Markaðurinn ræður

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf.

 

Við má bæta að foreldrar eru þeir sem kaupa leikföng handa börnunum.

 

Foreldrar eru eftirspurnin.

Framleiðendur einfaldlega svara þeirri eftirspurn.

kv

Sleggjan


mbl.is Lego-konur með sítt hár og brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta heldur engu vatni, að sjálfsögðu eru það börnin sem eru markaðshópurinn og þau eru eftirspurnin. Þessi grein ræddi ekkert um yfirráð markaðarins svo ég skil ekki hvað það kemur þessari grein við.

Hvað markaðurin varðar er það álit og umræða sem hefur áhrif á markaðinn, ekki markaðurinn sjálfur á fólkið. Stór hópur fólks er að ýta á eftir því að breytingar verði á hjá framleiðendum barnaleikfanga og vonandi byrjar það að hafa áhrif til hins betra, svo að stelpur séu ekki settar í lægri hóp samfélagsins og gefin þau skilaboð nánast frá fæðingu frá umhverfinu í kringum þau. Það er bara svo mikið sem foreldar geta gert, ekki geta þau einangrað börnin sín frá umheiminum, þeirra besta lausn er að hafa áhrif á umhverfið og ég og margir aðrir standa með þeim. Við sem samfélag stjórnum markaðinum, ekki öfugt.

Einar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 23:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Börn undir tíu ára eru ekki með peningana heldur foreldrarnir.

Markaðurinn ræðst af eftirspurn.

Lestu þér til um grunnatriðin í Rekstrarhagfræði (google: Microeconomics) og komdu síðan aftur og ræðum frekari.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 00:29

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það eru foreldrarnir sem yfirleitt ýta þessum staðalímyndum upp á börnin sín. Stráka þetta og stelpu hitt.

Og ef það eru ekki foreldrarnir, þá eru það skólar og leikskólar.

Krakkar eru almennt fordómalausir þegar það kemur að leikföngum fyrst um sinn; En hinsvegar hef ég orðið vitni af því þegar foreldrar taka dúkkur af sonum sínum, vegna þess að "þetta sé ekki eðlilegt". Að strákar eigi ekki að leika sér að dúkkum, heldur bara stelpur, svona eins og að barnið eigi eftir að skemmast skuli það ekki leika sér að "réttu" leikfangi.

Börn sækjast jú oft í kynjaskipt leikföng, en svona sjá þau þetta líka í sjónvarpinu. Allir leikarar í auglýsingum fyrir leikfangabíla og "stráka dót" eru strákar. Í "stelpu dóta auglýsingum" eru allir leikarar ungar stúlkur, helst dressaðar upp í kjóla, málaðar, að gera "stelpulega" hluti. Hvort um sig á að virka fráhrindandi fyrir hitt kynið.

Það er hinsvegar algerlega hjá foreldrum barna að kenna þeim að þetta sé rangt, ekki hjá markaðnum. Ef að fólkið breytist, þá breytist markaðurinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.1.2013 kl. 01:24

4 identicon

Æji, finnst ekkert að þessum leikföngum, allavega ekki þeim sem fylgja fréttini, Hesturinn er ekkert ögrandi, bara fallegur prinsessu pony hestur, hvað er að þvi? Ekki eigum við að láta búa til ljóta hesta, með appelsínuhúð,slitið hár og bauga. Prinsessur eru fallegar, og hraustar konur við eða nálægt kjörþyngd, hvort sem það er eitthvað yfir eða undir eru fallegar konur.

Og síðan hvenær er það slæmt að láta kvennkyns leikfangafígúrur hafa mjaðmir, brjóst og sítt hár? eru ekki svona flestar konur með mjaðmir og brjóst? og frekar margar með sítt hár?

Eigum við að umgangast mjaðmir og brjóst eins og það sé niðrandi? Finnst þetta frekar undarleg frétt.

Leikföng sem þvinga strákum og stelpum í eitthvað ákveðið hlutverk meiga alveg fjúka en margt í þessari frétt finnst mér fara út í öfgar.

Auglýsa bara bíla, tækni lego, dúkkuhús eins og venjulega og sýna bæði kynin hafa gaman af því og svo er það barnið sem seigir hvað að vill.

Markús (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 03:34

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er bara alveg sama hvað stelpum finnst, þær eiga að vera jafn góðar í öllu og strákar, og á að finnast allt það sama skemmtilegt.

Þetta verður mikið betra þegar samfélagið viðurkennir aftur þá staðreynd að við erum mjög ólík og vinnur út frá því.

Teitur Haraldsson, 23.1.2013 kl. 06:01

6 identicon

Lego lentu nú í ansi miklu fárviðri út af þessum málum í Danmörku í haust og þeirra svar var ákaflega einfalt, þetta er það sem foreldrarnir vilja, eina leiðin til að selja stelpum lego er að hafa það bleikt með hestum.

Gulli (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 08:46

7 identicon

"Það eru foreldrarnir sem yfirleitt ýta þessum staðalímyndum upp á börnin sín. Stráka þetta og stelpu hitt."

Þvílíkt þvaður. Hef sjálfur alið upp börn af sitthvoru kyninu án þess ýta neinu sérstökum leikföngum og bókum að þeim. Þetta er einfaldlega það sem flest þeirra sækja í.

Kalli (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 09:34

8 identicon

Sleggja.

Það eru ættingjar og vinir foreldra sem kaupa mest af leikföngum barna, ekki sjálfir foreldrarnir. Ættingjar og vinir kaupa það sem þau telja að börnin langi í og nota þar m.a. umbúðir leikfanga og svo að sjálfsögðu staðalímyndir við að velja.

KIP

KIP (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 11:35

9 identicon

Að sjálfsögðu er þetta spurning um hvað selst best og mest af. Og það er fundið út með markaðskönnunum og svo ákveðið með fundum og hugmyndasæknasta liðið vinnur heilum hug að koma með það sem vinsælast getur orðið.

Maður ætti kannski að spyrja sig af hverju þessi Steinun Ótta "láti" dætur sínar vera með sítt hár, og hvort þær leiki sér með bíla og (drengja) dúkkur og slagsmálakalla. Að sjálfsögðu er mikið af þessum leikföngum otað að börnunum og það hefur mikið að segja hverju þau enda á að leika sér að þegar þau stækka og fara að þróa með sér meira vita til hlutanna, en ef þau fengu að ráða þá kæmi að sjálfsögðu í ljós að enginn tveir og enginn þrír af þessum börnum myndi enda á að velja sér eins leikfang og fatnað eða hvað þetta má allt saman heita. Allt yrði það eflaust persónubundið.

Þá má einnig fara að "væla" yfir því (eins og Álfheiður (var það ekki annars hún?) ) að nýfædd börn séu klædd í bleikt og blátt eftir kyni á fæðingardeildum sökum þess að minni hætta verði á ruglingi. Hvaðan sá siður eða venja kemur skiptir kannski ekki miklu máli en einhvern veginn þarf að vera skipulag á hlutunum og þetta hjálpar einfaldlega til að gera hlutina þæginlegri, öruggari og einfaldari upp að ákveðnu marki.

Svo að lokum má líka rífast og væla yfir þessum blessaða (útdauða) stelpu og strákaís. Hvað var athugavert við þá vöru og af hverju mátti hún ekki vera á markaði? Það hefur verið rannsakað og sannað að stelpur/konur og stráka/karlar hugsa og hegða sér mjög ólíka einfaldlega út af því hvort kynið er um að ræða. En svo eru alltaf til undantekningar og það eru oft þeir einstaklingar sem Steinrún talar um að hafi "hugrekkið" til að velja sér óefðbundna dótið því þeim einfaldlega langar í dótið.

Hafþór Atli Hallmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 13:55

10 identicon

Hafþór Atli Hallmundsson: "...nýfædd börn séu klædd í bleikt og blátt eftir kyni á fæðingardeildum sökum þess að minni hætta verði á ruglingi".

Já kannski í USA þar sem að öllum börnum er vanalega smalað inn í eitt stórt herbergi og hætta er á ruglingi. En svoleiðis er þetta ekki á Íslandi.

Iris (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 16:07

11 identicon

@KIP   Rétt er það. Vinir og ættingjar kaupa þetta flest.

@Hafþór  Það var Kolbrún Halldórsdóttir sem spurðist fyrir um bleikt og blátt á fæðingardeildinni. Þetta var fyrirspurn til Heilbrigðisráðherra en ekki frumvarp eða eitthvað slíkt. Kolbrún er/var í VG og er ekki lengur á þingi.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:03

12 identicon

"Vinsæl leikföng ætluð stúlkum hafa þróast í takt við klámvæðinguna og ekki er langt síðan farið var að kynskipta leikfangamarkaðnum."

Helvítis rugl í þessari Steinrúnu. Hún er greinilega með klámvæðingu á heilanum eins og allir steinsteypufemínistar. Og það að gagnrýna kynjaskiptingu leikfangaframleiðendur kemur úr hörðustu átt. Ég veit ekki betur að börn verði fyrir linnulausum heilaþotti og áróðri af hálfu femínista, sem hafa því miður fengið allt of mikil völd Íslandi.Og þegar öfgafemínistar komast í embætti, þá er afleiðingin valdníðsla.

Varðandi Kolbrúnu Halldórsdóttur: Það að kvarta undan lit ungbarnafata í ræðustól Alþingis og síðar að láta út úr sér við fjölmiðla, að olíuleit á Drekanum séu "stórkarlalegar framkvæmdir"og þar með óásættanleg, afhjúpaði heimsku þessarar alþingiskonu.

Pétur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:51

13 identicon

Mikið eru þessir framleiðendur vondir að búa til það sem fólk vill kaupa, en ekki það sem femínistar vilja að fáist keypt. Skamm!

Eyjólfur (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband