Laugardagur, 26. janúar 2013
Ólafur hefur rangt fyrir sér enn og aftur
Ríkið eyddi gríðarlegum peningum til að bjarga fjármálakerfinu. Gjaldþot Seðlabankans kostaði okkur hundruði milljarða.
http://www.austurlandid.is/index.php?option=com_content&view=article&id=1033:gratleg-mistoek-seelabanka-ureu-til-tess-ae-gjaldtrot-hans-vare-hatt-i-300-milljarear&catid=21:almennt&Itemid=19
Ríkið eyddi hátt í hundrað milljarða í peningamarkaðssjóði
http://eyjan.pressan.is/frettir/2009/10/06/peningamarkadssjodir-kostudu-83-milljarda-landsbanki-langdyrastur-med-63-milljarda/
Svo eru innistæður í bönkum tryggðar uppí topp með ríkisábyrgð. Ef Ólafur er að halda því fram að á Íslandi er litið á banka sem hvert annað fyrirtæki þá hefur Ólafur rangt fyrir sér. Og ekki í fyrsta skiptið.
Bankar hafa ríkisábyrgð á Íslandi.
hvells
![]() |
Bankar eins og hvert annað fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólafur að reyna endurskrifa söguna, gangi honum vel.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 18:09
Þið eruð alveg einstakir í því að misskilja hlutina vijandi.
Það sem er rétt er að vissulega tapaði Seðlabankinn hér háum fjárhæðum á falli bankanna og einnig tapaði almenningur miklum fjármunum, þó svo að almennar banakinnistæður hefðu verið tryggðar á reikningum hér innanlands.
Það sem að hér var gert öðruvísi heldur en í ESB löndunum var það að kröfuhafar bankanna, sem voru í flestum tilvikum stór fjármálafyrirtæki og sjóðir út um allan heim sem lánuðu íslensku bönkunum. Þessum kröfuhöfum voru ekki tryggðar útlán sín og éir hafa orðið að fara í röðina með almennum kröfuhöfum eftir að forgangskröfur eru greiddar út. Líklegt er að þessir aðilar muni tapa ca 70 til 80% af kröfum sínum, sem námu hátt í 4000 milljörðum króna.
Í ESB löndunum sem lentu verst og alvarlegast í hruninu þá setti ESB klíkan Brussel það sem skilyrði að það yrði sett ríkisábyrgð á þessar skuldir bankanna og þær skuldbindingar hengdar á almenning í viðkomandi löndum.
Krafa var gerð um lækkun launa og lífeyris, niðurskurð í almanna þjónustu og sölu ríkiseigna.
Þó svo vissulega hafi hér orðið niðurskurður þá þurftum ekki að hlýta þessum hörðu fyrirskipunum og kröfum valdaelítunnar í Brussel og fórum því allt aðra og mun skárri leið sem hefur þegar komið þessu þjóðfélagi miklu fyrr á beinu brautina.
Þökk sé því að við vorum þó sjálfsstæð og fullvalda þjóð en ekki eingöngu komin upp á náð og miskunn Brussel valdsins !
Gunnlaugur I., 26.1.2013 kl. 18:26
Gulli
Þú hefur rangt fyrir þér í öllum meginatriðum.
Aðeins eitt land gerðu bankaskulir að sínum. Það land var Írland. Þeir gerðu það þrátt fyrir mótmæli ESB. Enda sjálfstæð þjóð.
Hinsvegar er Ólafur að líkja bönkunum íslensku við hvert annað fyrirtæki.
"hann skilji ekki hvers vegna talið sé að það eigi að koma öðru vísi fram við einkabanka en önnur fyrirtæki, svo sem flugfélög og fjarskiptafyrirtæki,"
Svo ég vitna beint í hans orð. Þetta er fjarstæða. Sama hversu oft NEI sinnar berja hausinn sinn við stein.
Þess má geta að ríkissjóður greiddi 16 milljarða í Sjóvá. Ríkið leyfir ekki einusinni trygginafélagi að fara á hausinn.
http://www.dv.is/frettir/2010/8/16/rikid-tapar-milljordum-sjova/
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 18:38
Óli er skotinn í Kínverjunum og vinnur statt og stöðugt að því að gera Ísland að kínverskri nýlendu.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 20:30
@ Gunnlaugur
Mikilvægt er að muna að islenska ríkið reyndi eins og það gat að bjarga bönkunum. Reyndu meira segja að fá lífeyrissjóðina með sér í lið.
Ekki meðvituð aðgerð að láta þá falla.
Endurskrufm ekki söguna.
sleggjan (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 23:18
Sæll.
Írar tóku ekki þessar ábyrgðir á sig sjálfviljugir heldur voru þeir þvingaðir til þess. Þið getið trúað því sem þið viljið en þið hljótið að muna eftir framkomu Breta, Hollendinga og ESB í okkar garð. Gunnlaugur hefur lög að mæla.
Þegar ríkið bjargar fyrirtækjum eins og tryggingafélögum eða bönkum er það ekki kapítalismi heldur það sem kallað hefur verið corparate wellfare. Slíkt á ekkert skilt við kapítalisma þó margir gangi með þær grillur í hausnum.
Seðlabankann á að leggja niður eða í það minnsta takmarka verulega hans völd, SÍ á t.d. ekki að ákveða verð á fjarmagni - almenningur á Íslandi fékk heldur betur að borga fyrir mistök hans haustið 2008 með gengisfalli krónunnar sem var alfarið í boði SÍ.
Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 11:36
Seðlabankinn á klárlega ekki að vera "lánastofnun til þrautavara".
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 13:04
Helgi
Lýðræðiskjörin stjórnvöld á Írlandi tóku þá ákvörðun um að borga skuldir bankanna.
Það er bara staðreynd. Tengis Icesave ekki neitt vegna þess að Icesave er innistæðutryggingamál. Almenningur sem lagði pening í banka. Ekki skuldir bankanna.
Það er eðlilegt að menn sem stíga ekki í vitið gera ekki greinarmun hér á milli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2013 kl. 13:44
@8: Þú ferð alltaf á límingunum ef einhver vogar sér að benda á að keisarinn (ESB) er nakinn. Hefur þú ekki verið að gagnrýna fólk fyrir að fara í manninn en ekki boltann?
Heldur þú virkilega að Írar hafi gert þetta af fúsum og frjálsum vilja? Brian Cowen sagði í nóvember 2010 að ESB/AGS hefðu skipt sér af fjármálalífi Írlands.
Vandinn við hvells er að hann lokar algerlega augunum fyrir staðreyndum þegar kemur að ESB, þá má ekki gagnrýna og ekkert segja án þess að sá ágæti aðili fari á límingunum og fari að hnýta hnjóðsyrðum í fólk.
30. september 2008 sagði talsmaður European commision and hún (european commision) styddi það að írska ríkið tryggði innistæður í írskum bönkum. Hér þarf auðvitað að lesa á milli línanna og skilja að írska ríkinu var þrýst til þess að taka bankana á sig. Hvað reyndu góðvinir þínir að gera við okkur í þrígang? Hvað þarftu meira?
Michael Barnier reyndi nýlega að leggja fram tillögu sem bannaði ríkisábyrgð, sá ágæti maður virðist hafa áttað sig á því hversu mikinn skaða hann og hans líkar hafa valdið með því að þrýsta ríkisábyrgð upp á lönd.
@7: Já, það á hann að vera þannig að þeir sem gagnrýna SÍ fyrir að lána bönkunum skilja ekki hlutverk hans - fyrst hann var og er til á hann að lána bönkunum. Englandsbanki tapaði líka miklu fé og fjármála- og tryggingageirinn skuldar bandarískum skattgreiðendum enn fé.
SÍ á ekki að vera til og á ekki að skipta sér að verði á peningum. Af hverju búum við ekki til Skóstofnun Íslands sem ákveður verð á skóm? Guðfríður Lilja gæti verið forstjórinn?! Eitthvað þarf hún að gera fyrst hún er hætt að þingi?
Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.