Hvað segja NEI sinnar við þessu?

Erlendu matsfyrirtækin munu fylgjast grannt með Icesave-dómnum á mánudag.

Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu á mánudag í næstu viku getur haft talsverð áhrif á stöðu ríkissjóðs og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Falli dómur Íslandi í hag er málinu væntanlega þar með lokið. Falli dómur hins vegar gegn íslenska ríkinu tekur hins vegar við óvissa um framhaldið.

Greining Íslandsbanka fjallað um stöðuna í Morgunkorni sínu í dag. Þar er m.a. bent á að hvers svo sem dómurinn verður þá muni hann ekki kveða á um fjárhæðir, þ.e. vaxtakostnað. En þar sem eignir Landsbankans duga fyrir útgreiðslu á höfuðstól Icesave-innstæðnanna myndu kröfur Breta og Hollendinga væntanlega fyrst og fremst snúa að vaxtakostnaði. Rifjað er upp að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafi metið hugsanlegan kostnað ríkissjóðs á bilinu 3,5% - 20% af vergri landsframleiðslu fari svo að Bretar og Hollendingar fái í kjölfarið dæmdan vaxtakostnað af hendi ríkissjóðs. Það nemur frá 60 til 335 milljarða króna miðað við áætlaða landsframleiðslu í fyrra. Upphæðin fer reyndar eftir því hvort vextir eru greiddir af lágmarkstryggðum innstæðum eða öllum innstæðum og hvort um samningsvexti eða refsivexti er að ræða. Skuldir ríkissjóðs myndu í kjölfarið aukast sem þessu nemur og erlend staða þjóðarbúsins rýrna að sama skapi. 

Matsfyrirtækin fylgjast með

Greining Íslandsbanka bendir sömuleiðis á að stóru lánshæfisfyrirtækin, Fitch, Moody's og Standard & Poor's, hafi fylgst með Icesave-málinu enda óvíst með lánshæfi íslenska ríkisins undanfarið vegna málsins. Óvissan hefur m.a. komið í veg fyrir að Moody's breyti einkunn ríkissjóðs úr neikvæðum í stöðugar. Dómsorðið á mánudag getur því haft talsverð áhrif á efnahagshorfur hér næstu misserin, að sögn greiningardeildarinnar.

 

 

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er gott að erlendu matsfyrirtækin fylgist vel með IceSave dómsorðinu á mánudaginn.

Þegar dómurinn bendir á að hinn almenni borgari á ekki að þurfa að greiða fyrir fjármálaafglöp einkabanka.

Þá auðvitað breyta matsfyrirtækin einkunn Ríkissjóðs upp fyrir einkunina "Stöðugar."

En auðvitað verður það ekki að þakka JóGrímu, af því að það var hinn almenni borgari sem stoppaði IceSave feril JóGrímu.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 13:23

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

en ef dómurinn fellur ekki okkur í hag?

úps?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2013 kl. 20:26

3 identicon

Sæll.

Hér er ekki um dóm að ræða né dómsorð. EFTA dómstóllinn getur gefið ráðgefandi álit, við erum ekki skyldug að fara eftir þessu áliti.

Þetta álit er því í reynd ekki pappírsins virði sem það er skrifað á og fólk á einfaldlega engan gaum þessu að gefa.

Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 21:39

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef dómsorð verður ekki okkur í hag eins og þú orðar það.

Þá verða bretar og hollendingar að koma til Íslands og sækja sína penninga í gegnum Hérðsdóm. En sennilega fá þeir enga peninga af því að Neyðarlögin standa.

En hótelin og veitingastaðirnir mundu græða á öllu breska og hollenska fylgiliðinu. Þannig að það skiptir engu máli hvernig dómurinn fer á´

mánudaginn Ísland kemur út úr þessu eins og ilmandi rós.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 24.1.2013 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband