Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Framsókn og kosningavíxillinn
90% húsnæðislán 2003
Flugvöll út í sjó 2007.
Nú er það afnám verðtryggingar:
Það sem verðtryggingin gerir er að hún safnar upp raunvöxtum á hverjum tíma og bætir við höfuðstól lánsins. Óverðtryggt lán er með hærri vöxtum sem greiðast jafnharðan á galddögum. Í verðbólgu þyngist greiðslubyrðin í samtíma en lækkar til framtíðar. Kaupgeta mikils hluta þeirra sem eru á fasteignamarkaði ræður ekki við hærri greiðslubyrði, þannig að einhver hluti kemst í þrot fljótt. Misskilningurin í þessari umræðu alri er að halda að verðtryggingin sé eitthvert rán á peningum almennings, en hún er í raun vaxtaálg sem greiðist seinna á lánstímanum. Það verður ekki farsælt að afnema verðtryggingun án þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika, hann verður ekki tryggður með íslenskri krónu. Við verðum að muna að þetta mál verður ekki leyst án þess að tryggja stöðugan gjaldmiðil og lága verðbólgu.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.