Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Hægri? græn
Þetta er slæm tillaga.
Bann við framsali mun leiða til þess að framleiðinin og hagræðingin mun minnka í kerfinu. Einnig munu handfæraveiðar minnka framleiðni.
Að leyfa handfæraveiðar er svona svipað og að banna að grafa skurði með gröfu heldur verður að notast við skóflu.
hvells
![]() |
Vilja banna framsal og veðsetningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er augljóst að þú hefur mjög takmarkað vit á handfæraveiðum og líklega minna en ekkert vit á stjórn fiskveiða.
Níels A. Ársælsson., 22.1.2013 kl. 16:01
Guðmundur segir
talað er um að setja allt á uppboð, þar sem vel fjármagnaðir aðilar hefðu að sjálfsögðu yfirhöndina, en það er aðeins óánægjan, sem vex
Bara fínt mál. Fá sem mest í ríkiskassann til að fjármagna velferðar og skólakerfið.
sl
sleggjan (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:39
Niels
Það er augljóst að þú hefur mjög takmarkað vit á handfæraveiðum og líklega minna en ekkert vit á stjórn fiskveiða.
góð rök ekki satt?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 17:13
Sæll.
Hið opinbera á að skipta sér sem allra minnst af skólum, atvinnulífinu og heilbrigðiskerfinu. Ég er ekki hrifinn af þessu hjá HG.
Það er ekki fínt mál að fá sem mest í ríkiskassann vegna þess að þingmenn eyða þessu alltaf í eitthvað til að tryggja eigið endurkjör og taka þetta jafnframt af einhverjum sem eiga þetta fé og unnu sér það inn. Takmarka þarf verulega völd stjórnmálamanna enda eru þeir að gera fjölmörg lönd á Vesturlöndum gjaldþrota. Ísland er þar engin undantekning.
Skattheimta á Vesturlöndum er að gera eignarréttarhugtakið í stjórnarskrám vestrænna ríkja að gríni - við vesalingarnir megum náðarsamlegast eiga það sem hið opinbera ákveður að leyfa okkur að halda eftir.
Ég stóð í þeirri meiningu að hið opinbera ætti að vinna fyrir okkur en ekki við fyrir hið opinbera!?
Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:30
satt og rétt hjá Helga
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.