Ný stefna í innflytjendamálum

Bjartsýnisflokkurinn er frekar róttækur þegar kemur að innflytjendamálum. Vill helst loka á allt og gerir upp á milli hörundslitar.

 

Rétta stefnan væri að taka frumvæði í málefnum flóttafólks. Velja fólk sem lifir við mestu neyðina.

Þegar einstæðar mæður fengu að koma til Akranes árið 2007 er til fyrirmyndar. Þar var handvalið nokkrar konur frá stríðshrjáðu landi. Í boði var aðlögunarferli. Íslenskukennsla, húsnæði, möguleiki á atvinnu, fylgst vel með og hjálpað eftir atvikum. Gefin var út bók um reynslu þeirra og allt gekk vel upp.

Svona á að fara að.

 

Flóttafólk sem smyglar sér hér með falsaða pappíra sem erfitt er að staðfesta eða hrekja skal senda úr landi. Það þarf nefninlega að velja og hafna. Ekki er hægt að opna landamærin alfarið. Of mikill baggi á ríkissjóð.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Bjartsýnisflokkurinn í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svar Samfylkingainnar við þesskonar rasisma er að,kjósa nú blökkumann sem formann.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2013 kl. 20:01

2 identicon

Það að segja að þessi "bjartsýnisflokkur" sé frekar róttækur þegar kemur að innflytjendamálum er svona eins og að segja að vatn sé frekar blaut. Þetta er bara rasista flokkur sem er ekki nema svona einu stigi fyrir ofan ný-nasistum þegar það kemur að málefnalegri umræðu.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 20:01

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@Jón

Þó Árni fer stundum í ljósabekkina þá er hann Caucasian samt sem áður.

@Sveinn

Rétt er það. Bjartsýnisflokkurinn er einum of róttækur til að eiga samleið með þjóðinni. Það er pláss fyrir hófsaman flokk sem lætur sér innflytjendamál varða. Samanber bloggfærlsuna.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2013 kl. 20:57

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flóttafólk verur að vera í neyð... ekki velferðartúristar einsog formaður útlenindgastofnunnar segir.

Best er samt að taka vel a móti fólki sem er tilbúinn til að gefa eitthvað af sér á íslandi.

Vel menntað fólk, duglegt fólk sem er tilbúinn tið að leggja hart að sér til að standa sig.. og vera stollt af sjálfum sér.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2013 kl. 21:50

5 identicon

Sæll.

Vandinn við flóttamennina sem fengu að setjast að á Akranesi er að þeir eru múslimar, miklu nær hefði verið að hjálpa kristnum palestínumönnum enda eru þeir daglega ofsóttir vegna trúar sinnar. Kristnir palestínumenn þurfa miklu frekar á hjálp okkar að halda en múslimskir flóttamenn.  Þetta mál var ekki hugsað í gegn frekar en annað.

http://www.youtube.com/watch?v=EvDUuQLdQ_c

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 11:43

6 identicon

Bjartsýnisflokkurin er hrein ræktaður rasistaflokkur sem á að banna. Annað eins viðbjóðslegt kvikindi og Einar Gunnar Birgisson hef ég aldrei á minni lífsleið séð eða heyrt. Ég lenti í því að þurfa svara þessari mannómynd á blog síðu sem hann hélt úti í nafni "flokksins" og aldrei hef ég lent í því að lesa annan eins rasískan áróður og þar var skrifaður. Alla vegana ekki síðan ég las stefnu Þýska nasistaflokksins í sögu bókum barnaskólans.

Þorgeir (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband