Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Listinn pros and cons
REYKJAVÍK SUÐUR
1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
2. Pétur H. Blöndal, alþingismaður
3. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
4. Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður
5. Áslaug María Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri og varaborgarfulltrúi
REYKJAVÍK NORÐUR
1. Illugi Gunnarsson, alþingismaður
2. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
3. Birgir Ármannsson, alþingismaður
4. Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
5. Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona
Líst vel á Hönnu Birnu. Hún hefur sýnt það í borgarstjórn að henni er alvara þegar kemur að því að halda sköttum lágum. Pétur H Blönal er þingmaður sem er með besta hagfræðiþekkingu og efnahagsþekkingu á þingi í dag. Guðlaugur er duglegur þó að hann er með steiktar hugmyndir hvað ESB er. Guðlaugur gerði góða hluti sem heilbrigðisráherra og sýndi pólitiskt þrek. Illhugi hefur talað um gjaldeyrishöft og vill losna við þau sem fyrst. Hann fær plús fyrir það. Brynjar er alveg laus við pólitiska rétthugsun sem er jákvætt. Birgir Ármansson er drengur sem má alveg missa sig. Hefur ekkert gert. Gæti alveg eins verið í XB eða HG eða eitthvað þannig. Hann hefur verið að pönkast útí stjórnalagaráð... það er eina sem hann hefur gert.
hvells
![]() |
Framboðslistar samþykktir í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Birgir Ármannsson er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði gegn öllum þremur Icesave frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Hvernig er hægt að segja að slíkur maður megi missa sig? Hann hefur leitt málflutning sjálfstæðismanna í mörgum málum á kjörtímabilinu af yfirburða þekkingu og rökvísi.
Árrisull (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 20:39
Guðlaugur hefur vafasama fortíð í styrjkjamálum (mútumálum). Einnig sambandi við REI fíaskóið. Hann er þó duglegur samt.
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 21:35
Ég vissi að einhver plebbi mundi lepja upp heilsíðuauglýsingu frá Mogganum að Biggi greiddi sko NEI við Icesave.. klapp klapp klapp
Komdu svo með dæmi um yfirburða þekkingu og rökvísi sem hann hefur bori á borð.... hann gerði það í "mörgum" málum þannig að það ætti ekki að vera erfitt fyrir þig að finna eitt dæmi
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 22:20
Birgir hefur verið traustur málsvari skynsamlegra sjónarmiða í mörgum málum. Auk stjórnarskrármálsins má nefna gagnrýni hans á rammaáætlunar-klúður ríkisstjórnarinnar, ESB-viðræðurnar og baráttu gegn hrinu skatta- og gjaldahækkana vinstri stjórnarinnar. Birgir er vissulega ekki maður upphrópana heldur flytur mál sitt af rökvísi og festu, jafnvel andstæðingar hans í þinginu viðurkenna að hann sé með málefnalegustu þingmönnum.
(Það eru oft góðar athugasemdir í þessum pistlum en ég held að það sé óþarfi að kalla lesendur plebba, þótt þeir skrifi málefnalega athugasemd. :-)
Árrisull (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 11:49
Sæll.
Ég lýsi frati á allt þetta lið, Birgir Ármanns sér ekkert athugavert við forvirkar rannsóknarheimildir. Hanna Birna var stolt af því að ausa fé í hítina Hörpu.
Mér líst hins vegar nokkuð vel á Sigríði, held að hún geti gert þjóðinni greiða sem og Brynjar.
Bera ekki margir þarna verulega ábyrgð á skuldasúpunni okkar?
Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.