Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Maðurinn sem kann ekki að vera í stjórn
Farið hefur fé betra.
Hann veit ekki hvað er að vera í ríkisstjórn.
Það er gerður stjórnarsáttmáli. Þetta er sáttmáli tveggja eða fleiri flokka þar sem flokkar þurfa að GEFA EFTIR.
Hann má alveg segjast fylgja "stefnu VG" en það er bara holur hljómur. Hann þarf að fylgja stjórnarsáttmálanum! Ef ekki þá átti hann að hætta 2009. En ráðherrastóllinn var alltof girnilegur fyrir kauðann.
Vantar allan realisma í kallinn. Lifir í draumaheimi, lifir lífi stjórnarandstöðuþingmanns. Enda búinn að vera frá stofnun VG þar til nú.
kv
Sleggjan
![]() |
Kornin sem fylltu mælinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sagði mig úr VG 2010 eftir að skýrslan um að "hrægammasjóðir" hefðu fengið "leyfi" okkar, eða fjármálaráðherra okkar (SJS) um að gleypa heimilin! Það get ég ekki sætt mig við sem íslendingur.
Einnig höfðu VG lofað að kvótakerfinu yrðu breytt í gær!
LALALALA....
Ég vil ljúka viðræðum við ESB og að við (þjóðin) fáum að kjósa...ólíkt Jóni!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:11
Það er eitt að vera í ríkisstjórn á fölskum forsendum eins og VG eða eins og Jón að vera trúr stefnu flokksins. Stefna flokksins er samkvæmt öllum ályktunum er að landið sé betur statt utan ESB. Þegar flokksforystan sveik stefnuna fyrir ráðherrastóla þá er búið að eyðileggja flokkinn. Beið reyndar eftir því að Jón segði sig frá þessari fjandsamlegu stefnu sem flokksforysta VG hefur tekið upp.
Svo vildi ég hafa lýðræði í landinu og kjósa fyrst um það hvort sótt verði um inngöngu í spillingarbandalag Evrópu (SBE) en ekki eftir að búið er að aðlagast regluverkinu. Það er nefnilega ekki lýðræðislegt að fara þá leið sem samspillingin og VG fóru.
Ólafur Björn Ólafsson, 23.1.2013 kl. 22:46
ótrúlega findið ég held að þetta sé Jón Ásgeir í Dulargervi, amk sömu viðhorf. Hata VG og Forsetan. Siðblindir hægri menn?
Kolbrún Rósa (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:57
@Anna
Hrægammasjóðir (vogunarsjóðir) keyptu fallnar kröfur bankanna og eru að reyna fá sem mest úr þeirri fjárfestingu. Velkomin í viðskiptaheiminn. . Sammála þér með að þessi ríkisstjórn klúðraði kvótamálinu herfilega, og já, leyfum þjóðinni að ráða með ESB. Er einvher á móti lýðræðinu?
@ Ólafur
Ef þú lest bloggfærsluna þá snýst það að vera í ríkisstjórn að gefa eftir. Í hreinum meirihluta er einungis hægt að uppfylla "stefnu flokksins".
@ Kolbrún
Persónulega líkar mér ekki við viðskiptahætti Jóns Ásgeirs. Finnst ekki eðlilegt að stunda viðskipti gegnum Lúxenborg og Tortóla. Beinlínis að komast undan sköttum og fela eignastöðu. Svo lýgur hann all svakalega.
VG er ágætis flokkur. Hann fór í Landsdóminn sem er vel. Stjórnarskrámálið einnig þó Hæstiréttur setti beyglu í þetta ferli.
Hægri maður tel ég mig vera, en Sjáfstæðismann ekki.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.