Sigrún alltaf flott

Sigrún Davíðsdóttir einn besti blaðamaður landsins og rödd skynseminnar.

 

Hún leiðréttir hérna algengan misskilning. Ekki vanþurfa á.

kv

Sleggjan


mbl.is Icesave-málinu snúið á haus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver segir að Sigrún Davíðsdóttir sé ein bezti blaðamaður landsins og rödd skynseminar annar en þú?

Sigrún hefur augsýnislega ekki hundsvit á IceSave ferlinum það sézt vel á þessum pistli sem er skrifað um hana.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 20:21

2 identicon

Mikið rétt Jóhann. Enda er konan bara eitthvað að reyna að klóra í bakkann og réttlæta sína ESB tilveru. Held hún ætti bara a halda sig við kokkabækurnar, hún var afar góð í þeim.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 21:01

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég spyr Jóhann og Sigrúnu

Hver er besti blaðamaður Íslands?

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2013 kl. 21:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú þetta er rétt. Sigrún er sennilega einn al-öflugasti fréttamaður landsins.

Málið er með þessa sögu eða öllu heldur ævintýri um: ,,Hetjulega litla og krúttílega eyju" sem ,,býður öllu fjármálaveldi byrginn" o.s.frv. - að sagan virðist vera alltof góð til þess að fjölmiðlar erlendins geti sleppt henni eða breytt henni á nokkurn hátt.

þetta er svo gott ævintýri. Sígilt þema í ævintýrum. Lítið svæði einhversstaðar sem berst hetjulega gegn ranglætinu etc. Allar klisjurnar þarna. Svipað og Ástríksbækurnar eða einhverjir sapuþættir eins og Löður. (Sem var vinsælt í eina tíð.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 21:17

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

„Það sem Ísland hefur hins vegar gert með skynsömum hætti er að afskrifa skuldir, bæði fyrirtækja og einstaklinga, sem og að milda gjaldþrotalög landsins,“

Þarna snýr þessi "einn besti blaðamaður landsins" öllu á haus.

Ef hún hefði sagt að á Íslandi hefðu verið afskrifaðar skuldir "valinna" fyrirtæki og einstaklinga þá hefði fréttaskýringin getað staðist.

Það er greinilegt taum hvers orðavalið dregur, taum helferðarhyskisins.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2013 kl. 21:18

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli bezti blaðamaður sé ekki bara ég sjálfur, Sleggjan mín.

Í það minsta betri en Sigrún.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 21:25

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nákvæmlega ómar

jæja Jóhann, linkaður fréttasiðuna þína, ég mun bookmarka =)

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2013 kl. 22:27

8 identicon

Sæll.

SD veit ekkert í sinn haus um þessi mál öll og raunar broslegt að heyra hana gagnrýna FT.

Helgi (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 07:45

9 identicon

Einmitt Helgi. Og þeim mun meira sem ég hugsa um þetta því fáránlegra er að SD sé að setja ofaní við Financial Times.

Ætla ekki að fara að setja hana inn í einhverja blaðamannakeppni hér því þarna úttalar hún sína persónulega skoðun en ekki sem fréttamaður RÚV. Hún hefði átt að sleppa þessu, þetta var aumt og við kunnum henni litlar þakkir fyrir.

Sigrún Guðmundsdóttirs (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 10:01

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sleggjan mín.

Það sem ég er að líkja við að ef Sigrún er kölluð fréttamaður, þá geta allir verið kallaðir fréttamenn þú líka sleggjan mín.

Og það að líkja henni sem bezta blaðamanni landsins væri, er svipað og að segja að Obama sé af Asíuuppruna, bara af því að hann átti heima í Indónesíu um tíma.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.2.2013 kl. 22:09

11 identicon

Hvað er efnislega rangt við leiðréttinguna hjá SD?

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 22:14

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Allt sem hún skrifaði hafði enga heimild til að styðjast við og þetta er bara hennar skoðun á málinu, en engin frétt.

Kavðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.2.2013 kl. 22:26

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jæja Jóhann.

Viltu ekki lesa yfir fréttina aftur þegar það er buið að renna af þer =)

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2013 kl. 11:09

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góði bezti vertu ekki að setja þig á háann hest, segðu mér hvað er rétt í þessum pistli, svo er þetta enginn frét heldur athugasemd við fréttagrein í Financial times.

Ef þú getur ekki séð muninn á frétt og athugasemd þá get ég ekki séð að við komum að einhverri niðurstöðu í okkar rabbi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 13:50

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með fullri virðingu fyrir manneskjunni þá er Sigrún Davíðsdóttir ein þeirra fréttamanna sem hafa frá upphafi sett fram rangar túlkanir á málsatvikum Icesave málsins, sem hafa ekki gert annað en að kynda undir þeim misskilningi sem ríkt hefur um réttarstöðu Íslands í málinu. Baráttan fyrir því að hafna ríkisábyrgð snerist öðru fremur um að uppræta þennan misskilning. Hefðu fréttamenn eins og þessir ásamt embættismönnum, háskólaprófessorum, og öðrum sem þiggja laun frá ríkinu, ekki lagst á eitt um að rangtúlka málið í heilt kjörtímabil, þá hefði málið getað unnist í byrjun þess.

Sigrún Davíðsdóttir er líka kærasta Lee Buchheit og þess vegna vanhæf til að geta þóst fjalla um málið með hlutlausum hætti. Ég veit ekki hvort þau eru ennþá saman, en það kemur mér heldur ekkert sérstaklega við. Með fullri virðingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2013 kl. 17:49

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Johann:

Við erum stórskuldug eftir bankahrunið. Það er rétt hjá Sigrúnu.

@guðumundur

misskilningurinn hja´útlendingunum er að við létum bankanna falla án fjárútláts. Sem er rangt. Sigrun er einfaldega að benda á það.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2013 kl. 17:10

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það einhver frétt að íslendingar séu stórskuldugir?

íslendingar voru stórskuldugir fyrir hrunið.

Frétta flutningur á að vera um eitthvað sem fólk hafði ekki vitneskju um. Skrifa athugasemd um frétt sem einhver annar hefur skrifað gerir Sigrúnu ekki að blaðamanni, eins og ég sýndi með mínum methphor; ef Sigrún er blaðamaður að skrifa athugasemdir, þá er ég það líka og þú sem sagt allir sem skrifa athugasemdir og pistla á mbl.is blogginu.

Hver segir að það sé rangt að láta einkafyrirtæki og þá sérstaklega banka fara á hausinn?

Lehman Brothers voru láttnir rúlla.

Af hverju á almenningur (Ríkissjóður) að ábyrgjast óreiðu fyrirtæki?

Eins og ég benti þér á að Sigrún var ekki að skrifa neina frétt, hún var að skrifa athugasemd við frétt í Financial Times.

Það er svo aftur annað mál og sem betur fer þá getur Sigrún tjáð sínar skoðanir, en það er ekki þar með sagt að skoðanir hennar séu réttar og hver og einn má andmæla því sem Sigrún er að predika.

En að Sigrún sé einhver frábær blaðamaður og eins og þú segir; "Sigrún Davíðsdóttir einn besti blaðamaður landsins og rödd skynseminnar."

Þetta má vera þín skoðun, en eins og sumar af athugasemdunum um þinn pistill gefur til kynna, þá er ég ekki sá eini sem telur þetta bara spangól hjá þér um Sigrúnu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband