Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Strætó á uppleið
Gísli Marteinn er ötulasti baráttumaður fyrir umhverfvisvænann ferðamáta sem ég veit til.
"Eftir mörg mögur ár fyrir 2005, þar sem ekki nógu mikið var gert fyrir strætó (og í sumum tilvikum rangir hlutir) hefur uppgangurinn verið mjög mikill. Öfugt við það sem margir hefðu haldið olli bankahrunið fækkunum í vögnunum. Ástæðan er talin sú að erlenda vinnuaflið sem streymt hafði til landsins og farið vel með peninginn tók auðvitað strætó. Þegar þessir góðu gestir okkar streymdu svo úr landinu, fækkaði í vögnunum. En þá gerðist það gleðilega; Reykvíkingar og nærsveitamenn uppgötvuðu hvað strætó er fínn ferðamáti, og að utanlandsferðina fyrir fjölskylduna má borga með sparnaðinum af því að losa sig við bíl. Síðustu tvö ár hefur vöxturinn því verið mikill, og vonandi heldur það áfram þannig.
Fyrir utan ytri þætti sem hafa hér áhrif, svo sem eldsneytisverð, held ég að Grænu skrefin sem kynnt voru árið 2007 hafi breytt miklu. Í þeim var fyrsta græna skrefið: Miklu betri strætó og meiriháttar ímyndar og þjónustupælingar voru gerðar fyrir strætó. Við gáfum út Nemakortið í fyrsta skipti. Þá fengu allir framhalds og háskólanemar í Reykjavík Nemakortið ókeypis með skráningu í skólann sinn og það fjölgaði verulega í vögnunum og breytti ímynd þeirra. Stjórnmálamenn hafa líka flestir áttað sig á því án öflugra almenningssamgangna er Reykjavík verri borg, með miklum umferðarteppum, risavöxnum hraðbrautum sem kosta milljarða í smíði og rekstri, að ógleymdum þeim neikvæðu áhrifum sem slíkt borgarskipulag hefur í för með sér."
Markaðsherferðin er góð.
Nafnabreytingarnar á strætóskýlum sniðug og árangursrík.
Heimasíða straeto.is framúrskarandi (hjálpaði mér í marga bíllausa mánuði 2012).
Kallkerfið inn í strætónum er gott.
Vantar:
-Fleiri forgangsbrautir fyrir strætó (það á að vera hvetjandi að taka strætó, ekki bara fjárhagslega heldur á það að spara tíma fyrir farþega einnig).
-Borga með korti. Þeir sem vilja borga með debet eða kredit korti eiga að geta það. Hversu auðvelt er að setja posa í hvern strætó?
-Nettenging (ekki nauðsynlegt en klárlega eitthvað sem hugsa á til framtíðar).
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.