Laugardagur, 26. janúar 2013
Rugl ályktun
Vaxtabætur er ekkert nema ölmusa.
Ég segi þetta sem eigandi húsnæðisláns.
Vill ekki taka pening frá skattgreiðendum þó ég eigi íbúð.
Leggjum vaxtabætur niður. Borgum skuldir ríkissjóðs í staðinn. Ekki veitir af.
kv
Sleggjan
![]() |
Niðurgreiði vextina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:27 | Facebook
Athugasemdir
Vaxtabætur eiga rétt á sér á meðan verðtrygging er tengd neyslu og vextir eru of háir. Ég væri til í að hafna vaxtabótum ef vextir væru hófstilltari og verðtrygging einungis tengd byggingarvísitölu, þetta segi ég líka sem eigandi húsnæðisláns.
Skuldir ríkissjóðs eru því miður svona háar vegna ofeyðslu í allskyns óþarfa og ofþenslu, auðvitað þarf að borga þær en einungis þær skuldir sem sannarlega hafa verið teknar til reksturs þjóðfélagsins, en ekki til að gleðja hina ýmsu aðila sem gera alskyns kröfur, það eru bara jól einu sinni á ári.
Sandy, 26.1.2013 kl. 07:06
Aldrei þessu vant rétt hjá sleggjunni. Það er engin ástæða til að vera að borga bönkum styrk úr ríkissjóði í formi niðurgreiðslu á lánskjörum þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2013 kl. 07:48
Já það á að einfalda þetta kerfi og taka allt sem heitir vaxtarbætur, verðtrygging og hvað þetta allt nú heitir út úr myndinni...
Einfalt og opið....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2013 kl. 07:49
Sammála.
Einn þáttur af "undir"ferlinu sem fær fólk til að sætta sig við mikla skattbyrgði er einmitt sá að fá fólk til að trúa því að það fái eitthvað til baka.
Ég nam í danmörku og þar hefur þessi hugmyndafræði náð botnfestu.
Danir eru sáttir við sína háu skatta vegna þess að þeir trúa því að þeir fái svo mikið til baka.
Ég hef alltaf talað fyrir einfaldara kerfi, fáum sem engum niðurgreiðslum en á móti lægri sköttum.
Þessa hugmyndafræði mína innprenta ég í börnin mín og 15 ára dóttir mín hefur tekið mig svo á orðinu að hún talar á líkan máta við kennara sína í skólanum.
En það undarlega er að hún er nánast ein um þessa skoðun í sínum danska bekk og þar er kennarinn meðtalinn. Danir virkilega trúa því að það sé betra að borga háa skatta og fá brotabrot til baka heldur en sleppa endurgreiðslukjafæðinu og borga þ.a.l lægri skatta.
Reyndar eru danir illa haldnir af hjarðmenningu og sjálfstæð hugsun er svipað vinsæl og samkynhneygð þykir í íran.
Þetta er allt spurning um að færa fjármuni milli vasa en við sem öflum fjármunanna EIGUM að hafa skoðun á útdeilingu þeirra.
runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 08:12
runar
sammála þessu og ég er mjög ánægður með að þú ert að dreifa þessum hugmynum í Danmörku og til barnanna þinna. Ekki veita að miðað við kerfið einsog það er í dag... algjörlega "on the road to serfdom
Það á að afnema þetta og borga niður skuldir einsog sleggjan bendir á..... ásamt því að lækka skatta.
Vaxtagjöld er næststarsti útgjaldaliður í fjárlögum. Það verður gríðarlegur sparnaður á því að borga niður suldir
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 26.1.2013 kl. 12:40
Nákvæmlega vinur.
Hef engu við innlegg þitt að bæta...
runar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.