Mánudagur, 4. febrúar 2013
Hvað segja NEI sinnar við þessu?
Framkvæmdastjóri Hlaðbæs-Colas segir að hefði fyrirtækið beðið einn dag með gjaldeyriskaup hefði það sparað 4,5 milljónir.
Inngrip Seðlabankans á fimmtudag kostuðu fyrirtækið Hlaðbæ-Colas hf. 4,5 milljónir króna, að sögn Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas er malbikunarstöð og þarf að þarf að flytja inn bindiefni til vegagerðar í skipsförmum.
Í tölvupósti segir Sigþór frá því að í síðustu viku hafi fyrirtækið fengið stóran farm sem dælt var úr skipi upp í birgðatanka Hlaðbæs í Hafnarfirði. Fyrirtækinu sé skylt að verjast áhættu af gengi íslensku krónunar og hafði krónan veikst stöðugt í janúar. Samkvæmt ráðleggingum manna á gjaldeyrismarkaði sem töldu litlar líkur á að krónan færi að styrkjast var ákveðið að kaupa dollara á framvirku gengi á greiðsludögum næstu mánaða. Sigþór segir kaupin hafi verið gerð á miðvikudaginn í síðustu viku og að kaupverðið hafi verið um 200 milljónir króna.
Daginn eftir hóf Seðlabankinn inngrip sín á gjaldeyrismarkaði og segir Sigþór að tap félagsins af því að hafa ekki beðið með kaupin í einn dag sé rúmar 4,5 milljónir króna. Það er gjörsamlega óþolandi að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. Gjaldeyrishöft og kerfi þar sem embættismenn í Seðlabankanum leika sér með gjaldmiðil þjóðarinnar, ef gjaldmiðil skyldi kalla. Á sama tíma tala forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna um að íslenska krónan sé ekki vandamál. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta?
"
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gamblararnir í Seðlabankanum samir við sig.
Gambla með annarra manna fé. Sem er lánsfé, sem er gjaldeyrisvarasjóður.
Betra hefði verið að láta krónuna falla og þá hefðu nei sinnar séð hvað þessi gjaldmiðill er yndislegur.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 16:52
Ætti hann ekki frekar að vera að væla yfir því að almenningur er í rauninni að niðurgreiða þessi kaup hans á erlendum gjaldeyri þar sem raunverulegt markaðsvirði krónunnar er langt undir þessu hjá honum
djöfulsins væl síðan í honum að kaupa eitthvað framvirkt því hann heldur að það falli og kvarta svo yfir því þegar það hækkar, honum var fullljóst að til þess gæti komið að seðlabankinn gripi inn, til þess eru jú höftin
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 21:10
Málflutningur Hlaðbæjar er ekki beint góður.
Erum meira að gagnrýna þetta gjaldeyrisástand sem er í gangi í dag.
Losum höftin og leyfum krónunni að falla bara.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.