Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Tæknin er lausnin
Með því að gefa einstaklinginum frelsi til þess að þróa tækni og stofna fyrirtæki án þess að þurfa uppfylla reglugerirð frá misvitrum stjórnmálamönnum. Til upplýsingar fyrir Attenborough þá framleiðum við meiri mat per einstakling en við gerðum fyrir hundrað árum þegar mannfjöldin var mun minni.
Getum þakkað tækniframfarir fyrir.
hvells
![]() |
Vill hefta fjölgun mannkyns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veistu hvað? Það gæti hreinlega virkað.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.1.2013 kl. 16:14
Framþróun,frelsi,lífskjör,lýðræði.
Við þurfum bara að skoða fæðingartíðni í hverju landi til að sjá hvernig á að fækka mannkyninu.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:34
Alveg rétt hjá Sleggjunni, því í þeim löndum þar sem fæðingartíðnin er mest er hún svo há sem raun ber vitni því foreldrarnir vita að ef þau eignast 10-12 börn, lifa kannski 1 eða 2, annars eru allar líkur á öll börnin deyji. Ástæðan er heilbrigðiskerfi í molum, mest vegna stanslausra greiðslna þessara ríkja til Vesturlanda í formi meintra "skuldna"
A (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:39
A
Það er rétt að barnadauði er mikill í sumum fátækum löndum. Reyndar ekki 80-85% líkur á barnadauða. Það er frekar langt seilst.
Og ástæðan fyrir lélegt heilbrigðiskerfi er alls ekki vegna meintra skulda. Þar hefur þú algjörlega rangt fyrir þér.
Ástæðan er vegna lélegt stjórnkerfis, spillingar, stríðs, níðingsstarfsemi hjá stjórnmálamönnum og lélegt efnahagslegt frelsi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 19:02
Það má líka bæta við ef lífeyriskerfið er lélegt þá er fæðingartíðnin há.
Fólk eignast 8-9 börn til þess að hugsa um sig í ellinni.
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 23.1.2013 kl. 06:49
Tékkaðu á MakePovertyHistory.org. og svipuðum. Það er arðránið frá Evrópumönnum, sem gerðust svo "góðir" að "hjálpa" fólkinu að koma undir sig fótunum eftir aldalangt arðrán, og síðan þurfti að borga skuldirnar...féið sem þurfti til að standa aftur í lappirnar eftir að vera laminn niður öldum saman. Og þetta gekk svo lengi, þó aðeins hafi skánað í augnablikinu, að það varð aldrei tími og peningar til að byggja upp almennilegt kerfi. 80-85% barnadauði eru engar ýkjur þegar um ræðir fátækustu afkima Afríku. Í löndum Sub-Sahara Afríku þar sem ástandið er verst er gríðarstórt hlutfall landsmanna með alnæmi, og dauðatollurinn af því einu og sér er ótrúlegur. Ofan á bætast dauðsföll af fátækt sem er afleiðing þjóðarskulda-hlekkja sem Evrópumenn hnepptu þessar þjóðir í, og þar á undan arðrán og auðlindastuldur þeirra sömu. Að tala um lífeyriskerfi og annað í þessu sambandi, eins hræðilegt og ástandið er, er bara hræðilegt, en þarna hafði fólk það ágætt áður en frændur okkur Bretar, Fransmenn og fleiri létu sjá sig á svæðinu. Sem betur fer verður framtíðin verður ekki í höndum þeirra, ekki eftir að þeir seldu sig undir óhófleg þýsk yfirráð. Framtíðin verður allt öðruvísi á litinn, og er það vel...
TRUTH (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 08:11
Eining-Jöfnuður-Frelsi-Mannúð-Jafnrétti-Réttlæti-Bræðralag-Samhugur.
Heimurinn í höndum Evrópu? ALDREI AFTUR!
Lifi mannkynið!
TRUTH (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 08:13
Maður rís næstum á lappir og gaular nallann eftir svona fyrirlestur eins og hjá "Truth"!
Gulli (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.