Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Ríkiskrumlan og sérhagsmunir
Mjólkurkvótinn er settur á til þess að verja sérhagsmuni. Mjólkurkvóti er ekki sambærilegur og fiskikvótinn því að við erum ekki að vernda nein almannagæði með mjólkurkvótanum.
Mjólkukvótinn er settur á til þess að halda mjólkurverði uppi fyrir þá bændur sem eru nú þegar í bransanum.
Svo er þessi bransi uppfullur af ríkisstyrkjum, reglufargi og verðþökum.
Úr verður sóun einsog sést á myndbandinu.
Á kostna okkar Íslendinga.
Er þetta landbúnaðurinn sem Bændasamtökin reyna að verja fyrir milljarða á ári???
hvells
![]() |
Daníel hellir niður mjólkinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að maðurinn skuli ekki skammast sín, og hundskast langt í burt frá öllum ferfættlingum + maðurinn er ekki hæfur bóndi og verður aldrei. Einu sinni dýraníðingur alltaf dýraníðingur.
Það verður skandall ef hann fær aftur framleiðsluleyfi.
jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:42
Hvet fólk til þess að bera ekkert óvarlega á borð án þess að láta heimildir fyljga með
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 18:58
Ég tek þessa ábendingu ekki til mín.
Heimildir hljóta að finnast hjá heilbrigðiseftirlitinu, eða hvað?
jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 20:09
Jóhanna:
eiga þeir sem LESA ÞITT KOMMENT AÐ LEITA HEIMILDA? Hvar hefur þú verið í eðlilegum rökræðum allt þitt líf?
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 21:36
Ég hef lifað við skepnuhald töluverðan tíma af mínu lífi.
Skoðun mín er, þeir sem eru dýraníðingar eru það frá vöggu til grafar. Það þarf engar sérstakar heimildir til að skilja það. Eða?
jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:06
Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að þessi ágæti kúabóndi sé dýraníðingur?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 22:22
Hvað hefur þú fyrir þér í því að bóndi sem fær framleiðslubann á sínar afurðir sé ´´´´´"ágætur bóndi?"
jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:40
Þessi ágætisbóndi er ekki dýraníðingur, hefur aldrei verið og mun aldrei vera. Gættu heimildanna, umræðan í lok síðasta árs var alltaf um tvo bóndabæi, þennan ágætis stað og annan þar sem kom skírt fram í fréttunum hvernig komið var fram við dýrin. Pössum okkur á heimildunum.
Kristin (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:45
Gott að láta heimildir fylgja með. Takið vel eftir því hvað stendur undir hverri og einustu mynd, þar er tilgreint á hvaða bæ viðkomandi mynd var tekin.
http://www.ruv.is/frett/for-upp-um-alla-veggi-og-skitugar-kyr (sótt 22.01 '13 kl 22:49)
Kristin (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:50
Ég er vel meðvituð um að þetta voru tveir kúabændur sem fengu stopp á framleiðslu sína. Foraðið í Borgarfirði hefur fengið framleiðsluleyfi aftur sem er algjör skandall. Var þá þessi "ágæti bóndi" í Reykhólasveitinni eitthvað betri? Þegar lokað er á framleiðslu bænda, er það bara gert í gamni? Ég er alin upp að stórum hluta í sveit svo ég veit hvað ég tala um...
jóhanna (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 23:20
Það má svosem áætla að sá sem missir framleiðsluleyfið sitt er í ruglinu. Svona íþynjgandi aðgerð eins og bann á framleiðslu/sölu er ekki notuð upp úr þurru.
Einungis verið að benda á ef þú gætir fundið dóm/álit nenfdarinnar eða ráðuneytisins okkur til upplýsinga.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 06:47
Ég er uppalinn í sveit Jóhanna og veit ýmislegt um hvernig aðstaða manna var þá til að framleiða mjólkina.Og veit að peningarnir voru af skornum skammti ef gera þurfti úrbætur.Þetta var fyrir 40 árum síðan og búin lítil.En aldrei var ég var við dýraníð af neinu tagi.Veit ekki hvar þú hefur verið.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2013 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.