Laugardagur, 26. janúar 2013
Ánægulegt
Það er ánægulegt að við skulum ná fríverslunarsamningi við Kína. Í raun væri best að ná fríverslunarsamningi við flestöll lönd. Ef ekki öll.
Þess má geta að ESB er komin lengra með fríversllunarsamning við Kína og heimildir segja a hann sé mun betri heldur en sá sem við erum að fá.
Svo betur fer er Ísland á leið inn í ESB og fær þá að njóta þennan góða fríverslunarsamning við Kína.
Ef þjóðin verður svo heppin að segja JÁ-ESB.
hvells
![]() |
Ætla að ljúka samningum sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef nú enga trú á því að þessi margboðaði fríverslunar samningur ESB og Kína verði betri fyrir okkur, heldur en sérsniðinn viðskiptasamningur sem að þjóðin sjálf gerir beint við Kína og gætir það fyrst og fremst beinna hagsmuna Íslands.
Samningur þessara risa ef hann eihvern tímann kemur verður aldrei annað en útvatnað plagg, þar sem að fyrst og fremst verður gætt að því að hálfu ESB að gæta hagsmuna Evrópsks bílaiðnaðar, Evrópskrar landbúnaðarframleiðslu, s.s. vínrækt og svo frv.
Íslenskir hagsmunir verða þar hvergi á blaði og það breytti engu hvort Ísland væri inni eða úti í þessu apparati.
Þess vegna erum við miklu betur sett utan þessa miðstýrða yfirþjóðlega embættis valds.
Við njótum miklu meiri alþjólegra lögvarinna réttinda og höfum miklu meiri framtíðar möguleika sem sjálfsstæð og fullvalda þjóð.
Gunnlaugur I., 26.1.2013 kl. 15:48
Þú hefur rangt fyrir þér Gulli í öllum meginatriðum.
ESB er í miklu betri samningsastöðu við Kína með sinn 500m markað miðað við Ísland.
Það er alþekkt í samningum og viðskiptum að því stærri sem markaðurinn er því betri samningsstöðu ertu.
Ef þú ert að reka verslun þá færðu meira afslátt ef þú kaupir 100 jakkaföt heldur en 10. Það er bara staðreyn sem sumir eru ekki að skilja.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 15:55
Gallarnir fyrir svona stóran aðila eins og ESB að gera viðskiptasamning við annan svona stóran aðila er að báðir aðilar þurfa að gæta að sínu og tryggja grundvallar hagsmuni sína og helstu stórfyrirtækja samsteypa og megin atvinnuvega.
Þetta á bæði við um Kínverja og ESB.
Fyrir Kína aftur á mót að gera viðskiptasamning við Ísland er svo allt, allt annað mál af því að vegna smæðar okkar þá getum við hvergi á nokkurn hátt ógnað þeim eða þeirra atvinnustarssemi, því geta þeir gagnvart okkur gefið mikið eftir, en við þurfum líka á mun færri sviðum að varast þá. Við gætum til dæmis vel gefið eftir innflutnings gjöld og tolla af kínverskum bílum og samgöngutækjum og vélum. Það myndi Evrópskur bílaiðnaður aldrei geta samþykkt.
Báðir aðilar þ.e. Kína og ESB þurfa að verja sinn bíla- véla og efna iðnað. Evrópumenn þurfa líka að vernda sinn landbúnað og verja sína vínrækt og vínframleiðslu fyrir ódýrum kínverskum vínum sem unnin eru í vaxandi mæli í Kína eftir Evrópskum uppskriftum. Við gætum leyft ótakmarkaðan innflutning á flestum þessum vörum og reyndar mörgum fleiri vörutegundum sem ESB gæti aldrei leyft.
Þess vegna getur litla Ísland vænst þess að ná miklu betri og sérsniðnari viðskiptasamningi við risaveldið Kína.
Samningi sem auk þess væri sem mest sérsniðinn að hagsmunum okkar og þeim megin hagsmunum Kínverja, sem við gætum samþykkt.
Slíkur samningur gæti gefið okkar litlu þjóð gríðarlegan ábata og aukið samkeppnisforskot okkar á bæði USA og ESB.
Risavaxinn og útvatnaður og útþynntur ramma samningur ESB við Kína verður aldrei nema að óverulegu leyti sniðinn að séstökum hagsmunum okkar.
Gunnlaugur I., 26.1.2013 kl. 16:25
Eitthvað eru upplýsingar ykkar um FTA "Sambandsins" og Kína á röngunni, að ég tel.
Despite the fact that both European countries are eager to sign the FTA with China to further reinforce bilateral economic and trade relations after China's leadership transition in November, Brussels seems to have ignored Beijing's proposal to do a feasibility study to kick off FTA negotiations.
sjá hér
Það virðist ætla að verða býsna löng bið eftir samningi Kína og "Sambandsins", enda erfitt að stilla upp sannfærandi samningsgrundvelli af hálfu "Sambandsins", þar sem hagsmunirnar þar eru svo mismunandi.
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2013 kl. 17:06
Þú segir að evrópumenn þurfa að verja sinn landbúnað.
Með þeim orðum ertu að segja að við Íslenidngar þurfum EKKI að gera.
Sem er ánægjuefni í sjálfu sér. Yfirleitt eru NEI sinnar varðhundar ríkisstyrkt landbúnaarkerfi með 100-1000% tollamúrum.
Batnandi mönnum er best að lifa.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 17:34
G.Tómas
Þú talar um langa bið.
"Hinn 4. desember 2006 undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Yu Guangzhou, aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína, viljayfirlýsingu um upphaf fríverslunarviðræðna"
http://www.vb.is/frettir/30502/
Það er búið að vinna í þessu a.m.k síðan 2006. Eða í 7ár.
Þeir sömu og segja að 7ár er ekki neitt eru þeir sem missa vatnið yfir því að Ísland hefur verið að semja við ESB í 3-4ár
NEI sinnar og hugunarháttur er stórmerkilegur og kemur mér til þess að hlægja á hverjum degi.
Vill þakka NEI sinnum fyrir þessari skemmtun.
Takk.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 17:39
Þið vitið það líklega að nær öll landbúnaðar frameliðsla í ESB er á styrkjum og millifærslum og háð opinberri framfærslu.
Það er alls ekkert sér íslenskt, eins og þið látið oft í veðri vaka.
Ef við gerðum slíka viðskiptasamninga við Kína þyrftum við auðvitað að vernda okkar grunn hagsmuni í okkar hefðbundna landbúnaði, s.s. lambakjötsframleiðslu okkar og mjólkurframleiðsluna og þann iðnað. Einnig blóm og ýmsar grænmetis tegundir sem við framleiðum hér sjálf.
Hinns vega gætum við alveg öfugt við ESB leyft hér tollfrjálsan innflutning á ýsmum öðrum svokölluðum landbúnaðarvörum sem að við framleiðum lítið eða ekkert af. Þar er af nógu að taka þar sem við gætum nýtt okkur frjósama og ódýra framleiðslu kínverja.
ESB ver hinns vegar með alls konar tollum og tæknihindrunum alls konar óarðbæra landbúnaðar frameiðslu s.s. sykur, hveiti, ýmis konar suðræna ávexti og svo framvegis. Þetta gætum við samið um við Kínverja okkur til hagsbóta. Hið þungglammalega ESB apparat gæti eða vildi aldrei semja um eitthvað slíkt.
Þið hljótið að sjá þetta ef þið hugsið málin !
Gunnlaugur I., 26.1.2013 kl. 18:00
Fríverslun við Kína er ekki eitthvað hlaðborð sem við Ísleningar getum bara pikkað vörur sem eru frjálsar og svo vörur sem við viljum tolla í drasl.
Afhverju erum við að gera fríverslunarsamning yfirhöfuð ef við viljum halda uppí ofurtollum?
Það er aftur mjög hlægilegt að sömu menn sem segja að við fáum engar undanþágur frá ESB og við getum ekki breytt 500 milljóna íbúa markað. Ísland er að ganga í ESB en ekki öfugt. Getum ekkert sagt... það eru þeir sömu og halda að við getum einfaldega hanna okkar eigin fríverslunarsamning við 1,3 MILLJARÐA þjóð.
Enn og aftur þá skemmti ég mér vel yfir hugsunarhætti NEIi sinna. Á HVERJUM DEGI. :)... og Gulli þá sérstaklega fyndinn. Með húmorinn á sínum stað.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 19:30
Að gera fríverslunarsamning við Kína, Færeyjar eða eitthvað annað sjálfsstætt og fullvalda ríki er allt annað en að gangst sjálfkrafa undir 100 þúsund blaðsíðna regluverk ríkjasambandsins ESB.
ESB er einhver versta pólitísk missmíði mannkyns og hrein reglugerðar ófreskja möppudýra.
Sagan mun setja miðstýrt ESB regluverkið á bekk með Sovétríkjunum sálugu í sögunni !
Gunnlaugur I., 26.1.2013 kl. 20:07
Það er greinilegt a það er mjög stutt í húmorinn hjá NEI sinnum. Enn og aftur.
Þeir kalla ESB miðstýrt aparat einsog kommunistaríkið Sovíet sálugu. En það er ekkert mál að díla við Kína sem er kommunistaríki með meiru.
Tvískinnungurinn er greinilegur í málflutningi NEI sinna.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 20:30
Ein af ástæðunum fyrir því að samningar Íslands og Kína hafa tekið svo langan tíma, er að þeir voru í raun stöðvaðir um langa hríð þegar núverandi ríkisstjórn tók við.
Það er hins vegar líklegt að það verði mun lengra í að ESB geri slíkan samning, vegna þess að eins og kemur fram í fréttinni sem ég linkaði á, hefur ESB sýnt litinn áhuga á því að hefja viðræður.
Við sem erum á móti aðild Íslands að ESB, höfum fyrst og fremst bent á lengd viðræðna við ESB, til að benda á slakan og ranga málflutning "Sambandssinna", sem fullyrtu trekk í trekk að þetta væri ekkert mál og samningum yrði lokið á 18 mánuðum, tæki kannski tvö ár.
Voruð þið í hópi þeirra sem trúði því?
G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2013 kl. 05:35
Ef við værim með ríkisstjórn sem væri einhuga um þetta mál og hafa ekki trúða einsog Jón Bjarna til að tefja ferlið þá hefði þetta gengið flótlegra fyrir sig.
Svo er það einfaldlega rangt að samningar voru stöðvarar um langa hríð af Ísleningum. Kína hefur bara engan áhuga á þessari litla eyju í ballarhafi.
Jújú þeir geta gert einhver samning til að verja sína hagmuni og græða á Íslandi en ef þú heldur að Ísland er að fá einhver svaka díl... meira en önnur lönd þá ertu mjög barnalegur
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2013 kl. 13:47
Það er tómur fyrirsláttur að Jón Bjarnason sé eða hafai verið vandamálið. Það vita allir.
Það er hins vegar feigðarflan að fara í slíkar viðræður með ríkisstjórn sem er ekki einhuga í málinu. En Samfylkingin og VG ákváðu það.
Bæði Kínverjar og Íslendingar voru nokkuð sammála um að frekari viðræður væru óþarfar, þar sem Íslendingar hefðu sótt um aðild að "Sambandinu", sem myndi núlla út samningin hvort eð er.
Hvað hefur svo breyst hjá Íslendingum, er svo spurning sem menn verða að reyna að svara.
Ísland og Kína hafa alla burði til að ná góðum samningum, því hagsmunaskörunin er ekki svo mikil. Íslenskar fiskafurðir gætu auðveldlega fundið góða markaði í Kína og Kínversk framleiðsla á t.d. rafeindavörum er ekki í svo mikilli samkeppni við Ísland.
G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2013 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.