Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Mikilvægasta hagstærðin fyrir almenning
Verðbólga, þjóðarframleiðsla, hagvöxtur, gengi gjaldmiðla. Allt hagstærðir sem eru gott til síns brúks.
Að mínu mati er samt kaupmáttur mikilvægasta hagstærðinn fyrir almenninginn í landinu.
Kaupmáttur er magn af vörum sem hægt er að kaupa með gefnum gjaldmiðli (Krónan hjá Íslendingum).
Vörurnar sem þú getur keypt fyrir launin þín.
Ríkisstjórnin hefur aukið kaupmáttinn eftir hrun. Við skulum bara leyfa þeim að njóta þess sem vel er gert. Kaupmátturinn er ekki sá sami og fyrir hrun. En þeir hafa unnið gott verk að auka hann á þessum árum í stjórn.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála að kaupmáttur er góður.
En getur verið slæmur líka þegar krónan var alltof hátt skráð fyrir hrun.
En þú segir "Ríkisstjórnin hefur aukið kaupmáttinn eftir hrun"
ég segi að kaupmáttur hefur aukist ekki vegna ríkisstjórnarinnar heldur þrátt fyrir ríkisstjórnina
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 31.1.2013 kl. 15:40
Já, það má náttúrulega deila um hvort það sé vegna eða þrátt fyrir.
En ég taldi bara mikilvægt að halda til haga þessum staðreyndunum. Svo má rífast út frá þeim. Kaupmáttur jókst á tímum vinstri stjórnar sem er gott fyrir hinn almenna launamann.
Vonum að næsta ríkisstjórn heldur áfram á sömu braut (auka kaupmátt).
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.