Um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Mikil umræða hér á blogginu hefur verið um einkavæðingu heilbrigðisþjónstu á Íslandi. Lögmálið um framboð og eftirspurn án tillits til raunhæfs kostnaðar við þjónustuna er slengt fram. Lagt traust á tækniframfarir sem ekki eru til staðar. Dustað rikið af gömlum Friedman bókum þar sem kenningin er sú að sá sem á pening kann að nota hann best sjálfur. Gott og gilt en á það við í heilbrigðiskerfinu? Heilbrigðisþjónusta er allt öðruvísi því allir þurfa hana. Fékk hérna dæmi um DVD-spilara í einu kommenti, þar er á ferð munaðarvara og ekki sambærileg. Umræðan komin á villigötur.

Hvað meinar svo fólk með einkavæddu heilbrigðiskerfi? Ekki hefur það komið skýrt fram hjá einkavæðingarsinnum.

Einkavæðingarsinnar mega segja frá sinni sýn hvernig þeir sjái þetta fyrir sér í raunveruleikanum.

Ég er með nokkrar útfærslur og samþykki eða hafna:

- Algjörlega einkavætt heilbrigðiskerfi á Íslandi:      Sjúkrahús eru einkarekin. Standa undir kostnaði með sölu á þjónustu. Ef þú veikist alvarlega þarftu að standa undir milljóna kostnaði á ári. 90% af þjóðinni á ekki efni á meðferð. Frjálhyggjufélag Íslands segir að sá vandi getur verið leystur með frjálsum framlögum. Sé það ekki gerast. (Sleggjan samþykkir ekki þessa leið).

- Algjörlega einkavætt heilbrigðiskerfi með heilbrigðistryggingu:  Alveg eins og dæmið að ofan nema heilbrigðistrygging er kominn til sögunnar. Þú kaupir þér heilbrigðistrygginu, ef þú veikist alvarlega geta tryggingafélögin lagt út þann kostnað. En hnífurinn í kúnni: Þeir sem kaupa ekki tryggingu, hvað skal gera við það fólk? Skattgreiðendur borga? Og þá er augljósleg hvatning að kaupa ekki tryggingu með þeirri vitneskju að ríkið hlaupir undir bagga. Svo er hægt að skylda fólk að borga heilbrigðistrygginu. En það er ekkert nema skattur og þá erum við komin með spurning um hægri og vinstri vasa ríkisins. Skylda tryggingu, þá er alveg eins hægt að setja skyldufjárhæðina beint í ríkiskassann staðinn fyrir milliliðinn sem eru tryggingarfélögin. (Sleggjan samþykkir ekki þessa leið)

- Blönduð leið:   Einkavæðing heilbrigðisþjónustu gefin frjáls. En ríkisrekin þjónusta verður ekki lögð af. Þeir sem eiga fjármagn geta borgað fyrir toppþjónustu og framfyrir röð í einkageiranum. Þeir fátæku fá sína venjulegu þjónustu eins og alltaf áður í rikisrekna batteríinu. (Sleggjan samþykkir þessa leið).

- Einkarekstur með ríkishjálp:    Eins og Háskólinn í Reykjavík. Færð ákveðið budget sem þeir geta ráðið að vild hvað gera skal við peninginn. Fá frelsi með verðlagningu þjónustu. Sé fyrir mér að þetta gengur. En í mínum huga er þetta ekki einkavæðing og engin frjálhyggjuvæðing kerfis. Beinn ríkisstuðningur með fé skattborgara er þetta. Þó er meiri möguleiki á hagkvæmni og annað slíkt. (Sleggjan samþykkir þessa leið).

 

Núverandi kerfi: Hér er heilbrigðisþjónusta opinber. Grunnstoð samfélagsins. Allir eiga rétt á læknisþjónustu burt séð frá fjárhag. Stuðningur í boði fyrir þá sem eiga ekki pening. Tryggt er að enginn deyji án þess að allt sé reynt fyrst. Hagræðing er auðvitað nauðsynleg. Kvarta þó ekki. Greitt er hóflegt gjald fyrir alla þjónustu. (Sleggjan samþykkir þessa leið)

Opinbert kerfi, allt frítt: Eins og á Kúbu og Kanada og auðvitað fleiri löndum. Allt ókeypis er ekki gott. Það er einum of hvetjandi fyrri þá sem finna fyrir vægri flensu eða nokkrum auðveldum spurningum um heilsufar sem auðvelt er að gúggla eyði tíma hjá læknum að kostnaðarlausu. Hóflegt gjald er málið. Allt spurning um hvata. (Sleggjan samþykkir ekki þessa leið).

 

Þarf kannski ekki að taka það fram en allar tillögur hér að ofan miðast við það að það sé óásættanlegt að láta manneskju í alvarlegum veikindum óafskipta. Hjálpa verður hverri manneskju eins og kostur er í okkar vestræna samfélagi. Enginn skal deyja sökum peningaleysis.

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

- Blönduð leið:   Einkavæðing heilbrigðisþjónustu gefin frjáls. En ríkisrekin þjónusta verður ekki lögð af. Þeir sem eiga fjármagn geta borgað fyrir toppþjónustu og framfyrir röð í einkageiranum. Þeir fátæku fá sína venjulegu þjónustu eins og alltaf áður í rikisrekna batteríinu. (Sleggjan samþykkir þessa leið).

- Einkarekstur með ríkishjálp:    Eins og Háskólinn í Reykjavík. Færð ákveðið budget sem þeir geta ráðið að vild hvað gera skal við peninginn. Fá frelsi með verðlagningu þjónustu. Sé fyrir mér að þetta gengur. En í mínum huga er þetta ekki einkavæðing og engin frjálhyggjuvæðing kerfis. Beinn ríkisstuðningur með fé skattborgara er þetta. Þó er meiri möguleiki á hagkvæmni og annað slíkt. (Sleggjan samþykkir þessa leið).

Þessar leiðir eru mjög góðar. Að sjálfsögðu á að stefna að þessu til að byrja með.

Þegar ég er að tala um einkavæðinug þá er það fyrst og fremst eitt sem ég er að reyna að fá fra. Hagræðingu í rekstri. Það er staðreynd að fólk sóar opinberu féi.

Svo er náttúrulega óþolandi þegar opinberir starfsmenn þurfa að sækja launahækkanir í ríkisvasann. BHM og SFR og fleiri samtök. Lélegur mannauður með gagnslausa menntun sem gefur ekkert virði þurfa að hirða pening af okkur. Í einkageiranum ræðst laun af framboð og eftirspurn

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 19:35

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sæmi um sóun af fé

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/01/29/donsku-jarnbrautirnar-tapa-21-milljardi-a-rekstri-soluvagna-ha-laun-starfsfolks-hneyksla/

opinberir starfsmenn að selja súkkulaði með tæpa milljón á mánuði

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/20012013/harpa-tugir-milljona-fyrir-stjornarsetu

annað dæmi frá Íslandi

þetta er algjörelga óþolandi

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 29.1.2013 kl. 19:40

3 identicon

Sæll.

Þið eruð að misskilja það sem ég sagði fyrr varðandi DVD spilara. Ég tók þá sem dæmi um að miklar framfarir hafa orðið varðandi þá, kostnað og annað slíkt, án þess að hið opinbera sé með puttana í framleiðslu þeirra. Sama má raunar segja um farsíma, þetta getur einkageirinn ef hið opinbera skiptir sér ekki að. Samkeppni þvingar fram hagkvæmni og framfarir. Hvað með örgjörvana? Eru stjórnmálamenn að skipta sér að framleiðslu örgjörva? 

Það er engin ástæða til að ætla að annað eigi við í heilbrigðiskerfinu. Nýta á fjármagn og mannafla með sem hagkvæmustum hætti. Því er hægt að ná í einkageiranum. Það er óviðunandi að stjórnmálamenn séu að ákveða hvort mæður á t.d. Höfn í Hornafirði þurfi að keyra eitthvað út í rassgat til að geta fætt sín börn á spítala. Hornfirðingar eiga að ákveða þetta sjálfir með sínu fjármagni, finnst þeim þjónustan á staðnum kostnaðarins virði? Það er ekki einhverra Reykvíkinga, Ísfirðinga, Þistilfirðinga né annarra að ákveða þetta fyrir þá!

Það sem þið skautið framhjá í hugleiðingum ykkar að ofan er að fólki er í dag algerlega meinað að bera ábyrgð á sjálfu sér. Við megum ekki velja. Ef hið opinbera verndar okkur gegn því sem er "slæmt" verndar það okkur líka gegn því sem er "gott". Ég veit ekki betur en þið hvað er ykkur fyrir bestu, í grunninn er þetta alveg ótrúlegur hroki í hópi einstaklinga sem telja sig vita betur en aðrir. Sagan geymir mörg dæmi um snjalla einstaklinga sem ætluðu að bjarga samborgurum sínum en steyptu þeim í reynd í glötun og kostaði þá lífið í mörgum tilvikum. Kannski er þeir snjallastir sem átta sig á að þeir vita ekki allt betur en aðrir? Má ekki læra af sögunni? Opinber afskipti eru ávísun á vandræði og klúður.

Af hverju á ég að borga stöðugt fyrir slæmt val annarra? Af hverju á dópistinn ekki að bera ábyrgð á sínu vali? Af hverju þarf ég að borga fyrir hans mistök?

Reyndin er sú að fólk sem viljandi fer afar illa með sig fær alltaf meðferð þó sumir segi að sú sé ekki raunin. Hið opinbera gæti ýtt undir það með skattaívilnunum t.d. Menn eru alltaf að búa til tröllasögur um að slíku fólki sé ekki hjálpað.

Í einkavæddu heilbrigðiskerfi borgar viðskiptavinurinn fyrir þjónustu sem hann sækir og læknirinn vinnur fyrir sjúklinginn en ekki hið opinbera. Hið opinbera setur hjúkrunarfólki þröngar skorður. Ef þú ferð til læknis í dag vinnur læknirinn ekki fyrir þig. Það er engin þörf fyrir þriðja aðila. Við sjáum hérlendis að mikill læknaskortur er orðinn að staðreynd þó ekki megi ræða hann. Hann skyldi þó varla hafa eitthvað með opinber afskipti af heilbrigðiskerfinu að gera?

Þessi blandaða leið ykkur mun að öllum líkindum ekki virka vegna þess sem kallað er Wagner lögmálið - hið opinbera hefur gífurlega tilhneigingu til að þenjast út. Sjáið hvað hefur verið að gerast í heilbrigðiskerfi USA undanfarna áratugi og nú síðast með því sem kallað er ObamaCare. Svo þegar heilbrigðiskerfið er allt komið í rann hins opinbera er ekki hægt að veiða fleiri atkvæði og þá hefst niðurskurðurinn!!

Fólki er talin trú um að hið opinbera geri hlutina betur í heilbrigðisgeiranum en einkageirinn, slíkt er auðvitað af og frá. Það er ekkert ókeypis, ansi margir átta sig ekki á því. Kostnaðurinn er bara falinn þegar hið opinbera er í þessu, notandi þjónustunnar sér kostnaðinn ekki og heldur því að allt sé ókeypis og það er auðvitað frábært.

Ég heyri aldrei rætt hve margir hérlendis hafa dáið á biðlista eftir aðgerð. Ég geri ráð fyrir að þær upplýsingar komi ekki fram í bráð enda myndi slíkt líta afar illa út fyrir bæði heilbrigðisgeirann, Landlækni og stjórnvöld. Svo eru blaðamenn hér svo slappir að þeim dettur ekki í hug að leita.

Það er auðvitað ekki hægt að skipta yfir í einkarekið heilbrigðiskerfi á einni nóttu en auðvelt er að taka fyrstu skrefin. Menn geta hakað rafrænt við þegar þeir telja fram til skatts hvort þeiri vilji greiða skatta og njóta tryggingar, þeir sem kjósa að gera annað geta keypt sér tryggingu og greiða þá lægri skatta. Sama á við um landbúnaðinn, opinber afskipti þar þarf að leggja af á t.d. 4-6 ára tímabili í skrefum.

Kjarni málsins er sá að ef þjónusta er verðlögð of lágt verður umfram eftirspurn - slík er raunin með háskólana okkar sem og heilbrigðiskerfið. Hve margir haldið þið að færu í háskólanám ef þeir þyrftu að borga eigið nám sjálfir? Við erum búin að búa til fullt af alls kyns fræðingum sem eru algerlega gagnslausir. Við erum að búa til fullt af fólki með háskólapróf sem er ekki einu sinni sendibréfsfært hvað þá meira :-(

Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 23:29

4 identicon

Það má einkavæða margt. Eins og hvells bendir á þá er það járnbrautarkerfið og Harpan. Harpan atti aldrei að vera byggð með opinberu fé.

Svo nefnir Helgi með Háskólanám sem má alveg skoða.

Heilbrigðiskerfið er aftur á móti viðkvæmt. Það er lífsnauðsynlegt svo mörgum og ekki allir eiga fjármagn til að standa undir kostnaði. Þegar um líf og dauða er um að ræða ætti hið opinbera að stökkva til. Segi það treglega en bara verður að vera þannig.

Byrjum skref fyrir skref eins og Helgi segir. Förum "Blönduðu leiðina" eins og lagt er upp með í bloggfærslunni.

sleggjan (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 08:53

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.youtube.com/watch?v=gvJHUVAEU44

Stossel  Sick in America.

Þetta er fínn þáttur um þetta málefni. Stossel gerði þennan þátt og er ákveðið svar við Sicko með Michael Moore. Enda bregður Moore fyrir í þessum þætti.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2013 kl. 09:14

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Annars er ég sammála það sem Helgi segir.

En það er gott að taka þetta í skrefum. Einkavæða hluta svo menn sjá hvernig þannig rekstur gengur.

Og svo verður tekin skref í rétta átt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 30.1.2013 kl. 09:21

7 identicon

Sæll.

Sá þennan þátt Stossel fyrir nokkru síðan, mynd Moore var bara áróðursmynd - mun ekki horfa á fleiri myndir eftir hann. Stossel girðir niður um Moore á nokkrum mínútum.

Þáttur Stossel er mjög góður eins og raunar nánast allt sem frá honum kemur. Óskandi að hann yrði sýndur í íslenska sjónvarpinu, fólk sæi þá að fleira er til en bara opinber afskipti af heilbrigðisþjónustunni og galla þessara afskipta.

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 10:15

8 identicon

fínasti þattur

lika "freeloaders" þátturinn

sleggjan (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband