Mánudagur, 4. febrúar 2013
Tvær gerðir af einkavæðingu
Það eru tvær leiðir sem hægt er að fara.
Fyrsta leiðin sem ávallt hefur verið farin á Íslandi:
Einkavæða til vildarvina Sjálfstæðis og Framsóknarmanna frítt eða á lágmarksverði og allt á lánum. (Bankarnir, ÍAV, Síldarvinnslan, Herbáknið sem skilið var eftir og Síminn).
Svo er önnur leið sem Sleggjan mæliir með:
Selja hlut á hámarksverði. Beint í ríkissjóð.
Notað fjármuni strax í að greiða niður lán.
Vaxtabyrgðin mun lækka í kjölfarið sem er ríkissjóði til hagsbóta.
kv
Sleggjan
![]() |
Landsvirkjun og Statoil ekki samanburðarhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Athugasemdir
Er sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum þá ekki heimilt að bjóða í þegar ríkiseignir eru seldar? Hvar liggja mörkin? Eru þessir aðilar útilokaðir ef þeir hafa verið flokksbundnir eða dugar að hafa kosið þessa flokka til að verða útlægur? Ef amma mín var framsóknarmanneskja má ég þá ekki bjóða í?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 17:39
@Stefán
Þú hefur greinilega verið lokaður inn í helli síðustu 20 ár.
Gogglaðu sérstaklega einkavæðingu IAV og bankanna og komdu svo aftur að kommenta.
Svo ég svari spurningunni þinni sérstaklega þá skal ekki útiloka neinn aðila. Heldur taka hæsta boðinu. Hámarksboðinu. Ekki spurja um flokkskírteini.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 18:42
við seljum hæstbjóðanda og borgum niður skuldir strax. það er bara þannig.
og selja bankanna í kjölfarið hæstbjóðanda og borga niður skuldir.
þá lokins getum við lokað fjárlagahallanum
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 20:21
Umræðan um einkavæðingur er skorðuð af tveimur atriðum sem einhver ákvað á sínum tíma að væru mikilvæg:
- Einhver "kjölfestufjárfestir" þarf að kaupa stóran hlut. Af hverju?
- Með einkavæðingu þurfa að koma sérstök lög um viðkomandi fyrirtæki eða tegund fyrirtækja. Af hverju?
Íslensku bankarnir störfuðu ekki á sömu forsendum og önnur fyrirtæki, t.d. fyrirtæki sem "taka við" fötum og skila þeim aftur í sama eða betra ástandi (fatahreinsunarlögin eru ekki til ennþá). Sérlög kalla á sérvandamál, og yfirleitt er í þeim klausa sem dregur skattgreiðendur inn í reksturinn.
Ég tek undir tillögu bloggara. Opið uppboð, hæsta verð, punktur og basta.
Geir Ágústsson, 4.2.2013 kl. 21:34
Kjölfestufjárfestir er orð sem er ekki til neinstaðar nema á Íslandi. Útlendingarnir hlæja að þessu orði.
Já, seljum á opnu uppboði. Hæsta verð tekið. Skiptir ekki máli í hvaða flokki. Skiptir ekki máli hverrar þjóðar þú ert heldur!
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 22:05
Hefur sleggjan sýnt fram á að hæsta tilboðinu hafi ekki verið í þeim dæmum sem hún nefnir. Ég þekki þau að vísu ekki öll en hvað varðar t.d bankann voru hæstu tilboðin tekin. Sleggjan hefur eftil vill verið lokuð inn á klóseti síðustu 20 árin. Minnst 3 úttektir hafa farið fram á einkavæðingu bankanna sem sýndu fram að í grundvallaratriðum var ágætlega að þessu staðið og þó svo að kaupendurnir hafi vissulega verið í einhverjum flokkum þá hefur ekki verið sýnt fram orsakatengsl þar á milli nema með einhverjum tröllasögum og annarri hjátrú. Þjóðsögur urðu þannig til að þeir voru bornar á milli fólks og eftir skammastund urðu þær að sannleika.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:30
víst þú nefndir bankanna Stefán.
Þá voru þeir keyptir, handvalið. Með lán úr sitthvorum bankanum, á kross. Ekkert fjármagn inn í landið. Ekkert eigið fé frá kaupendum.
Ég segji nei við þannig.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 23:40
Þegar Hvellurinn kaupir sér íbúð þá er seljandinn ekki að skipta sér af því hvort hann greiðir fyrir íbúðina þína af reikningi sínum í sparisjóðnum, af reikningi sínumí Barkley eða takir lán fyrir henni. Ef hann er sannfærður um að hvellurinn sé borgunarmaður fyrir íbúðinni er honum sama hvernig hann fjármagnar kaupin.
Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:47
aÐ kaupendurnir hafi verið handvaldir er bara fullyrðing og óskaplega lítils virði sem slík
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 09:48
Stefáni finnst ekkert athugavert við sölu á bönknum.
Megi honum vegna vel í framtíðinni.
kv
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.