Mánudagur, 11. febrúar 2013
Lykilsetning Sigmundar
Um afnám verðtyggingarinnar segir hann:
"......verði þá skipaður sérfræðihópur til þess að vinna útfærsluna, ekki hvort eigi að gera þetta heldur aðferðina fyrir lok árs 2013. "
Hann lofar engu.
Skipa sérfræðihóp (nefnd). Algengasta brellan í pólítík. Svo verður ekkert úr þessu.
Lýðskrum?
Allavega er grandlaus almúgurinn tilbúinn að gleypa við þessu miðað við skoðanakannarnir.
kv
Sleggjan
![]() |
Afnám verðtryggingar lykilatriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skríllinn nærist á líðskrumi
Allt fyrir alla.
alskonar fyrir aumingja
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 10:31
"One of the oldest trick in the book" enda koma varnaglarnir í ekki í fyrirsögnunum. Þetta er væntanlega afleiðing af fylgisaukningu Framsóknarflokksins. Menn eru farnir að stíga til baka. Það þarf að velja á milli vaxtaloforðanna, þeas 4% hámarkinu og afnámi gjaldeyrishaftanna enda ósamrýmanlegt. Með því að lækka vexti festa menn gjaldeyrishömlurnar í sessi. Vandamálið er hvort menn geta í raun komið þessu í framkvæmd enda stangast þetta á við eignaréttsákvæði sjórnarskráarinnar. Það hafa farið og eru dómsmál í hæstarétti hvað varðar gjaldeyrislán og þetta er og verður á umræðustigi en sumt fólk gleypir þetta. Vísitala er í raun reiknuð stærð það er ekki hægt að taka þetta úr sambandi.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 10:55
Sigmundur Davíð er mesti áróðurssnillingur íslenskur í dag. Lævís og lipur eins og syndin!
Líklega væri Goebbels þokkalega ánægður með frammistöðuna.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2013 kl. 11:19
Hlægilegast við þetta er að XB er að berjast við sína eigin ákvarðanir á sínum tíma. 90% íbúðarlánin.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2013 kl. 13:02
Rétt á minnst: hvaða flokkur lagði til 110% íbúðalán? Hvaða flokkur setti svonefnd Ólafslög 1979 en þá var verðtryggingarkerfið njörfað niður og átti að koma á móts við hagsmuni sparifjáreigenda?
Góðar stundir en helst án Framsóknarflokks.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2013 kl. 16:59
Einn góður vinur minn (sem er þó Framsóknarmaður sjálfur og í báðar ættir) sagði við mig þegar ég var að gera grín að Alþingiskosningabaráttunni 2003 að mig minnir sem þessi loforð voru gefin þegar birtar voru myndir af Halldóri Ásgrímssyni brosandi og flokkurinn hafði þá haft félagsmálaráðuneytinu í 2 kjörtímabil en töluðu eins og þeir hefðu bara verið úti í móa með gylliboðum og augljósu lýðskrumi þá sagði þessi vinur minn.
"Æ góði, ekki ofmeta greind kjósenda!" Það er það sem flestum hættir við að gera að ofmeta greind og minni kjósenda. Í kosningunum þar á eftir hættu menn við að virða samkomulag um að halda sig frá sjónvarpsauglýsingum.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 19:13
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1545-frumvarp-um-afnam-verdtryggingar
Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.