Samfylkingin var nánast örugg um að Icesave mundi tapast

aginn sem EFTA-dómurinn var væntanlegur auglýsti stjórn Samfylkingarinnar:

 

"Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu, samningsbrotamáli sem ESA – Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði gegn íslenska ríkinu, verður kveðinn upp í dag. Til að ræða dóminn og afleiðingar hans höfum við fengið Vilhjálm Þorsteinsson, frumkvöðul og gjaldkera Samfylkingarinnar, á opinn fund á Hallveigarstíg.

Að lokinni framsögu Vilhjálms verða umræður. Fundurinn verður haldinn á miðvikudagskvöldið 30. janúar og hefst kl. 20.00.“

 

Svo féll dómur. Þá kom:

"Ágæti félagi. Áður auglýstum fundi um Icesave-dóminn sem halda átti á Hallveigarstíg 1 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30. janúar, er frestað vegna þess að húsnæðið á Hallveigarstíg er þétt setið þessa dagana vegna landsfundarverkefna og undirbúnings sem honum tengist.“

 

Jújú, upttekinn salur allt í einu. Af hverju verið að ljúga?

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband