Ef sjúkrahúsið væri einkafyrirtæki

Ef landsspítalinn væri einkafyrirtæki þá mundi forstjórinn velja út duglegar og lærdæmsfúsar hjúkrunarfræðinga til þess að aðstoða inn á skurðstofu til að læra handtökin. Svo þær verði góðar þegar kemur að uppsögnun. Vegna þess að 20% af hjúkrunarfræðingunum er á förum þá gæti forstjórinn gefið þessum hjúkrunarfræðingum hærri laun í staðinn.

Í stað þess að væla í fjölmiðlum og biðja um meiri pening.

Einnig mudni ég leita til Inpro ehf og Alhjúkrun ehf til að hlaupa í skarðið
http://www.visir.is/odyrara-ad-fa-erlenda-hjukrunarfraedinga-a-landspitalann/article/200770924109

Svo á bara að smíða stakk eftir vexti og veita góða þjónustu :)

hvells


mbl.is Maður kemur ekki í manns stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Are you mad.

Færðu verki með þessu.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 22.1.2013 kl. 20:30

2 identicon

Það er eiginlega með ólíkindum að hægt sé að reka þetta heilbrigðiskerfi á þessum kostnaði. Það er ekki hægt að reka sjúkrahús í Bandaríkjunum eða í Evrópu á þessu kostnaðarstigi. Fræg er sagan af Danska ráðherranum sem skoðaði eitt fremsta einkasjúkrahús Sviss þar sem gæði og fagmennska voru all staðar í hávegum. Fáraðist yfir þessu af herju þetta var ekki hægt þar en fékk svarið þetta var enginn vandi það var bara að kosnaðurinn við hverja aðgerð var fimmfaldur miðað við það sem fékkst í Danmörku.

Gæði þjónustunar verður augljóslega tengdur kosnaði og það virðist sífellt augljóslega að Íslendingar erum að færast úr fyrst ofan í annað farrými og verða því að stilla kröfum í sambandi við það.

Það er skortur á fagfólki sérfræðilæknum um alla Evrópu þar erum við með fólk sem er nær allt sérmenntað í okkar nágrannalöndum og er ekkert að skila sér heim. Það er öskrandi eftirspurn eftir vestrænni læknisþekkingu og reynslu í Kína og miðausturlöndum og ekki tala um nágrannalöndin okkar og meira að segja norrænu löndin eigum við ekki roð í hvað launakjör varðar.

Ég held að það sé nánast komið að botninum hvað varðar launakjör. Ef rekstrarkostnaður Landspítalans er skoðaður miðað við það sem er þar í boði er væntanlega ógjörningur að fá þetta ódýrara. Ef ekki er hægt að fá inn sérfræðinga og það að sjúkrahúsið sé að brotna niður þýðir bara eitt það þarf að senda fólk úr landi til aðgerða og greiningar, menn geta þá reynt að leita sér tilboða. Skera niður þjónustuna og auka greiðslur sjúklinga það held ég sé augljóst.

Það verður enginn sem kemur til með að standa í einhverri samkeppni við íslenska heilbrigðiskerfið hvað varðar verð þeir sem trúa því geta þess vegna trúað á jólasveinin.

Það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum, íslenskum lögfræðingum eða íslenskum viðskipta og verkfræðingum með kornflekspakkapróf úr svokölluðum háskólum frá efnahagsmolúaeyjunni Íslandi eða með starfsreynslu frá gjaldþrota bönkum eða frá fjármálafyrirtækjum sem voru lítið annað en stórt fjármálasvindl ef þá ekki algjör óvitaskapur.

Reyndir hjúkrunarfræðingar, læknar, verkfræðingar og aðrir eru aftur á móti eftirsóttir og raunar ætti þá markaðurinn þá að ákveða launin, framboð og eftirspurn eða hvað.

Augljóslega geta menn stundað eitthvað hrakval í því að þeir komi til Íslands sem enginn annar vill ráða í vinnu.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 21:10

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hjúkrunarfræðingar, bestu PR-landsins. Ættu að kenna almannatengsl í háskólanum.

Annars furða ég mig á honum Jóhanni, voða lítið um rök hjá kallinum. Enda kemur hann frá Saudi þar sem rökhugsun er ekki hávegum höfð.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 21:23

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ragnar

Þú segir að það er enginn eftirspurn eftir verkfræðingum

"Það er engin eftirspurn eftir íslenskum stjórnmálamönnum, íslenskum lögfræðingum eða íslenskum viðskipta og verkfræðingum "

Svo segir þú

"Reyndir hjúkrunarfræðingar, læknar, verkfræðingar og aðrir eru aftur á móti eftirsóttir "

þú segir að það er engin eftirspurn eftir verkfræðingum svo segir þú að það er eftirspurn eftir verkfræðingum.... meikar ekkert sens hjá þér.

Ekkert frekar en hjá kallinum frá Sadi Arabíu

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 22:16

5 identicon

Ég held því miður að það sé hreint gríðarlegur miskilningur í gangi um fjármagn til íslenskra heilbrigðismála.

Oft er þetta að blandað er saman ummönunarkostnaði og lækningakosnaði.

Klárlega er hægt að bjóða þetta út og sjá hvort og hver þá bjóði í þetta. Það er í raun gríðarlega erfitt að manna íslenska heilbrigðiskerfið og það mun augljóslega bitna á þjónustunni. Ég held að þetta sé ekkert PR stunt.

Unglæknar hættu hreinlega að mæta þegar Landspítalinn breytti einhliða vaktafyrirkomlaginu sem í raun þýddi 6 vikna aukið vinnuframlag og þessi 6 vikna aukavinnuframlag var á fólki sem er með 320 þús í mánaðarlaun.

Laun sérfræðinga (5-12 ára sérnám, 6 ára læknanám og 1 árs kandítatsár jafnvel með doktorsnámi PhD) þýða rétt yfir 500 þús á mánuði þetta hefur í raun þýtt að enginn sækir um stöður og þar er Ísland í samkeppni við önnur lönd. Ísland er afkimi og á ákaflega litlu málsvæði með einn vinnuveitanda. Hér er slæmur húskostur, léleg starfsaðsaða og lág laun auk þess er fremur dýrt að lifa á Íslandi.

Væntanlega verður framboð og eftirspurn sem mun toga upp laun með minnkuðu aðgengi. Það mun augljóslega leiða til þess að stærra hlutfall mun fara í alvöru prívatpraksis enda er læknisþjónusta og lækningar ekkert endilega tengd velferðarkerfinu. Þetta mun augljóslega leiða til að það verður tvískipt eða margskipt heilbrigðiskerfi. Fyrir þá ríku og fátæku

Ragnar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:48

6 identicon

Þarna hefur mér förlast á lyklaborðinu en það er eftirspurn eftir verkfræðingum enda mun vanta 18 þúsund verkfræðinga bara í Noregi á næstu árum.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:50

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

einkaframtakið muni reka sjúkrahúsin á hagkvæmari hátt, veita betri þjónustu, betri vinnuumhverfi og hærri laun fyrir starfsfólk sem aftur gerir Ísland að eftirsóttum vinnustað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 23:03

8 identicon

Í Bandaríkjunum og Bretlandi er einkarekið heilbrigðiskerfi og þar er margt vel gert en kosnaðurinn er raunar margfalt hærri. Það búa rétt um 320 þús manns á Íslandi öllu og það verður aldrei neitt alvöru einkarekið heilbrigðiskerfi.

Það er hægt að fá útboð í einfalda aðgerðarferla. Hnéspeglanir, maga og ristilspeglanir, hálskirtlatöku og augnaðgerðir eða eitthvað þvílíkt. Læknavakt með meðferð á kvefi og hálsbólgu og einfaldur heimilislæknisprakis.

Þetta er raunar til í Skandinavíu þar sem eru rekin lítil sjúkrahús sem gera aðgerðir raunar einnig offituaðgerðir sem eru stærðar kviðarholsaðgerðir.

Það að hafa sólarhringsmönnun að taka á móti alvarlegum slysum með gjörgæslu, nýburradeild er alveg ótrúlega dýrt. Fá inn ógreint fólk með einkenni og greina það. Krabbameinsmeðferð og annað. Það er í raun taxtar á þessu bæði á stórum einkasjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Evrópu og þeir taxtar eru margfaldir við það sem það kostar að gera þetta á Íslandi.

Það er geysilega fámennt í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar og að það sé einhver aðili sem ætlar að keppa við nánast gjaldþrota og skuldumhlaðinn ríkissjóð á fámennri eyju um hátæknilæknisþjónustu er í hæsta lagi draumórakennt bull.

Fjárfestingin er gríðarleg í sérhæfðum tækjum og sérfræðingar fara fremur erlendis og vinna hjá bæði ríkisreknum og einkareknum sjúkrahúsum eða prívat praksis en fyrir lægri laun á Íslandi.

Þeir hafa reynt þetta í tölvugeiranum en fólk sættir sig ekki við það að vinna á lúsalaunum á Íslandi það fer bara þar sem er borgað betur eða vinnur sjálfstætt sem verktakar fyrir erlenda aðila en að verða einhverjir láglaunaþrælar.

Í bæklunarlækningum skilst mér raunar að þeir hafi sagt upp samningi við ríkið og Tryggingarstofnun. Allir vita hverning tannlæknaþjónustan hefur þróast. Tímakostnaður hjá sérfræðingi á norðurlöndum er mismunandi og ekki óalgengt með 2000-2500 Nkr fyrir tíman enda er þumalfingurreglan um 2faldur lögfræðitaxti enda er lögræði langtum styttra nám og sums staðar er nám fjárfesting. Síðan eru þeir sem eru vinsælir og dýrir og þeir sem eru ódýrari eins og lögfræðingarnir.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 00:20

9 identicon

Lykilspurningin hér er hver ætlar að greiða reikninginn.

Það að halda þjónustustiginu óbreyttu mun kosta gríðarlega mikla aukningu á útgjöldum vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar og það veldur lækkuðum skatttekjum.

Árið 2011 sköpuðu 140 þús norðmenn, 240 þús Danir og 250 þús Svíar álíka mikil verðmæti og 320 þús Íslendingar og með lækkuðu álverði og fiskverði mun þetta ekki batna.

Rauntekjur ríkissjóðs 2011 voru um 480 miljarðar og útgjöldin 2013 er spáð yir 570 miljarða. Hagvöxturnn íslenski er byggður á sandi en ekki auknu útflutningsverðmæti en krónan byrgir mönnum hér sýn enda er allt fljótandi í krónum en "keisarinn er ekki í neinum fötum" og menn geta eki opna hagkerfið því þá verður þetta augljóst og þessir svokölluðu endurreystu bankar rúlla, bólurnar springa og húsnæðisverð hrynur enda hagkerfið yfrfullt af froðuverðmætum. Það er í raun enginn með neina góða lendingu á þessu enda eru Íslendingar dæmdir á krónuna.

Vandamálið í hnotskurn er að við höfum varla efni á þessu heilbrigðiskerfi sem er. Menn tala um aga og festu í hagstjórn án þess að gera sér kanski fulla grein fyrir hvað það þýðir í blóð, svita og tárum.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 00:33

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gaman að lesa frá honum Ragnari, hann talar af þekkingu um málið. Eitthvað sem maður á ekki að venjast í kommentakerfum.

USA má segja að sé með "einkarekið" heilbrigðiskerfið. En samt aftur á móti það dýrasta fyrir ríkið. Þetta er eitthvað furðulegt samspil ríkis og einkaframtaks sem snýst um það að sjúga sem mest pening frá ríkinu og fólkinu.

Svo gleymir hvellurinn að venjuleg aðgerð á hné mun líklega kosta um 400-500 þúsund krónur (varlega áætlað) ef þetta á að vera 100% einkarekið. Við erum að tala um að margir eiga ekki efni á svoleiðis. Og hvað skal gera þá?

Ég er hlynntur frjálsum markaði, en stígum varlega til jarðar þegar við tölum um heilbrigðiskerfið.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 00:35

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alveg sammála sleggjuni auðvitað á ríkið ekkert að koma nálægt heilbrigðiskerfi og skattar landsmanna mundu snar lækka.

En eru íslendingar tilbúnir í að kaupa sér heibrigðistryggingar?

Fór í krabbameins meðferð 2010, fór inn að morgni klukkan 07:00 og kom út aftur Klukkan 18:00 sama dag. Kostnaður $42,000 tak, úr mínum vasa.

Ef að hvellurinn og sleggjan halda að einkasjúkrahúsin séu eitthvað ódýrari en Ríkissjúkrahúsin þá er það algjör misskilningur.

En þjónustan er 100% betri, t.d. enginn biðlisti.

Þetta með hjúkrunarfræðinga þá þarf ég endilega að ná í nöfn þeirra, sérstaklega skurðstofuhjúkrunarfræðingana, ég ætti að geta fengið $3,000 frá sjúkrahúsinu fyrir að koma þeim í viðtal hjá einkasjúkrahúsum í BNA og ef hjúkrunarfræðingarnir taka atvinnutilboðinu.

Ég get garenterað að þeir hjúkrunarfræðingar sem tækju atvinnutilboði BNA færu á mikið betri laun heldur en hjá íslenzka Ríkissjúkrahúsinu. Og svo væri engin verðtrygging á húslánni með 3% fixed vexti á 30 ára láni og engin pre-payment penalty.

Mikið betra líf.

Sleggja, hint hint, hint, sjúkrahús borga mönnum fyrir að finna experienced hjúkrunarfræðinga til að koma að vinna hjá þeim.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 05:56

12 identicon

Kannski mætti líka skoða hversu stór hluti kostnaðar við heilbrigðiskerfið er í raun óþarfa pappírskostnaður. Ríkisbatterí og stórfyrirtæki hafa tilhneygingu til að vaxa um miðjuna, þ.e. safna til sín fjöldanum öllum af millistjórnendum sem í raun þjóna engum tilgangi.
Það væri kannski fínt að byrja að hreinsa til þar og sjá svo hvað hægt er að gera eftir slíka hreinsun.

Gulli (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 08:59

13 identicon

"skattar landsmanna mundu snar lækka."

Gott djók

Kristinn (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 10:03

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Í Bandaríkjunum og Bretlandi er einkarekið heilbrigðiskerfi"

þetta er í raun kolvitlaus staðreynd

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 10:04

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" Það búa rétt um 320 þús manns á Íslandi öllu og það verður aldrei neitt alvöru einkarekið heilbrigðiskerfi. "

þetta er önnur staðreynd sem er bara rugl

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 10:05

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hevellur

Ég get ekki séð að ég hafi skrifað að BNA og GB væru með einkarekið heilbrigðiskerfi.

Heldur tala ég um einkarekin sjúkrahús í BNA og mér sýnist að Ragnar hafi minst á einkasjúkrahús á Bretlandseyjum, og þetta er óvéfangleg staðreind.

Þurrkaðu nú stírurnar úr auganum og fáðu þér kaffisopa og lestu yfir þetta aftur í róleguheitunum.

He, he, Kristinn treistir þú ekki stjórnmálamönnum að lækka skattana ef heibrigðiskostnaður Ríkisins mundi snar lækka. I ddon't blame you, við höfum séð svik stjórnmálamanna síðustu fjögur ár.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 11:49

17 Smámynd: Riddarinn

Ertu vangefinn eða hvað er eiginlega að?

Riddarinn , 23.1.2013 kl. 12:42

18 identicon

það er alltaf jafn hryggjandi að sjá það hvað fólk virðist ekkert vita um störf hjúkrunarfræðinga og það er kannski okkur stéttinni að kenna. Ég ætla bara að láta þig vita það að það er ekki hægt að taka neina "duglega" hjúkrunarfræðinga og gera þá hæfa til að starfa á skurðstofu. skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar eru með 2 ára sérmenntun og líf og velferð fólks í höndunum.

Erna Gunnþórsdóttir hjúkrunarnemi á 3. ári

erna gunnþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:00

19 identicon

sérfræðimenntun átti að standa þarna

erna gunnþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:02

20 identicon

Sæll.

Margir hér eru að tala um kostnað. Það er líka kostnaður að bíða lon og don eftir aðgerð.

Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband