hugmyndir Lilju eru svo aftur kostuglegar þar sem þú virðist ekki hafa hugmynd um hvað þær ganga út á sbr. :
"Hugmyndin var mótuð til að koma burtu gjaldeyrishöftunum en hún hefur í raun ekki gert sér grein fyrir þessari gríðarlegu innistæðulausu peningamyndun síðustu árin fyrir hrun sem ásamt snjóhengjunni kemur til með að jarða allar tilraunir til að komast út úr höftunum."
Hér myndi ég setja krækju á fyrrlestur Lilju um hvernig á að tappa af "þessari gríðarlegu innistæðulausu peningamyndun" sem þú telur hana ekki vita um en gallinn er sá að fari ég inn á vef Samstöðu þá frýs allt draslið og ég nenni ekki að skrifa þetta allt upp aftur ;-)
Bjarn Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:34
Það ætti flestum að vera ljóst að það eru aðeins tvær raunhæfar leiðir í boði til að leysa höftin, og hleypta froðunni úr útblásnu og innihaldslausu hagkerfinu.
Það er nýkróna, eða gríðarlega hár skattur á fjármagnsflutninga úr landi.
Báðar leiðir vel framkvæmanlegar, ef einher þorir að fara geng peningaöflunum.
Leið fjórflokksins, að líta undan og vona að þetta reddist að sjálfu sér mun aldrei ganga.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:41
Hér er krækja á ágætan fyrirlestur Lilju um leiðréttingu peningakerfisins: http://www.youtube.com/watch?v=Qwg59wGshZM
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:49
það er langbest þegar talið berst að ,,hrægömmum og hrakvirði" og að það eigi að semja við þá o.s.frv. - að þar með er verið að segja að taka eigi af mönnum peninga.
það er alveg ljóst að mótparturinn verður ekkert ánægður með það. Nógu slæmt er nún samt vesenið með þessa peninga þeirra ,,hrægammana" þó ekki bætist við að svo eigi að gera upptækt svo og svo - og þeir eiga bara að gera það sjálfviljugir!
Eg met það svo að þetta óraunhæft. þ.e.a.s. að eg met það svo að mótparturinn muni ekkert vilja semja neitt að gagni. Hann vill bara fá það sem hann á að fá samkvæmt pappírunum.
þá er kannski bara dómsstóaleiðin eftir.
En hafa ber í huga, að jafnvel þá dómsstólar dæmi löglegt með vísan í ,,neyðarrétt" og þess háttar. Óvanalegar aðstæður o.s.frv. - þá munu allar slíkar aðgerðir kosta mikið. Vegna trúverðugleikahnekkis. Vegna endalauss trúverðugleikahnekkis
Allt slíkt mundi verða langvinnt og flækja landið í anfræðum og veseni sem kosta auðvitað. Eg held að landið megi ekki viðmiklu af slíku.
það er miklu betri lei í boði. Aðild að EU og stefna á upptöku Evru og fá aðstoð EU við að bræða þessa blessuðu snjóhengju.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2013 kl. 22:13
Edit: ,,það er langbest, þegar talið berst að ,,hrægömmum og hrakvirði" og að það eigi að semja við þá o.s.frv. - að gera sér strax grein fyrir að þar með er verið að segja að taka eigi af mönnum peninga."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2013 kl. 22:14
Bjarni ég hef aldrei sagt að "snjóhengjuvandinn" það að erlent og óþolinmætt fé sé frosið inni í væri beintengt skuldavanda ríkisins, það hef ég aldrei nefnd þetta tengist froðuhagkerfinu það að peningamagnið jókst gríðarlega í árunum fyrir hrun. Peningar eru ávísun á verðmæti sem ekki er til staðar já eins og innistæðulítil ávísun. Allt þetta dregur niður krónuna og stórir skuldadagar erlendra lána bæði ríkis og einkafyrirtæki soga út gjaldeyri gerir það líka og aukin lánsfjárþörf og endurfjármögnun ríkisskulda heldur uppi háu vaxtastigi á Ísland enda metið sem áhættuland og allt tal um það að borga ekki eða fara í nauðasamninga hefur neikvæð áhrif augljóslega.
Óbeint tengist þetta því skatttekjur íslenska ríkisins er í krónum og kosnaðurinn við hrunið var allur tekin að láni sem og rekstrarhalli ríkisins síðustu árin þanning að reksturinn er ekki sjálfbær og núna eru um 1/5 af útgjöldum ríkisins vaxtagjöld þanning á þann veg er ríkisreksturinn kominn í ógöngur. Menn tala um að lækka vexti af íbúðalánum og skuldir ÍLS um 950 miljarða bera með sér ríkisábyrð og þar verður hít sem sogar til sín fé úr ríkissjóði og auk þess dregur rekstrarhalli ríkisins niður krónuna sem og heldur uppi vaxtastiginu. Velferðin á Íslandi hefur verið haldið uppi af samneyslunni og henni hefur verið haldið uppi af lánsfé og það þarf varla mikla innsýn til að sjá að það gengur ekki. Samneysla á Íslandi verður augljóslega borguð af íslenskum skattgreiðendum og engum öðrum.
Menn geta augljóslega haft gríðarlegan skatt af fjármagnsflutninga en það virkar í raun sem áframhald haftanna. Þyngdarlögmálið þeas innistæðulaus peningaeign í íslenskum krónum eða nýkrónum mun áfram vera staðreynd og það mun gerast kannski þá aðeins hægar en með að afnema höftin en þetta mun í raun virka eins og höft því varla fer nokkur að fjárfesta á Íslandi og þurfa að greiða himinháan skatt á fjármagnsflutninga. Þetta er væntalega augljóst brot á EES samningum og það gæti verið settur skattur á gjaldeyrisflutning til Íslands á móti.
Þetta muní raun ennþá einangra Ísland efnahagslega.
Þetta eru tvö samtend vandamál, gjaldeyrisvandi og skuldavandi ríkisins sem og fyrirtækja og einstaklinga. Það er augljóst vandamál að ríksireksturinn er ofvaxin stært (já eða smæð) íslenska hagkerfisins og þeirri sársaukafullu staðreynd hafa menn lánað sig frá. Og skiptir þar engu hvort menn kalla það Ný krónur, Eve Online ISK eða Monopoly peningar eða gjaldmiðil Disneylands.
Spurningin er verður eitthvað fólk eftir sem vill hætta sínu fé til að stofna fyrirtæki og ráða fólk í vinnu og fara í útflutning á bak við rotið og ofvaxið bankakerfi, ónýtan gjaldmiðil og ofvaxin ríkisrekstur sem mun soga til sín bæði fjármagn, lánsfé og skatta. Staðreyndin er að útfluttningstekjurnar eru að dragast saman, það er ekki ennþá ljóst hvort það verði einu sinni jákvæður viðskiptahalli við útlönd og síðan hafa tapast um 20.000 störf til viðbótar gríðarlegum launalækkunum og gengishruns krónunnar. Klárlega er hættan á öðru hruni stór og ástandið er vægast sagt ískyggilegt.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 22:32
Bjarni minn ég held að þú hafir eitthvað ruglast í rýminu á þessum glærusýningum hennar Lilju. Þarna er hún að tala um skuldir heimilanna sem eru ein stærðin í þessu en ef fólkið hefur enga vinnu getur það augljóslega ekki greitt af lánum og ef gjalmiðillinn hrynur fara þeir sem skulda með í kjölsoginu þeir sem þegar eru ekki búið að skolast frá borði. Þetta er því miður stórt vandamál en samt ekki aðalmálið.
Samstaða er í raun dautt framboð og það voru heil 60 manns (eða einn maður 60 sinnum) búnir að sjá þessa glærusýningu og þú getur bætt mér í þann söfnuð.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 22:49
Hver heilvita maður reynir að koma sér úr landi meðan möguleiki er. Það er bara örbyrgð og erfiðleikar næstu áratugina í þessu landi. Þjóðin er reyndar búin að vinna sér það inn. Ég er búinn að koma öllu mínu úr landi sem betur fer.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 23:00
Ekki misskilja mig í þessu, ég er ekkert að tala um skuldir hins opinbera, ég er að tala um eignir erlendra kröfuhafa.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 23:12
Sem nb. eru ættaðar úr þrotabúum gömlu bankanna.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 23:12
"Bjarni ég hef aldrei sagt að "snjóhengjuvandinn" það að erlent og óþolinmætt fé sé frosið inni í væri beintengt skuldavanda ríkisins,"
"Þetta eru tvö samtend vandamál, gjaldeyrisvandi og skuldavandi ríkisins sem og fyrirtækja og einstaklinga."
Beintengt,samtengt, ég er ekki alveg að ná samhenginu hjá þér Ragnar, en allt í lagi, ætli við séum ekki sammála Friðriki um að hér séu alltof margar krónur í hagkerfinu miðað við þau verðmæti sem þær skulu tákna.
Vandinn er þá væntanlega hvernig skuli leiðrétta þetta misræmi. Þegar svindlfyrirtækin og föllnu bankarnir voru að gíra fjármagnið upp í hæstu hæðir án þess að verðmætin fylgdu á eftir (sjá línurit í grein Friðriks) þá bjuggu þau til ógrinni af peningum sem engin verðmæti voru á bak við. Það er orðið bráðmál að þessir peningar fari til peningahimna en án þess að restin af samfélaginu tapi sínu í leiðinni. Alveg eins þó einhverjir aðilar hafi lánað þessum glæpfyrirtækjum gegn veði í hinum fölsku verðmætum.
Um það snýst snjóhengjuvandinn, að við erum með krónur og krónur í hagkerfinu sem líta alveg eins út en eru af ólíkum uppruna, annar hópurinn tilheyrir raunhagkerfinu en hinn froðuhagkerfinu. Þarna þarf bersýnilega að skilja á milli og eyða froðukrónunum, (krabbameininu) án þess að hinar krónurnar sem eru ávísun á raunhagkerfið (heilbrigðu frumurnar) skaðist!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 23:35
Bjarni þú ruglar þessu saman.
1. Peningamagn í umferð byrjaði að aukast þegar 2003 en jókst hratt milli 2005 og fram að hruni með stígandi takti fram að hruni og þessu fylgdi ekki tilsvarandi rauneignamyndun þetta var stímað upp af ofskráðu gengi krónunnar og í þessu ástandi var hagkerfið fryst. Þetta er fortíðarvandinn. Stærsti hluti snjóhengjunnar er þarna fé sem kom til Íslands til ávöxtunar og þar gerir þú ekki upp á milli krónu og krónu þótt hún sé í eigu útlendinga. Ef þú byrjar að gera það þá er króna í raun orðin verðlaus enda get ég ekki séð að það sé yfir höfuð hægt, munum að þetta eru rafpeningar en ekki prentaðir peningar.
2. Bankakerfið 3 bankar og meginhluti sparisjóða fór á hausinn og erlendir kröfuhafar töpuðu 8.000 miljörðum (tala sem oft er fleygt) sem voru afskrifaðir og halda eftir restininni sem er í raun krafan í þrotabúin og veðin eru lán til íslenskra einstaklinga (þeas heimili fólks), lán til íslenskra fyrirtækja ofl. þetta hafa menn reynt að lóðsa út úr hagkerfinu. Hvort kröfuhafar hafa selt þetta áfram, skiptir hér í raun ekki máli þetta eru eigur og þær eru auk þess bundnar í eignaréttarákvæði íslensku stjórnarskráarinnar og það er erfitt að breyta því. Kosnaðurinn við skerðing lánasafna þeas að hygla lántökum á kostnað kröfuhafa er því erfið þriðja aðila (ríkisins) og og með að koma því í kring í gegnum nýkrónur er það sem hugmyndir Lilju hafa beinst að en þetta er því miður einungis hluti vandans.
3. Eignabólan, þeas ofskráð fasteignaverð er stór hluti af froðunni og gjaldeyrishöftin og skortur á fjárfestingarkostum hefur beinst í það að blása enn meiri lofti í þá froðu. Veðhæfni "endurreistu"byggist í raun að miklu leiti á fasteignabólu og meintur gróði bankakerfisins byggist ekki á að rekstur bankakerfisins heldur að uppfæra veðhæfni og geta síðan kreist út arð með því enda hagur bankakerfisns að halda loftinu í froðunni.
4. "Froðan" það er "bóluhagkerfið, innstæðulaust "góðærið" vilti mönnum sýn. Raunhagkerfið er eins og það var um 2000-2002 en ríkisútgjöld jukust um 1/3 að raunvirði frá 2000 til 2008 og þetta er augljóslega ekki sjálfbært.Í raun þarf að færa allt hagkerfið til 2000, ríkisútgjöld þar á meðal en þetta er ekki svona einfalt enda ekki hægt að breyta tímaásnum og skuldastaðan er náttúrlega miklu hrikalegri og þær skuldir drögum við með okkur.
5. Meginmistök þessarar ríkisstjórnar voru að gugna á niðurskurðarferlinu enda kemur þjóðin til að draga þennan skuldaklafa á eftir sér í langan tíma og vextir erlendra skulda gleypa 1 krónu af hverjum 5 sem fer í ríkissjóð og þetta á að óbreyttu einungis eftir að hækka og sú staðreynd að þetta samband er veldisvöxtur en ekki línulegt virðist ekki öllum ljóst þanning að ástandið mun að óbreyttu geta versnað hratt. Viðvarandi halli á ríkisrekstrinum heldur uppi háu vaxtastigi og í öllum fræðibókum dregur niður hagkerfið.
6. Beinar erlendar skuldir ríkissjóðs hafa verð áætlaðar 500-600 miljarðar síminnkanndi gjaldeyrisvarasjóður er hluti af þessu. Það eru einning erlendar skuldir sjávarútvegs, Landsvirkjunar, Orkuveitunar, sveitarfélaga og minni fyrirtækja sem hafa tekjur að miklu eða öllu leiti í íslenskum krónum eins eru þetta útgreiðslur úr þrotabúum bankanna og gjaldeyristekjurnar duga ekki fyrir þessu að óbreyttu og eru í raun að minnka sem augljóslega mun leiða til gjaldeyrisskorts að óbreyttu.
Allar spár hafa gert ráð fyrir hagvexti og aukningu í gjaldeyristekjum en það er því miður ekki að rætast og því miður ekkert bendir til að rætist. Framtíðarsýnin er því miður ekki björguleg.
Það stefnir í kosningar og við fáum íslensk lýðskrumsstjórnmál til viðbótar. Hið míkróskópíska og skulduga íslenska hagkerfi stefnir leið fátæktar og einangrunnar. "Lausnirnar" á vandanum eiga ekki að kosta neitt enda taka þær ekki á grundallaratriðunum. Það eru fáir sem spyrja sig hvers vegna fór þetta svona? Um aldamótin 2000 vorum við í góðum málum en málum var síðan klúðrað.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 02:13
Bjarni minn það verður aldrei hægt að sjá muninn á krónu og krónu. Ekki einu sinni "heilög" Lilja Mósesdóttir getur það. Í læknisfærðinni er krabbameini eytt/minnkað með að gefa eitur/krabbameinslyf sem drepur frumur í hröðum vexti. Þetta hefur venjulega miklar aukaverkanir í för með sér.
Hér er þetta ekki hægt enda enginn munur á krónu og krónu. Þú getur ekki séð muninn hvort fyrir þessari króna hafi verið unnið hörðum höndum eða hvort þetta sé arður frá vafasömum fjármálagjörningum þær eru eins líkar og tveir dropar af vatni. Eins og áður hefur komið fram krónan er ávísun á verðmæti og hluti krónunnar er innistæðulaus og að meira að segja IMF studdi gjaldeyrishömlurnar staðfestir í raun hversu hrikalega erfið staðan er.
Það eru tveir möguleikar á þessu annað hvort að okkur takist að skreiðast inn á Evrusvæðið með froðuna og hleypa henni inn þar enda við svo lítil og smá að það munar ekki um þetta. Þetta er klárlega sársaukaminnsta leiðin fyrir flesta en það eru mörg ljón á veginum ESB aðild, aðild að Evrusamstarfinu enda er langt í það að við náum Mastricht skilyrðunum (sem raunar fæst Evru löndin fullnægja) ef þá nokkurn tíman ofl. ofl.
Hin leiðin er annað hvort að mæta þessu með að opna lúgurnar og taka höggið það er verðhrun krónunnar samfara lífskjarahruni og vaxtaskots, eða halda áfram í hömlunum sem mun bara fresta hinu óumflýjanlegu höggi og taka það á lengri tíma.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 02:39
Það er sorglegt að sjá hve illa er komið fyrir tungu okkar voluðu þjóðar. Ég sé að þið eruð flest vel lesið og hugsandi fólk, en flest ykkar eru varla skrifandi.
Teddi (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 04:41
Þú ert þá væntanlega sammála því Ragnar, að þó þú teljir erfitt að greina á milli krónu og krónu, þá sé uppruninn ólíkur? Loftbólufroðuhagkerfiskrónurnar sem eru skv. Friðriki líklega 4 af hverjum 5, þær séu ekki ávísun á nein verðmæti en hinar (þessi eina af hverjum 5) séu ávísun á raunverðmæti?
Ef þú ert sammála þessu (sem þú hlýtur að vera hafandi lofað pistil Friðriks og haldið suma af þessu fram sjálfur) þá sérðu að vandinn felst í að skilja á milli þessara tveggja gerða af krónum.
Algjör óþarfi er að gefa sér fyrirfram að það sé óvinnandi vegur. Aðferðirnar eru trúlega nokkrar og sjálfsagt hægt að beita fleiri en einni. Aðalmálið er að gefast ekki upp fyrirfram og tala allar mögulegar lausnir niður í innistæðulausu svartsýniskasti. Svo bætist við að sérhagsmunaöflin eru sterk og sækja fast á að fá verðmæti úr raunhagkerfinu fyrir innistæðulausu krónurnar.
Hér er krækja á örsögu af því þegar Þjóðverjar eða öllu heldur bandamenn skiftu út gjaldmiðli Þjóðverja 1948. http://www.today-in-history.de/index.php?what=thmanu&manu_id=1493&tag=20&monat=6&year=2012&dayisset=1&lang=en
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 08:22
Bjarni minn það er vita vonlaust að greina þarna á milli eins og gera á upp á milli tveggja rafeynda í straumrás og reyna að finna hvaðan þær koma og hvernig þær urðu til. Hvort þær hafi komið frá Búrfelli eða annars staðar. Eða greina á milli tveggja vatnsdropa með nákvæmlega sömu samsetningu. Fjármagn getur flætt til. Auvitað geta íslensk stjórnvöld þjóðnýtt eignarhluti í fyrirtækjum, bankainnistæður og annað. Spurningin hver á að meta verðmæti hverrar krónu sem er praktískt augljóslega óframkvæmanlegt og síðan á hvaða lagalegu svæði þetta væri. Klárlega er þetta brot á eignarhaldsákvæðum íslensku stjórnarskáarinnar og verða dæmt kolólöglegt af innlendum dómstólum. Þessu mun verða mætt af hörku af innlendum og erlendum aðilum er klárlega brot á EES og í raun gera krónunna ennþá útskufaðri en fyrir hrun. Þetta er praktísk og lagalega ófær leið og ef svo ólíklega er að hún yrði farin yrði okkur útskúfað út úr hagkerfi heims.
Ég held að nánast flestir sjá að þetta er óframkvæmanlegt Bjarni og í raun hrein og klár óskhyggja.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 09:53
Hvar voru eignarhaldsákvæð stjórnarskrár þegar allir þessir peningar urðu til út á sömu verðmætin?
Sá sem átti eina miljón áður en peningamagnið fimmfaldaðist, á nú ekki nema 200.000 . Hinar 800.000 fóru til þeirra sem gáfu út ávísanir á eign* viðkomandi með því að búa til peninga.
Hvar voru eignarréttarákvæðin þá?
* Þá eign sem milljónin stóð fyrir í hagkerfinu
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 12:15
Þetta gerist á einu bretti ef gjaldeyrishöftin eru opnuð og gildir þá um allt íslenska krónu hagkerfið. Það er ekki hægt að "ættgreina" einstakar krónur og gera milli þeirra eða fella niður og afskrifa eigur það brýtur í bága við eignaréttarákvæði. Það verða allir í íslenska hagkerfinu á sama plani. Því miður er þetta vandamál sem náttúrlega eykst vegna "snjóhengjunnar". Þessar hugmyndir þínar Bjarni ganga ekki upp og myndu leiða til málaferla og gætu líklegast valdið stjórnvöldum (og þá skattborgurum) gríðarlegrar skaðabótarábyrgðar og áralöngum málarekstri fyrir dómstólum.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 12:29
Hér er krækjan sem ég ætlaði að vísa þér á, varðandi fyrirlestur Lilju. http://www.youtube.com/watch?v=nKh5DtBRm2s
Hún lýsir ágætlega, vandanum sem við er að eiga og kemur með lausnir. Bendir t.d. á 3 leiðir til að losa snjóhengjuna. Ekkert sérstakt vandamál á ferðinni þar við að greina á milli króna og króna!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:01
Bjarni, það er virðingarvert að fólk kemur með hugmynd af lausn er ekkert að skíta það út enda eru það óalgengt í íslenskri umræðuhefð að menn koma með konkret lausnir. Svo það er sagt lýsir hún skilmerkilega hvert vandamál of hárra skulda og of mikils peningamagns í umferð og síðan hver markmiðin eru en veikleikinn er aðferðin, hvernig á að ná markmiðunum.
Miklilvægt að fólk gerir sér grein fyrir vandanum og hætturnar sem honum fylgir og reyna að finna lausnir og slík upplýst umræða þótt þetta sé ansi svart gerir að fólk er með í þessu enda finnst mér að menn halda kortonum óþarflega þétt að sér en kanski er það nauðsynlegt til að halda uppi fronti meðal þjóða því að ef tiltrúin bregst er skammt í endirinn. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinn.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.