AMX vaktin #31

http://www.amx.is/fuglahvisl/18598/

Tek heilshugar undir smáfuglana skemmtilegu á amx.is

"Smáfuglarnir taka undir þau sjónarmið að Icesave málið verði haft til minnis um það öngstræti sem hvers konar ríkisábyrgð á einkarekstri getur endað í. Sjaldan hafa jafn miklar deilur risið á Íslandi og í kjölfar Icesave málsins þar sem í ljós kom að hugsanlega gæti viðskiptaævintýri einkabanka endað á baki almennings.

Þú Icesave málið hafi endað farsællega er það víti til varnaðar. Ekkert fyrirtæki ætti að njóta ríkisábyrgðar. Ekkert fyrirtæki ætti að vera undanþegið lífshættunni sem fylgir því að standa sig ekki í rekstri. Enginn stjórnandi ætti að vita að ríkið bjargi fyrirtækinu þegar, og ef, hann gerir stórkostleg mistök.

Sambúð sósíalisma og markaðsbúskapar þarf að ljúka. Hún hefur þegar kallað yfir Íslendinga eitt bankahrun sem ætti að vera fullnægjandi sannindamerki um ágæti þeirrar stefnu."

 

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg rétt Sleggja, en einmitt þessi baneitraði kokteill það er "sósíalismi andskotans" plús "pilsfaldarkapítalisminn" er keyrður áfram eins og enginn sé morgundagurinn undir stjórn Brussel valdsins.

Hvoru tveggja biðu reyndar miknn hnekki við þennan dóm EFTA dómstólsins !

En batnandi mönnum er best að lifa !

Þið farið ábyggilega brátt af láta af þessari heimskulegu og upphöfnu ESB dýrkunn ykkar !

Gunnlaugur I., 31.1.2013 kl. 21:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Og hvað er íslenska ríkið búið að setja mikið í allskyns sjóði sem Sjallar tæmdu? það var sviðin jörð eftir þá. Ríkisvaldið hefur sett óhemjufjármagn í þessi fyrirtæki til að halda þjóðfélaginu gangandi. það er nú ekki sjaldan búið að fara yfir það dæmi.

Varðandi lágmarkstryggingu innstæðna, neytendaverndina, þá er hún bráðnauðsynleg og er ekkert að fara. það er álitið að hvergi verði hlustað á þennan dóm - nema þá kannski á Íslandi varðandi innstæðueigendur í London og Amsterdam.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2013 kl. 21:29

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála fuglahvísli með að við eigum ekki að taka ábyrgð á bönkunum en þessi fullyrðing:

"kjölfar Icesave málsins þar sem í ljós kom að hugsanlega gæti viðskiptaævintýri einkabanka endað á baki almennings."

er bara röng

það fór helling peningur á okkur skattborgara t.d lán seðlabanka til kaupþing með veð í FHI banka í DK sem er núna verðlaust.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2013 kl. 21:46

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gunnlaugur

þú komst með góðan punkt. engin ríkisábyrgð á enkarekstir.

en þú klúðraðir þessu alveg með að nefna ESB í endann

þú ert með ESB á heilanum. Hvenær ætlaru að losna við þetta frómas í hausnum

lífið sníst um meira en að pönkast í ESB endalaust.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2013 kl. 21:47

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er auðvitað skrítin umræða og sérstaklega hjá hægri öflunum. það er eins á kostnaður ríkis af hruni fjármálakerfisins hérna hafi aðeins og eingöngu verið Icesavereikningarnir sem voru netreikningar í B&H reknir í útibúaformi.

Að mínu áliti er þetta vísvitandi áróður hægrimanna. Og má þá segja að þetta Icesavemál hafi verið mikill happafengur fyrir þá.

það að 90% af fjármálakerfi landa hrynji á einu degi - það hefur auðvitað margvíslegan kostnað í för með sér sem lendir á Ríkinu.

það sem menn sumir virðast eiga erfiðast með að sjá fyrir sér eða horfa á úr yfirsýn er, að bankakerfi er dáldið sérstakur rekstur. það er ekki eins og hver önnur sjoppa útí bæ. Mann hugsa þetta soldið þröngt margir. Menn hugsa þetta soldið í umræðunni svona og í þessari röð: 1. Banki gjaldþrota. 2. Ég á að borga. 3. Ég vil ekki borga. Svo er ekkert hugsað meira. Vandamálið er að þetta er ekkert svona einfalt. þetta hugsanaferli er gagnlaust. En áróðurinn og frasarnir ganga vel svona. það er auðvelt að lýðskrumast í kringum slíka uppsetningu.

það er alveg sama hvað mönnum finnst um hegðan banka og fjármálabatteríisins, að slík starfsemi er hluti af hryggjastykki nútíma samfélaga. Samfélag án bankastarfsemi er skrítin tilhugsun. Ríki verða alltaf að koma inní dæmið með einhverjum hætti ef verulegt áfall verður í bankastarfsemi. Að gera ekkert hefur enn meiri skaða í för með sér.

þessvegna verður ríkisvaldið að hafa strangt og effektíft eftirlit með bankakerfi og fjármálastarfsemi það er aldrei hægt að gefa bankastarfsemi fullkomlega frjálsar hendur.

Megintilgangur eftirlitsins á að vera að viðkomandi starfsemi byggi ekki upp startegíska áhættu fyrir landið eða efnhags landa í heild þannig að veruleg ógn verði að.

Lausnin er ekki ,,að láta banka fara á hausinn" eins og sagt er. Lausnin er að hafa það gott eftirlit með starfseminni að ríkið komi ekki til með að skaðast þó bankar fari á hausinn og í öðru lagi helst að koma í veg fyrir að þeir fari á hausinn. það á ekki að gera með björgunum heldur með eftirliti sem miðar að því að það þurfi aldrei neina björgun.

það er auðvitað tóm vitleysa og ábyrgðarleysi af fyrstu gráðu að láta bankakerfi örríkis vaxa í 10X þjóðarframleiðslu. Áhættan er allt, allt, alltof mikil.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2013 kl. 23:04

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eftirlit virkar aldrei. Það er engin atvinnugrein með eins mikil regluverk og eftirlit og fjármálakerfi

og það hefur aldrei gegnið

besta "eftirlitið" er markaðsæginn

og hann fæst bara með því að afnema ríkisábyrgðina

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2013 kl. 00:32

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Innstæður eru grunnhryggjarstykki banka. (þ.e. þeirr banka sem taka við innstæðum en það geta auðvitað verið fjárfestingabankar eingöngu)

Í nútímasamfélagi og fjármálakerfi verður að vera innstæðutrygging og hún ekki of lág. þetta voru Bandaríkjamenn búnir að farra rétt eftir 1900.

Og það verður að vera trygging sem er bökkuð upp sama hvað og ríkið getur orðið endastöð í sumum tilfellum, allavega tímabundið.

þetta, lágmarkstrygging - hefur, að mínu mati og minni afstöðu til efnisins, ekkert með ,,ríkisábyrgð á bönkum" að gera.

Eg hugsa með hryllingi til næsta hrins ef innstæður eiga ekki að vera tryggðar. Hvernig heldur fólk að mál hefðu endað á Íslandi 2008 ef innstæður hefðu ekki verið tryggðar? Maður er ekki alveg að sjá fyrir sér hvernig það hefði endað. Við erum líklega að tala um alvöruhrun. Við erum að tala um rúðubrot og rán og fólk á randi að leira sér að mat í fjörunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 00:42

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Bandaríkjamenn búnir að fatta".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 00:43

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er ósammála hvellinum að eftirlit virkar ekki.

Á meðan innistæðutrygging er á bönkum þá skal vera eftirlit.

Eigið fé verður að vera ásættanlegt.

Lausafé einnig (bidniskylda).

Svo það sem klikkaði í hruninu: Bankarnir mega ekki vera 10x stærri en hagkerfið okkar. Þeir áttu að vera með dótturfélög kringum erlenda starfsemi í hverju landi fyrir sig.

Ég var hrifinn af Glass Steagal lögunum. Bush afnumdi þar og dýrið var laust. Megi Bush hafa skömm fyrir.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.2.2013 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband