Verðtryggða lánið

Samantekt
Upphæð fyrstu greiðslu100.589 kr.
Vextir3,75 %
Höfuðstóll10.000.000 kr.
Útborguð fjárhæð9.747.200 kr.
Lánstími10 ár
Lántökugjald100.000 kr.
Stimpilgjald150.000 kr.
Skjalagerð2.800 kr.
Heildarupphæð til greiðslu15.523.102 kr.

 

Greiðsluáætlun

EftirstöðvarGreiðsla allsGreiðslaEftirstöðvar2015202005 m. kr.10 m. kr.15 m. kr.0100 þ. kr.200 þ. kr.300 þ. kr.
NrGjalddagiEftirstöðvarAfborgunVextirKostnaðurAlls
14.3.201310.040.741 kr.69.092 kr.31.377 kr.120 kr.100.589 kr.
24.4.201310.012.275 kr.69.590 kr.31.288 kr.120 kr.100.998 kr.
34.5.20139.983.193 kr.70.092 kr.31.197 kr.120 kr.101.409 kr.
Sjá greiðsluáætlun í heild sinni
1184.12.2022481.993 kr.160.164 kr.1.506 kr.120 kr.161.790 kr.
1194.1.2023323.140 kr.161.318 kr.1.010 kr.120 kr.162.448 kr.
1204.2.2023162.481 kr.162.481 kr.508 kr.120 kr.163.109 kr.
Samtals13.111.980 kr.2.396.722 kr.14.400 kr.15.523.102 kr.

 

Ég setti þetta dæmi upp fyrir "óvini verðtryggingarinnar".  

 Þetta er tíu milljóna lán til tíu ára. Ég geri ráð fyrir 5% verbólgu. Sem er vel áætlað. Seðlabankaviðmið er 2,5%. Höfuðstóllinn lækkkar strax. Afborgunin er um 100þúsund á mánuði. Fyrir ungt par þá er það 50þúsund á mann. Sem er ágætt. Ég veit að nemendur eru að leigja á studentagörðum fyrir hátt í 90þúsund á mánuði. 50þúsund kall er þá ekki mikið.

 

Eftir tíu ár þá áttu íbúðina skuldlausa. Þrátt fyrir mikla verbólgu OG VERÐTRYGGINGU.

 

En fólk segir núna "þetta er of litið lán". "ég á ekki nógu mikinn pening í útborgun" "ég vill stærri íbúð"...   kannski er best að safna aðeins og kaupa minni íbúð til að byrja með og taka styttri lán.

 

 

En nei. Skríllinn vill stærra, meira og flottara. Möxum þetta 40ára 90% lán eða ekki neitt  :D  ..... og krefst svo að aðrir borga fyrir sín eigin lán.

 

hvells 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega. Minnka standardinn.

Taka húsmæðraráðin á þetta. Sníða sér stakk eftir vexti.

Ég var með bróður mínum í herbergi að 14 ára aldri. Ekkert náttúrulögmál að allir skulu vera sér.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 21:11

2 identicon

Fullmikil bjartsýni að halda að almenningur eigi 10 miljónir í sparnað, eftir fjögur skelfileg ár Steingríms og Jóhönnu,skattpíningin á almennig hefur verið skelfileg,og óráðsýan í ríkisfjármálu.

Sakvæmt lögum um vexti og verðtryggingu lög nr.38/2001 gr.13

er bannað að hlaða verðbótum og vöxtum ofan á höfuðstól,

aðeins er leyfilegt að verðbæta greiðsluna í hverjum mánuði.

Þar sem FME er vel mannað og gríðarlegur rekstrakostnaður upp á ca. 2 miljarða, þá hlýtur FME að sjá til þess að fjármálastofnanir fari eftir lögum sem gilda í landinu.

Þannig að þú ættir að fá FME til að yfirfara þennan útreykning með þér svo allt dæmið sé samkvæt lögum um vexti og verðtryggingu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 21:27

3 identicon

Hvet Stleggjuna og Hvellinn að líta við hjá FME á morgun og láta þá yfirfara útreykninginn, svo hann sé örugglega réttur,og samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 21:52

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Halldór. Þetta er tíu milljóna lán.

Ekki tíu milljóna eigið fé.

Par getur kannski sparað 2m á mann og keypt íbúð á 14m.

Þú getur fengið fína 2 herbergja íbúð í rvk.

Eða rúmgott parhús útá landi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 23:32

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég skoðaði svona til gamans lög um vexti og verðtryggingu

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.

13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.

Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]1)

Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.

Kemur skýrt frama að það má verðtryggja lán og innlán. Það má meiriséa tengja lánið við hlutabréfavísitölu ef þess er vilji.

solid

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 23:36

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 23:36

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta er nú nokkuð yfirlætislegur málflutningur. Mér sýnist reiknivél Landsbankans hafa verið notuð við þennan útreikning og að kaupverð íbúðar hafi verið 15 millj., og eigið fé þar með 5 millj.

Ungt par, sem ætlar að stofna vísitölufjölskyldu, fær ekki íbúð hér á höfuðborgarsvæðinu sem dugar til næstu 10 ára fyrir 15 milljónir. Þetta vitið þið vel.

Ennfremur hugsa ég að ekki séu margir nemar á stúdentagörðum sem eiga 4-5 milljónir í sparnaði fyrir íbúðarútborgun að loknu sínu námi, eða eftir nokkurra ára búskap í leiguíbúð eftir nám. Þá finnst mér ólíklegt að margir nýútskrifaðir háskólastúdentar geti sparað 2 millj. á mann á þeim 2 árum sem líða áður en greiðslur af námsláni hefjast, þrátt fyrir góðan ásetning. Það eru um 83 þús. á mánuði í 2 ár.

Venjulegt launafólk á auðvitað almennt ekki séns á að spara krónu.

Þá eru vextirnir á láninu í dæminu ekki fastir til 10 ára, heldur eru þeir breytilegir, og taka mið af vöxtum á hverjum tíma. Greiðslan getur því sveiflast nokkuð.

Meðaltalsvextir verðtryggðra lána sl. 10 ár (frá jan 2003) eru 5,05%, fóru hæst í 7,1% í jan 2003 og voru um 6,8% allt það ár, héldust svo t.a.m. 6,3% fyrri part 2008, og stóðu svo frá 6,05-5,8% fram í ágúst 2009. En lægst hafa þeir verið 3,75% sl. 12 mánuði.

Vísitala neysluverðs hefur á sama tímabili, s.s. frá jan 2003 til ársloka 2012, hækkað um 75%. Það er ca. 6% verðbólga á ári miðað við tölur Seðlabanka. 5% verðbólguviðmið er því varlega áætlað en ekki vel áætlað, hvað svo sem verðbólgumarkmið Seðlabankans er.

Ef þessar meðaltalstölur sl. 10 ára, þ.e. 5,05% vextir annars vegar og 6,05% verðbólga hins vegar, eru settar inn í sömu reiknivél Landsbankans, hækkar heildargreiðsla lánsins um 1900 þús. í 17,4 millj. miðað við jafnar greiðslur. Fyrsta greiðsla stendur þá í tæpum 107 þús. kr., en ekki 100 þús. eins og í dæminu hér að ofan.

Jafnar afborganir gera 16,7 millj. í heildargreiðslu, eða 1200 þús hærra en í dæminu, og fyrsta greiðsla 126 þús. Það eru 63 þús. á mann.

Þetta dæmi, eins og það er framsett, er því að mínu mati óraunhæft fyrir íbúðarkaup ungs pars á 10 ára tímabili.

Og mér finnst ekki sæmandi að kalla almenning skríl fyrir að hafa áhuga á alla vega 3 herbergja íbúð undir sig og sína vísitölufjölskyldu. Háþróað þjóðfélag eins og við teljum okkar þjóðfélag vera á vel að geta staðið undir slíku viðmiði, nema þið félagar sjáið fyrir ykkur að fólk almennt fresti barneignum á téðu 10 ára tímabili. Eða eignist ekki börn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.2.2013 kl. 01:18

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já mér datt þetta í hug.

Einhver snillingur mundi dúkka upp og segir að það er ekki hægt að spara. Við eigum "rétt" á íbúð án þess að eiga eigið fé.

Það er ekki skrítið að helmingur af Íslendingum er á hausnum og í staðinn fyrir að kenna sjálfum sér um þá kenna þeir verðtryggingunni um.

Þú talar um að verðbólgan hefur verið mikil frá 2003. En gleimir að minnast á það að launavísitalan hækkaði mun meira en verðbólgan árin 2003-2008. Að ógleymdu íbúðarverði. Þeir sem áttu íbúð á þessum tíma margfölduðu sitt eigiðfé.

En dekurdýrin finnst gaman að græða. Það var enginn að kvarta yfir verðtryggingunni í góðærinu.

Þú talar um að stofna vísitölufjölsyldu. Það er enginn að neyða parið að búa í íbúðinni í tíu ár. Eftir fimmm ár þá eiga þau 4-5mills í íbúðinni þ.e næstum 10m í eigið fé. Þau geta þá keypt stærri íbúð. Enda lækkar tíu ára verðtryggt lán duglega þrátt fyrir 5% verbólgu.

Þú segir "Ungt par, sem ætlar að stofna vísitölufjölskyldu, fær ekki íbúð hér á höfuðborgarsvæðinu sem dugar til næstu 10 ára fyrir 15 milljónir." Að sjálfsögðu segir þú "á höfuðborgarsvæðinu" ... dýrasta húsnæðisver á Íslandi. En að sjálfsögðu búa ung pör útum allt landi. Selfoss, ísafjörður, húsavík og Blönduós.

En ég skal taka þig á orðinu.

Skoðum 15m íbúð á höfuðborgarsvæðinu

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=612852

þriggja herbergja íbúð í hafnarfyrði á 11,9M

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=547976

þriggja herbergja íbúð í Breiðholti

"en unga parið vill búa down town þar sem íbúðarverð er langhæst á öllu íslandi".. .skoðum það

http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/index.html?eign=605118

þriggja herbergja íbúð í 101 REYKJAVÍK á 14,6M

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 01:49

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar.

Endilega sýndu okkur hvar er heimilað að vísitölutengja höfuðstólinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 14:41

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varðandi útreikningana sem eru sýndir, þá eru þeir nákvæmlega sömu og íslenskir bankar nota og eru svosem ekkert rangt reiknaðir nema gallinn er bara að fyrir reikniaðferðinni er ekki lagastoð.

Svo er rétt að benda á að þetta miðast við 3,75% vexti en sú prósenta stendur eingöngu til boða hjá Landsbankanum og það eru breytilegir vextir auk þess sem sett er skilyrði um hámark 85% veðsetningu.

http://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-fjarmognun/fasteignalan/reiknivel/

Hver tekur íbúðalán til 10 ára? Samkvæmt skýrslu frá Samtökum fjármálafyrirtækja eru algengustu lánin, svokölluð Íslandslán, langoftast jafngreiðslulán til 40 ára. Þau eru miklu meira íþyngjandi heldur en þetta dæmi sem hér er tekið, það er lánstímin sem ræður þar úrslitum.

Og hver tekur verðtryggt lán með breytilega vexti? Er ekki nóg að hafa breytilega verðtryggingu á því og fasta nafnvexti?

En hvar fannstu íbúð á 11,7 milljónir? Er það kústskápur í Breiðholti?

Myndi frekar leigja hann heldur en borga yfir 100 þús. af lánum pr. mán.

Sorry en þetta er á alla kanta óraunhæft dæmi fyrir venjulegt fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 14:52

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta má bæta að reiknivélin á vef Landsbankans er ólögleg þar sem hún sýnir ekki árlega hlutfallstölu kostnaðar. Það gera hinsvegar sambærilegar reiknivélar hjá flestum öðrum lánveitendum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 15:01

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íbúðin er á 11,9m 3.herbergja íbúð í Hafnafirði. Veit ekki hvort það fylgir kústskápur með.

Hver tekur 10ára lán?

Skynsamlegt fólk tekur 10ára lán. Ef þú vilt borga niður lánið sem fyrst.

En þú vilt greinilega maxa lánið a la 2007. Kaupa stærri íbúð. Taka stærri lán.

Mundir þú frekar leigja heldur en að borga 100þúsund í afborgun? Og eiga þá íbúðina á fullu eftir 10ár.

Það er ekki skritið að þú ert í fjárhagsvandræðum Guðmundur.

Með þessum hugsunarhætti

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 17:06

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En kennum bönkunum, verðtryggingunni eða stjórnmálamönnum um.... allt annað en að líta í sinn eigin barm

 ÞAÐ ER HEIMSKULEGT AÐ TAKA 40ÁRA LÁN. Enginn heilvita maður á að taka svona langt lán. Hvað þá verðtryggt lán.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 17:07

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

@hvells #8: Ekki minnkar yfirlætið en látum það vera. Örstutt um þína gagnrýni á það sem ég sagði í minni athugasemd.

"Já mér datt þetta í hug.

Einhver snillingur mundi dúkka upp og segir að það er ekki hægt að spara." Ég sagði einungis að almennt verkafólk gæti ekki sparað og það er bara staðreynd. Þá hef ég efasemdir að nýútskrifaðir nemar geti lagt 83 þús. fyrir á mánuði í 2 ár að námi loknu til að eignast 2 millj.

"Við eigum "rétt" á íbúð án þess að eiga eigið fé." Sagði ekkert þessu líkt, og vona að þú sért ekki að gefa það í skyn.

"Þú talar um að verðbólgan hefur verið mikil frá 2003. En gleimir að minnast á það að launavísitalan hækkaði mun meira en verðbólgan árin 2003-2008." Ég var að setja þínar eigin útreikningsforsendur í sögulegt samhengi vaxta og verðbólgu síðustu tíu ára, ekkert annað.  Launavísitalan er  ekki sett inn í lánareiknivélar bankanna því ástæðulaust að ræða hana í þessu samhengi.

"Að ógleymdu íbúðarverði. Þeir sem áttu íbúð á þessum tíma margfölduðu sitt eigið fé." Þeir sem keyptu á þessum tíma 2003-2008 og lögðu fram allt að 25% eigið fé (jafnvel meira) hafa allir tapað sínu framlagi.

"Þú talar um að stofna vísitölufjölsyldu. Það er enginn að neyða parið að búa í íbúðinni í tíu ár." Þú sagðir að viðkomandi gætu átt eignina skuldlausa eftir 10 ár, sem ég túlkaði sem svo að þú gerðir ráð fyrir að viðkomandi væri þar í tíu ár. Ég sagði bara að íbúð á þessu verði mundi ekki duga til 10 ára fyrir fólk sem ætlar að stofna vísitölufjölskyldu. Þess vegna væri þessi framsetning þín óraunhæf að mínu mati.

"Þú segir "Ungt par, sem ætlar að stofna vísitölufjölskyldu, fær ekki íbúð hér á höfuðborgarsvæðinu sem dugar til næstu 10 ára fyrir 15 milljónir." Að sjálfsögðu segir þú "á höfuðborgarsvæðinu" ... dýrasta húsnæðisver á Íslandi." Ehhh afsakaðu en…. á höfuðborgarsvæðinu býr og starfar um 2/3 hluti þjóðarinnar, þ.e. 200 þús. af 320 þús. (tölur Hagstofu Íslands).  Mér þótti ekkert óeðlilegt að miða við stærsta atvinnu- og búsetusvæði landsins í þessu samhengi. Að sjálfsögðu býr og starfar fólk um allt land.

"en unga parið vill búa down town þar sem íbúðarverð er langhæst á öllu íslandi" Ég hélt þessu hvergi fram og ef það er þinn skilningur á mínum orðum er það þitt vandamál.

Við ritun minnar fyrri athugasemdar skoðaði ég á mbl.is hvers konar íbúðarhúsnæði fengist á höfuðborgarsvæðinu fyrir 15 milljónir.  Leitarskilyrðin gáfu 68 skráningar, þar af 6 skráningar á íbúðina sem þú fannst í Hafnarfirði (sem af myndum og lýsingu af dæma virðist óíbúðarhæf en dæmi hver fyrir sig). 10 af þessum 68 skráningum voru 3 herbergja, enn og aftur 6 af téðri “íbúð” í Hafnarfirði, þannig að af 3 herberja íbúðum eru 4 eignir í boði á höfuðborgarsvæðinu. Þakíbúðin í Bríetartúni virðist ekki vera með baðaðstöðu, sem ég held að flest fólk geri kröfu um að sé til staðar í íbúð, hvað þá ef barn erí fjölskyldunni. Restin er 2 herbergja íbúðir, sumar eflaust ágætar en á stærðarbilinu 35-60 fm og henta því pari illa ef litið er til lengri tíma. Sem er upplag minna athugasemda.

Tónninn í svari þínu ber það hins vegar með sér að þú virðist þola illa ef efast er um það sem sett er fram af þér á þessari bloggsíðu og ef fullyrðingar þínar skoðaðar í sögulegu samhengi.  Ég mun því ekki eyða tíma í það framar. Afsakaðu ónæðið.

 

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.2.2013 kl. 21:55

15 identicon

"Að ógleymdu íbúðarverði. Þeir sem áttu íbúð á þessum tíma margfölduðu sitt eigið fé." Þeir sem keyptu á þessum tíma 2003-2008 og lögðu fram allt að 25% eigið fé (jafnvel meira) hafa allir tapað sínu framlagi.

 

 

 

 

Framsóknarkosningavíxilinn tryggði 90% lán flotlega eftir kosningarnar 2003...Bankarnir komu svo skömmu seinna með 100% lán (jafnvel meira , smá auka fyrir tjaldvagn og utanlandsferð).

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 22:26

16 identicon

Þakka Erlingi fyrir mjög góð og skýr svör.

Nú hefur hann komið með sína sín á að núverandi ástand er ekki gott.

Hvað er þá til ráða?

ESB?

Skipta um gjaldmiðil?

Skikka stjórnmálamenn að haga sér?

One way ticket to Norway?

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 22:31

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Erlingur

Að reyna að munnhöggvast við þig er svipað og elta skottið á sjálfum sér.

Þú hnittir í hin og þessi smáatriði og segist vera alsaklaus að gefa í skyn hitt og þetta.

Ég má ekki nefna íbúð átá landi útaf 40% landsmanna búa þar. Flestir búa í RVK. En ég má ekki nefna það að spara fyrir íbúð útaf þú segir að verkamaður getur ekki sparað (sem er ekki satt) en hvað eru mörg prósent þjóðarinnar verkamenn?

Annað er í þessum dúr hjá þér. Ekki heil brú í það sem þú segir.

Ég er að nefna það að það er skynsamlegra að taka 10-15ára lán ef þú vilt sjá höfuðstólinn lækka.

En halltu þig við 40ára lánin. Og hvetjum Íslendinga í að gera það sama. Það hefur gengið svo ROSALEGA vel hingaðtil

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 10:08

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Satt að segja vil ég ekkert vera munnhöggvast við þig frekar en nokkurn annan og þykir miður að þú lítir á okkar samskipti sem nokkurs konar hringavitleysu (sbr. tilvísun þína um að elta skottið á sjálfum sér).

Bara svo það komi fram, þá get ég alveg sagt að í grunninn er ég alveg sammála þér, að það er alltaf skynsamlegra að hafa eins stuttan lánstíma eins og menn geta komist af með, spara fyrir því sem mann langar í og kaupa eins litla íbúð og hægt er að komast af með miðað við fjölskyldustærð, eða hjá sumum framtíðarplan. Staðreynd málsins er bara sú að í okkar þjóðfélagi í dag eru mjög fáir hópar sem hafa möguleika á að spara "stórar" fjárhæðir, þ.e. nokkrar milljónir, til íbúðakaupa hvar sem þeir búa á landinu. Jafnvel þó fasteignaverð sé lægra út á landi.

Ég bendi á að í umræðum á Alþingi hefur komið fram að um 7 þús. einstaklingar áttu um helming allra bankainnstæðna í árslok 2010, þ.e. meira en 15 millj. hver um sig. Þessir 7 þús. einstaklingar voru 2,6% þeirra einstaklinga sem áttu innstæður í bönkum á þeim tíma.

80 þús. manns áttu t.d. ekki krónu í banka á þessum tíma og restin, eða um 175 þús. manns, átti hinn helming innstæðna (257 milljarða) hver um sig minna en 15 millj. Það gerir um 1,5 milljón á mann að meðaltali. Ekki margir sem geta átt útborgunina sem þú minntist á.

Við hrunið 2008 hefðu 95% innstæðueigenda verið að fullu tryggðir með 5 milljóna króna vernd á innstæður, og 97% ef verndin hefði verið miðuð við 8 millj. (sjá 5.bindi RNA) Og þá var tíðin "betri" en nú. Þetta segir bara allt um stöðuna.

Annars ætla ég ekki að gagnrýna þinn málflutning neitt frekar á þessari síðu. Þú virðist illa geta tekið nokkurri gagnrýni.

Hver og einn leggur svo bara eigið mat á okkar málflutning.

Góðar stundir.

PS: Til að svara því sem sleggjan varpaði fram í athugasemd #16:

1) Já það þarf annan gjaldmiðil á Íslandi að mínu mati og,

2) fyrir marga er alla vega ticket til Noregs hugsanlega besta lausnin í dag, ef hún býðst, þarf ekki endilega að vera one way.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.2.2013 kl. 19:16

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú heldur því fram að fáir eiga pening.

Er þá rétt að gefa þeim 100% verðtryggt íbúðarlán til 40ára?

er það eitthvað til að bæta fjárhagsstöðunna?

En það er gott að þú ert skynsamur að eihverju leiti og tekur undir það að best sé að taka sem minnsta lán á sem stistum tíma.

Það eru skilaboðin í allri færslunni minni hér að ofan.

Og þú tekur undir þau. Sem fer fínt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 22:40

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

hvells

Ég er ekkert í neinum fjárhagsvandræðum og það er alveg óþarfi að blanda mínum einkamálum inn í þessa umræðu.

Það eru bankarnir á Íslandi sem eru í vandræðum. Ekki ég.

Ég vil frábiðja mér að vera gerðar upp skoðanir eins og að ég hljóti að vilja "maxa lánin upp 2007 style".  Ég er alveg sammála þér að því leyti að það er ekki skynsamlegt, og reyndar er það alltöðruvísi sem ég myndi vilja sjá þetta kerfið virka heldur en að fólk þurfi að skuldsetja sig til margra áratuga.

Ef vaxtakjör væru viðráðanleg þá réði fólk við að greiða niður hraðar og þyrfti því alls ekki jafn löng lán ef það vildi taka þau á annað borð. Það sem hindrar þetta í núverandi fyrirkomulagi er veldisvöxturinn vegna verðtryggingarinnar.

Útýmum veldisvexti úr hagkerfinu, þá værum við strax í betri málum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2013 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband