Lækkun á lánum

Verðhjöðnun þýðir að verðtryggðu lánin munu lækka.

Það væri gaman að heyra hvað aðdáðendur "afnám vertryggingarinnar" segja við því

hvells


mbl.is Spá verðhjöðnun í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal þá skemmta þér. Fyrst þú heldur að þetta sé gamanmál.

1) Það er villandi hugtakanotkun sem kemur fram í fréttinni að tala um verðhjöðnun, þegar ársverðbólga yrði eftir sem áður jákvæð um 3,8%, sem er samt ennþá yfir þeim mörkum sem valda veldisvaxtarhegðun 40 ára lána.

2) Verðtryggð lán lækka ekki þó að verðlag standi nokkurn veginn í stað eða lækki jafnvel milli einstakra mánaða. Til að slík áhrif kæmi fram í efnahagsreikningum heimilanna þyrfti verðhjöðnunin að vera bæði skörp og viðvarandi í lengra tímabil eða allt að ár. Þetta er einn af þeim eiginleikum vísitölunnar og verðtryggingar miðað við hana sem hefur gagnrýndur, sem er sá að hún læsir inn allar hækkanir um leið en lætur þær ógjarnan eftir til lækkunar þegar hægir á verðbólgu. Sértu ekki sannfærður um að þetta sé rétt má benda á að þessi eiginleiki þeirrar reiknireglu sem liggur til grundvallar er vel þekktur og stærfræðilega sannanlegur. Þetta sést best á því tvisvar eftir hrun hefur það gerst að vísitalan hafi ekki hækkað milli einstakra mánaða, en samt hafa lánin hækkað um hátt í 40% á sama tímabili vegna þess að það eru meðaltalsáhrifin yfir lengri tíma sem skipta öllu máli, og þau eru öll til hækkunar.

3) Raunvextir eru nú þegar neikvæðir í flestum löndum í kringum okkur, án þess að verðtrygging neytendalána sé þar neinn áhrifavaldur. Þannig eru þetta hvorki rök með eða móti neinu því sem tengist framkvæmd verðtryggingar á Íslandi.

4) Því miður er ofangreind tilraun til að láta sem svo að verðtrygging sé aðlaðandi valkostur í fjármögnun neytendalána, vonlaus frá byrjun. Enda kannast enginn sem hefur haft slík lán við að þau geri neitt annað en hækka, sama hverju haldið er fram í órökstuddum bloggfærslum um meint ágæti þeirra.

Takk sömuleiðis. Alltaf gaman að líta við.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2013 kl. 17:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meðan við erum með krónuna þá skulum við gleyma því að verðhjöðnunin verði eitthvað sem þess virði er að tala um.

Verðbólgan alltaf handan við hornið, margfalt hærri prósentutala en hjöðnunin var nokkurntimann (0,1% í fréttinni, VÁ ÞVILIKT).

KV

SLEGG

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 18:05

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú tekur tíu ára verðtryggt lán með 5% verðbólgu þá byrjar lánið að lækka strax og endar í

HEILDARENDURGREIÐSLA

Íbúðalánasjóður

Afborgun 10.000.000 kr.

Vextir 2.552.624 kr.

Verðbætur 3.660.351 kr.

Greiðslugjald 9.000 kr.

Samtals greitt 16.221.975 kr.

Greiðir 16m fyrir 10m lán.

Eina sem þú þarft að gera er að leggja aðeins meiri eigið fé í eignina þína og byrja á að kaupa aðeins minni íbúð :)

En það er kannski of erfitt fyrir Guðmund og félaga. Þeir vilja kaupa stórt. Kaupa eign sem þeir eiga ekki efni á... fara svo að væla og vilja að láta aðra borga undir sinn eigin rass...... mjög lágkúrulegir hvatar. Sorglegt.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband