Gaman að vita

Það væri gaman að vita hvar peningarnir eiga að koma?

Hverjar eru tillögur hjúkrunarfræðinga? Hvar á að skera niður á móti þessum hækkunum.

Skera niður hjá fötluðum?

Skera niður hjá gamla fólkinu?

 

Hækka skatta?

 

Ég býð eftir svari frá hjúkrunarfræðingum.

Það er óheiðarlegt að heimta og heimta án þess að leggja til tillögur hvernig á að fjármagna launahækkanirnar.

hvells 


mbl.is Mikill hiti í hjúkrunarfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla ætlastu til að launþegar segi hvernig eigi að afla peninga fyrir laununum sínum ?

Ríkistjórin er búin að skíta í allar bleyur í þessu máli.

Hún ber ábyrgð, ekki hjúkrunarfræðingar.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 20:50

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Öfugt miðað við almenna markaðinn er hlutfall launa af rekstri hár.

Lansinn er í um 70%. Ef að launin hækka um 10.000 þarf að skera niður um 7.000 einhversstaðar annarsstaðar eða hækka gjöld eða aðra skatta.

Til viðmiðunar að þá eru Hagar með um 10% sem þýðir að ef laun hækka um 10.000 þarf aðeins að hækka vöruverð eða skera niður um 1.000.

 Nú er verið að tala um 25.000 brúttó á mánuði til handa hverjum hjúkrunarfræðingi eða um 4,8% að meðaltali.

Ekki er líklegt að það dugi til að halda í marga af þeim sem hafa sagt upp enda bjóðast mun betri kjör annarsstaðar.

Það er súrt að Norræna velferðin... sé með Norrænu út.

Óskar Guðmundsson, 4.2.2013 kl. 20:53

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Birgir

Hvar á að skera niður, ekki heimta.

Og þeir sem tala máli hjúkrunarfræðinga hérna í kommentum. Endilega koma með tillögur. Við tölum í lausnum hér á blogginu. Ekki í lýðskrumi.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 21:13

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góður punktur Óskar.

Það má spyrja hvar peningarnir fyrir þessa launahækkun á að koma.

Og er þá ekki sanngjarnt að hækka laun geislafræðinga, félagsráðgjafa, súkraliða og fleiri þarna í sjúkrahúsinu???

Eða eru hjúkkurnar æðri stétt en t.d félagsráðgjafar sem þurfa að klára fimm ára háskólanám.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 23:40

6 Smámynd: Skarfurinn

30 þúsund króna  hækkun á mánuði gerir hækkun upp á 360.000 á ári plús 90.000króna eingreiðslu þannig að hækkun á fyrsta ári er þá 450.000 það þætti mörgum allgott í fyrstu atrennu, verðu kannski bara að fara að flytja inn hjúkrunarfólk ?  

Skarfurinn, 5.2.2013 kl. 07:29

7 identicon

það mætti til dæmis skera niður listamannalaun, framlög til sinfóníuhljómsveitarinnar, 400 milljónir til fræðsluseturs á Kirkjubæjarklaustri, fresta áformum um Vaðlaheiðargöng um 10-15 ár, framlög til RÚV, hætta með 1-2 sendiráð, og svo mætti lengi áfram telja.

ari (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 08:43

8 identicon

...þ.e. allt sem skiptir minna máli en heilbrigðisþjónusta.

ari (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 08:47

9 identicon

...framlög til vest-norræns menningarhúss í Kaupmannahöfn(12 m.kr.)

leggja niður fjölmiðlanefnd(41 m.kr.)

verkefni um skjólskóga á Vestfjörðum(40 m.kr.)

o.s.frv.

Það er endalaus vitleysa í kerfinu sem hægt er að komast af með sem skiptir minna máli en heilbrigðisþjónusta

ari (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:05

10 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Raunin er að hjúkrunarfræðingarnir vilja 25-30% hækkun, eitthvað sem myndi valda hreinum glundroða í öllu ríkisbákninu svo og einkageiranum þar sem enginn sem á eftir kæmi myndi sætta sig við minna.

Nú er svo komið að ef þær uppsagnir sem lagðar hafa verið fram koma til framkvæmda er grunnur undir nýju hátæknisjúkrahúsi hruninn enda fullkommlega óraunhæft að ætla sér að manna það.

Ef að fjármagnið er það eina sem þarf að þá hefur ekki verið sparað í styrkjum landbúnaðar.

Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu

Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu

Bændasamtök Íslands

Búnaðarsjóður

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Verðmiðlun landbúnaðarvara

Fóðursjóður

Þessir ofantaldir fá á fjárlögum 2013: 14,83 milljarða og hækka frá 2012 um tæp 4% eða 550 millur.

Sameining sendiráða (t.d. með hinum norðurlöndunum) mætti ná fram sparðanði uppá 450-500 millur á ári.

Listamanalaun 550 millur.

Hækkun landbúnaðarstyrkja + sparnaður sendiráða + Listamannalaun = c.a. 1500 millur.

Óskar Guðmundsson, 5.2.2013 kl. 09:39

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ari og óskar

þetta eru góðar tillögur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 09:48

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo má líka spara mótframlag ríkissjóðs við IPA áróðursstyrkjum ESB, sem munu nema 2,5 milljarði.    Þessar krónur eru betur komnar í vasa hjúkrunarfræðinga en áróðurssérfræðinga á vegum ríkisstjórnarinnar.

Kolbrún Hilmars, 5.2.2013 kl. 13:39

13 identicon

Við erum nýbúin að spara ríkinu hundruði miljarða króna sem átti að setja í Icesave.

Væri ekki hægt að nota eitthvað af þeim peingum?

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:24

14 identicon

Goðar tillögur hér. Gaman að fólk talar í lausnum.

Nema Sigurður. Icesave "sparnaður" er ekki auka fjármagn sem datt af himnum. Ríkissjóður er stórskuldugur og við erum ekki með eitthvað extra Icesave fé.

Ef að þú ert að keyra fullur og sleppur við að vera tekinn af lögreglunni. Ertu þá ekki að "spara" 200þúsund í sekt og vilt kannski skella þér til útlanda fyrir "sparnaðinn" ?

kv

sl

sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 18:35

15 identicon

Hjúkkum á það til að blöskra jólagjafir og ýmsir bónusar sem aðrir ríkisstarfsmenn fá að njóta...veit um hóp ríkisstarfsmanna sem ákváðu um síðustu jól að segja peningana sem þeir áttu að fá frekar til líknarfélaga, sem er gott og blessað, en ef ríkið er að dæla peningum hingað og þangað og þannig að þeir sem eiga að taka við bara sjá sér ekki fært að gera það og losa sig undan þessum umbunum, má þá ekki frekar borga hjúkkum laun í samræmi við starfsábyrgð? Og hvernig væri að hefta flæði útlendinga sem setjast hér að vegna ýmissa samninga sem við fáum sennilega lítið úr en sitjum uppi með fullt af nýbúum á félagslega kerfinu og á örorku...?

hjúkka (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 22:36

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mér blöskraði þegar hjúkkurnar neituðu myndarlegri kauphækkun með 94% atkvæða.

Kauphækkun sem ég sjálfur mundi fagna... þó ég vinn í einkageiranum

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 10:11

17 identicon

Sleggjan,

Veistu hvar átti ða skera niður, eða hækka skatta til að greiða Icesave, fyrst þessi peningur var ekki til?

Sigurður (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 20:05

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef margsinni talað um hér á blogginu hvað má skera niður.

Stærstu liðirnir eru að leggja niður þjóðkirkjunna (þeir borga sem vilja halda þessu uppi).

Þrengja viðmiðin á örorkubætur (færa til baka breytinguna sem gerð var 2005).

Sameina háskóla landsins niður í tvo.

Sameina rás 1 og 2.

Fleiri upptalningar eru í boði ef flétt er á bloggsíðunni nánar. Leitið og þér munið finna.

kv

s

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband