Þökk sé ESB

Það er ESB að þakka að það sé einhver vona að stjórnmálamenn sýnir ráðdeild í efnahagsmálum. Nú er litið til framtíðar með framtíðarstefnu í efnahagsmálum. Ekki bara fram að næstu kosningar.

 

Ef við hefðum aldrei sótt um ESB þá hefðu stjórnmálamenn ennþá lausan tauminn einsog fyrir hrun.

 

hvells 


mbl.is Skýrsla um efnahagsmál send ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Common!  Er ráðdeilarseminni fyrir að að fara  í ESB? Allt á hausnum þar! Common!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.2.2013 kl. 00:47

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta eru hin verstu öfugmæli hjá ykkur.

Valdaelíta ESB stjórnsýslunnar er nefnilega þekkt af endemum fyrir óráðsýju og bruðl og hreint sukk.

Þetta er sama valdalítan sem ekki hefur fengið ársreikninga sambandsins endurskoðaða eða áritaða af endurskoðendum í 16 ár samfleytt. Skýringin er sú að endurskoðendurnir segjast ekki geta sett nafn sitt við reikningana þar sem að tugir milljóna evra virðast misfarast í meðförum Sambandsins.

Þetta er sama spillta ókjörna og æviráðna valdaelítan sem skammtar sér ofurlaun sem eru miklu hærri en æðstu lýðræðislega kjörnir þjóðhöfðingjar í aðildarlöndum fá. Þessi ókjörna valdaelíta hefur líka komið hlutunum þannig fyrir að þeir borga enga skatta eða opinber gjöld í heimalöndum sínum. Nýlega upplýstist að meira en 4300 embættismenn ESB í Brussel eru með mun hærri laun og sporslur en sjálf Angela Merkel Þýskalandskanslari.

Þetta er valdaelítan sem sjálf getur aldrei sparað og heimtar sífelldar hækkanir á útgjöldum sínum á sama tíma og þeir skipa að aðildarlöndin og almenningur aðildarlandanna herði sífellt sultarólina.

Þetta er sama valdaelítan þar sem að nánast engar áætlanir ganga eftir. Þess vegna er ESB svæðið nú versta atvinnuleysisbæli veraldar og lang lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins. Með kyrrstöðu eða samdrátt á flestum sviðum efnahags. Samkvæmt alþjóðastofnunum peninga- og efnahagsmála þá eru stanslaus vandræði og óáran ESB/EVRU svæðisins mesta ógnin við efnahagsstöðugleika heimsins.

Gunnlaugur I., 5.2.2013 kl. 10:20

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Alltaf sama gaulið í ykkur tveim.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 16:20

4 identicon

Ég hvet ESB til að minnka skrifræðið og fækka starfsmönnum.

Einnig að lagfæra bókhaldið svo hægt sé að kvitta undir það.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband