Útskýrir margt

Nú er ljóst afhverju viðskiptafræðingurinn Lilja vill að aðrir borgi sínar eigin skuldir.

Hún er í bullandi mínus með sín eigin mál. Hún hefur þá verið að berjast fyrir sjálfan sig en ekki "þjóðarinnar" ... enda er engum þjóð hollt að láta ellilífeyrisþega borga undir millistéttafólki á bestra aldri. Það er allavega ekki mannúðlegt.

 

Ég fór yfir það hérna  hvernig verðtryggt lán til tíu ára virkar. Það lækkar og lækkar þrátt fyrir 5% verðbólgu. En sumir vilja náttla maxa sig í a la útrásvikinga style og taka 40ára 90% lán.

Námslán er með 1% vöxtum verðtryggt. Að guggna udnir hagstæðustu lánum á Íslandi sýnir ákveðna óráðsíu.

 

hvells


mbl.is Lilja Mósesdóttir íhugar gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fullkomlega galið að þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi, tóbak, og bezín, að við þetta hækki verðtryggðar skuldir heimilanna,og verðtryggður höfuðstóll á bankabók hækkar sömuleiðis,gaman væri ef Sleggjan og Hvellurinn svari því hvaða verðmæti hafi orðið til við þessa hækkun hjá Steingrími og Jóhönnu.

Mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi, eru þau að vísitalan var ekki tekin úr sambandi strax eftir Hrun allavega tímabundið,bara þessi mistök eru búin að skaða heimilin og fyrirtækin, meira en sjálft Hrunið,því við Hrunið varð algjör Forsendubrestur, vegna hruns krónunnar,

Lesa vel 36.gr. laga nr. 7/1936 og lög um afleiðuviðskipti MiFID tilskipunin 108/2007 og neytendalöggjöfina 121/1994.

PS. Treysti FME sér til að staðfesta útreykninginn á verðtryggða láninu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 15:21

2 identicon

A la hvell. Þetta snýst ekki um að almúginn vilji lifa eins og útrásarvíkingar. Hann vill ekki lifa eins og hundur sem bítur í skottið á sér. Sú líking er stutt, sönn og laggóð. Ellilífeyrisþegar geta ekki á gott ævikvöld, meðan líf aðstandenda er stanslaus rústabjörgun.  Það er búið að sýna sig að verðtryggingin (arðránið) er tilberi þeirra sem safna auði með augun rauð í dansinum kringum gullkálfinn. Lífvana krónu hefur hún heldur ekki bjargað af gjörgæslu, það er fullreynt. Það er brýn nauðsyn að tengjast eða taka upp annan,  eða tengingu við aðra gjaldmiðla, hið fyrsta. Evran  ein er ekki góður kostur í stöðunni eins og fréttir sýna og sanna, enda ekki í boði fyrr en of seint. Kosningarnar í vor snúast um þetta! Með sölu Landsvirkjunar og verðtryggingu er xD með tímasprengju í farteskinu.

Almenningur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lán eru tengd vísitölu neysluverðs. Áfengi og tóbak eru inn í þeirri vísitölu og því hækkar lánið.

Ef vísitalan hefði verið afnuminn... sem er ekkert nema afskrift á lánum þá hefði það verið skellur fyrir gamla fólkið í þessu landi sem þarf að treysta á lífeyri til að framfleita sér.

 En ég hvet stjórnvöld til þess að lækka skatta frekar en að leiðrétta lán. Þá getur fólk notað þann auka kaupmátt til að greiða niður skuldir.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 16:19

4 identicon

Myndi nú hvetja Lilju til að hinkra eftir að dómstólar sendi verðtrygginguna sömu leið og gengistrygginguna.

Það er nokkuð öruggt að hækkanirnar á verðtryggðu lánunum eru nákvæmlega jafn ólöglegar og hækkanirnar á gengistryggðu lánunum.

Það er a.m.k. hvergi til lagaheimild fyirr þessum hækkunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:06

5 identicon

@Sigurður

Það er samningsfrelsi í landinu. Sá sem tekur verðtryggt lán kvittar upp á að höfuðstóll hækkar ef vísitala hækkar. Í staðinn færðu lægri vexti og lægri afborganir á mánuði.

Ef það er svona hræðilegt getur þú tekið óverðtryggt lán í næsta banka á hærri vöxtum og hærri afborunum. En höfuðstóll hækka aldrei.

kv

sleggjan

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 18:25

6 Smámynd: Landfari

Almennigur ætti að spá aðeins í að ef við afnemum verðtrygginguna verður að leiðrétta verðrýrnun krónunnar með vöxtunum. Það þíðir að að við verðbólguskot ræður enginn venjulegur launþegi við að greiða af sínu láni.
Ef við afnemum verðtrygginguna og setjum þak á vextina eins og Viljhjálmur Birgisson hefur lagt til þá geiða lánvetendur / sparifjáreigendur verðrýrnun krónunnar. Hér hagar svo til að stærstu lánveitendur í íbúðalánum eru líbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir. Eigendur íbúðalánasjóðs eru skattgreiðendur og eigendur lífeyrissjóðanna eru þeir sem greiða og greitt hafa í lífeyrissjóðina.
Að langstærstum hluta sami hópurinn ef undan eru skildir hluti opinberra starfsmanna og flestallir pólitíkusarnir sem hafa nota bene ekki komið með neina tillögu í þá átt að skerða sín lífeyrisréttindi til að byggja upp eftir hrun. Þeir hafa hinsvegar hneykslast mikið á tregðu forseta ASÍ við að láta almenning, almenna lífeyrisþega greiða.
Ef tillögur Vilhjálms ganga eftir eru skuldlausir íbðuðaeigendur (að stærstum hluta eldri borgarar) og leigendur að greiða niður verðrýrnun krónunnar á lánum okkar húsnæðiseigenda. Við greiðum að sjálfsögðu líka í þennan pott en munurinn á okkur sem skuldum og hinum hópunum er að við fáum þetta til baka þegar þegar húsnæðisverð hækkar aftur til samræmis við hækkun byggingarkostnaðar. Þá sitjum við með eiginir sem eru verðtryggðar og getum innleyst mismikinn söluhagnað en leigendur sem greiddu í púkkið til jafns við okkur sitja eftir með sárt ennið.
Kallar almenningur það réttæti? Held ekki.

Landfari, 5.2.2013 kl. 20:24

7 identicon

Sleggjan,

Fyndið að þú skulir koma með sömu tugguna og var reynd með gengistrygginguna á sínum tíma.

Að "samningafrelsi" heimili bönkum að veita ólögleg lán.

Þetta var reynt sem málsvörn í gengistryggðu lánunum, eins kjánaleg tilraun og það nú var.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 20:40

8 identicon

Landfari,

Það sem stuðningsfólk verðtryggingar virðist heilt fyir eiga erfitt með að skilja, er að verðtrygging er beinlínis verðbólguhvetjandi.

Það ætti hver einasti heilvita maður að geta skilið að má meðan við höfum þetta þjófakerfi sem sjálfkrafa veltir afleiðingum af ónýtri efnahagsstjórn yfir á heimilin í landinu, þá er enginn hvati að halda niðri verðbólgu.

Fyrir utan þá grjóthörðu staðreynd, að bankar beinlínis græða á því að viðhalda verðbólgu, þar sem verðtryggð útlán þeirra eru hærri en verðtryggð innlán.

Þetta veit allt hugsandi fólk, það er t.d. alveg hægt að fullyrða það að ef öll útlán heimnilanna væru óverðtryggð í dag, þá væri allt fjármálakerfið, ásamt ríkisstjórn, seðlabanka og FME á neyðarfundum næturlangt að leita að aðgerðum til að ná niður verðbólgu svo útlánin brenni ekki upp.

En þess í stað höfum við þetta sjálfvirka kerfi, svo öllum er nákvæmlega sama, sérstaklega ríkisstjórninni og bönkunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 20:45

9 Smámynd: Landfari

Ekki veit ég hvað þú ert gamall Sigurður þannig að ég veit ekki hvort það er fyrri  elliglöp eða ungæðingshátt að þú þekkir ekki þá tíma sem hér voru þegar öll lán voru óverðtryggð.

Þú varst að safna þér fyrir bíl og lagðir lungan af tekjunum þínum fyrir í "sparnað" og eftir því sem þú safnaðir lengur áttir þú minna til að kaupa bílinn. Eini sparnaðurinn sem gilti var að kaupa steinsteypu en það gat nú almúginn ekki. Það voru helst þeir efnameiri sem það gátu sem og þeir sem þekktu bankastjóra og voru í klíkunni. Almenningur labbaði ekkert inn í banka og fékk lán.

Verðbólgan sem nú hefur geisað hér og allir farást með réttu yfir kemst ekki í hlálfkvist við það sem var hér áður bara næstum talið "eðlileg verðbólga" Sú var tíðin að það þótti mikill árangur að ná henni niður fyrir 30% og á tímabili fór hún framreiknuð miðað við 12 mánaða tímabil í 3ja stafa tölu.

Hafðu það fyrir satt að bankarnir höfðu engar áhyggjur af verðbólgunni þá frekar en nú. Þeir eru ekki að lána sína peninga nema að sára litlu leiti. Þeir eru milliliður sem hirðir vaxtamuninn. Það eru vextirnir sem þarf að taka á hérna . Það er gersamlega útí hött að að vera með 5 -10 % VEXTI ofana á verðtryggingu. Vel tryggð lán, t.d. fasteignalán innan við 50% af mati ættu að algeru hámarki að bera 1,5% vexti. Allt fyrir ofan 5% ofan á verðtryggingu er hreint okur.

Þessi míta að verðtryggingin sé verðbólguhvetjandi er hreinn farsi sem var búinn til af þeim sem vilj velta vanda sínum yfir á börnin okkar. Láta lífeyrissjóðina greiða niður húsnæðiskuldir þannig að leigendur fá ekkert en glannalegustu húsakupedurnir (þá undanskil ég þá sem unnu í gengishappadrættinu) fá mestu niurgreiðsluna og þannig endurgreitt. Þá verður ekkert eftir til að greiða ellilífeyririnn svo framfærsla eldriborgara færist á þáverðandi skattgreiðendur.

Landfari, 5.2.2013 kl. 21:12

10 identicon

jájá...auðvitað væri bönkunum nákvæmlega sama þótt útlánasafnið væri óverðtryggt á 5% vöxtum í 20% verðbólgu.

Ekki nokkur vafi.

Það er alveg átakanlegt að það skuli vera til fólk sem virkilega trúir þessari vitleysu.

Afhverju hætta þeir þá ekki bara með verðtrygginguna, og bjóða 5% vexti fyrst þetta skiptir þá engu máli?

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 21:40

11 identicon

Þá bíðum við bara dóms í verðtryggingamálinu. Held það sé auðtapað.

Annars er ég sammála að hagstjórnin þarf að vera betri. Ekki skemmir að fá stöðugri gjaldmiðil. Ertu ekki annars hlynntur ESB?

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 22:24

12 Smámynd: Landfari

Heldur þú Sigurður í alvöru að bankarnir séu fyrst og fremst að lána eigið fé? Þeir eiga ekki þessar krónur sem þeir eru að lána, þeir eru milliliðir milli sparifjáreigenda (Þar eru lífeyrissjóðirnir sennilega stærstir) og lántakenda.

Það breytir því ekki öllu fyrir bankana þótt þeir láni á 5% vöxtum í 20% verðbólgu. Þeir stytta bara lánstímann og hækka lántökugjöldin og þóknanir. Það er eigandi fjárins sem tapar mestu. Það er ekki bankinn, hann er bara milliliður.

Landfari, 5.2.2013 kl. 23:35

13 identicon

Landfari,

Ég held reyndar, og tel mig vita það alveg fyrir víst að bankarnir séu að lána fé sem þeir að mestu búa til sjálfir, og engin innlán eru á bakvið.

Bara froða.

Þetta er einmitt mikið rætt í dag sem eitt helsta vandamálið við bankakerfi heimsins, að það sé úttroðið af peningum sem bankar og fjármálafyrirtæki hafa búið til úr engu, og ekki í neinum tengslum við innlán sparifjáreigenda.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 09:31

14 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Landfari, við skulum halda því til haga að bankarnir eru ekki milliliður milli sparifjáreigenda og lántakenda. Ég þekki ekki einn einasta sparifjáreiganda sem hefur séð sparifé sitt hverfa af reikningi sínum vegna þess að það var lánað öðrum. Gerir þú það?

Staðreyndin er sú að bankarnir búa til pening úr engu. Magn peningaframleiðslunnar byggja þeir m.a. á innistæðum sparifjáreigenda.

Peningaframleiðslan kostar bankana ekki neitt og þeir fá í staðinn pant í hinni raunverulegu verðmætasköpun landsins. Verðmætasköpun í bankakerfinu er hins vegar núll!

 Bankar eru krabbamein allra samfélaga.

 p.s. efnahagsleg óstjórn og spilling áranna á undan verðtryggingunni réttlætir hana aldrei.

www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 6.2.2013 kl. 09:33

15 identicon

Sleggjan,

Þú ert í rauninni bara að endurtaka sömu tuggurnar og var reynt að mata ofan í fólk þegar fyrst var farið að vekja athygli á ólögmæti gengistryggingarinnar.

Það er nú samt þannig að margir helstu sérfræðingar landsins hafa lýst þessari skoðun sinni að þetta verðtryggingin standist ekki lög, hvorki íslensk né evrópskan neytendarétt.

Ég hef hins vegar ekki orðið var við einn einasta lögmann í landinu sem hefur reynt að hrekja rökstuðninginn fyrir því að þetta sé ólöglegt.

Einu viðbrögðin eru þau, að þetta sé bara víst löglegt, nákvæmlega eins og þú gerir hér.

Evran er ekki valkostur, og því hrein tímasóun að ræða það.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 09:35

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Íbúðarlánasjóður er stærstur á verðtryggða íbúðarmarkaði.

Ekki bankarnir.

IBL er í bullandi tapi og þarf hátt í 30milljarða innspítingu frá skattborgurum. Gróðinn er ekki meira en það.

 Annars þakka ég Landfara fyrir innleggið

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 10:01

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það þarf að mótmæla alvarlegum misskilningi í máli Egils Helga Lárussonar, sem segir:

Ég þekki ekki einn einasta sparifjáreiganda sem hefur séð sparifé sitt hverfa af reikningi sínum vegna þess að það var lánað öðrum. Gerir þú það?

Hvað heldurðu, Egill Helgi, að bankinn gerir við fé á innlánsreikningum, ekki neitt??? Af hverju borgar bankinn þá innlánsvexti?

Skeggi Skaftason, 6.2.2013 kl. 13:09

18 identicon

Sleggjan,

Hvað kemur íbúðalánasjóður þessari umræðu við?

Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 18:05

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður

Íbuðarlánasjóður er að lána verðtryggt á þessum vöxtum. Er samt á höfðinu.

Sem þýðir í stuttu máli að það er ekki "svindl" að lána á þessum vöxtum plús verðtryggingu. Bankarnir eru ekki að maka krókinn. Það má lítið út af bregða. Eins og Íbúalánasjóður sannar

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 21:36

20 Smámynd: Landfari

Íbúðalánasjóur er í bullandi tapi. Samt er hann með bæði "belti og axlabönd" til að tryggja sín lán ein og þeir halda fram sem segja að lánveitandinn taki enga áhættu. öll áhættan sé hjá þeim sem tekur lánið.

Tap íbúðalánsjóðs má rekja beint til þess að hann fór að hækka lánshlutfall sitt í samkeppni við bankana sem með gríðarlegri sókn á húsnæðismarkaðinn náðu með dyggri aðstoð fasteignasala og íbúðakaupenda að sprengja upp verð á íbúðum hér. Meðan byggingakostnaður hækkaði um 30% hækkaði íbúðaverð um 100%.  

Það eru engin geimvisindi að sjá að það svoleiðis gengur ekki til lengdar.

Egill Helgi, hvar hefur þú verið undanfarin ár. Hefur þú ekkert fylgst með hér á landi. Hér voru sett neyðarlög árið 2008 sem gerðu innistæður að forgangskröfum og ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu að að skattgreiðendur myndu taka  að sér að greiða það sem á vantaði til að innisæðueigendur fengju sitt til baka. Það er ekki nema von að þú þekkir engann sem ekki fé sparifé sitt til baka. Það er að segja það af því sem var inn á bankabókum, en ríkisstjórnin ákvað að skattgreiðendur ættu að takmarka sig við þann hóp. Hinir sem áttu allt sitt sparifé í hlutabréfum og peningamarkaðsreikningum máttu eiga sig..

Landfari, 6.2.2013 kl. 22:25

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigurður 

 Þú ferð hér mikinn og drullar yfir bankana hægri vinstri. Dæmi tekið af það sem þú segir hér að ofan:

"

Að "samningafrelsi" heimili bönkum að veita ólögleg lán.

Ég held reyndar, og tel mig vita það alveg fyrir víst að bankarnir séu að lána fé sem þeir að mestu búa til sjálfir, og engin innlán eru á bakvið.

Bara froða.

Þetta er einmitt mikið rætt í dag sem eitt helsta vandamálið við bankakerfi heimsins, að það sé úttroðið af peningum sem bankar og fjármálafyrirtæki hafa búið til úr engu, og ekki í neinum tengslum við innlán sparifjáreigenda.

Fyrir utan þá grjóthörðu staðreynd, að bankar beinlínis græða á því að viðhalda verðbólgu, þar sem verðtryggð útlán þeirra eru hærri en verðtryggð innlán.

 "

Ég veit að það er mjög vinsælt að kenna gráðugu bönkunum um allt en staðreyndin er sú að Íbúðarlánasjóður er stærsti lánveitandi á íbúðarmarkaðinum.

Þú segir að bankar beinlínis græða á verðbólgunni ekki satt?

Ég er ekki að sjá að Íbúarlánasjóður sé að greiða neitt sérstakelga mikið.... .. þrátt fyrir himinháa verðbólgu neinustu ár eða frá hruni.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2013 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband